Ljóðormur - 01.12.1990, Side 59

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 59
Valgerður Benediktsdóttir 57 Þannig er regnið ýmist tákn frjósemi, fullnægju og lífs, eða sorgar og einsemdar; hinir óteljandi eilífu dropar, sem falla þungt, svífa, utan úr blámanum, niður, samsamast jörðinni, höfúnum; eitt verður allt. Leysing Leysing táknar í ljóðum oft straumhvörf í tilveru okkar. Höft eru losuð eða brotin, jafint í náttúrunni sem sálarlífi mann- eskjunnar. Vetur víkur fyrir vori, lífið vaknar, jalhvel ástin: Enn í nótt seytlar regn í nótt munu vötnin lifha í nótt mun blóð mitt spreingja fjöturinn og hefja kröftugan saung eftir vetrarlánga þögn (Ari Jósepsson: Leysing 1961:34) Tekist er á við ýmsa firumkrafta tilverunnar, og þannig tengist leysingin, eins og regnið, oft grósku og firjósemd; flæði í ytra lífi sem innra er fær veröldina til að breyta um lit. Hvers vegna er vatnið svona áleitið viðfangsefni hjá skáldum? Stafar það af hefð, takmörkun mannlegs máls, eða af ein- hverri annarri ástæðu? Ég held að því verði seint svarað. Auðvitað hlýtur samspil margra þátta að koma þar nærri. Það er eðlilegt að við gerum þann heim sem við lifum í, og hringrás lífs og dauða í honum, að yrkisefni með hjálp þess frumefnis sem enginn getur lifað án og á sér svo margar birtingarmyndir. Því sál mannsins er á margan hátt sem vatnið; í lífi okkar skiptast á skin og skúrir sem í náttúrunni; fjara og flóð. Það er oftast að vatnið í ljóðum táknar einhverja óhlutgerða þætti í tilverunni, svo sem sorg, gleði, dauða, líf; þætti sem undantekningarlítið er erfitt að höndla, eru einungis til staðar í tilverunni. Ýmsar birtingarmyndir vatnsins virðast betur fallnar til þessara lýsinga — eru að minnsta kosti algengari en aðrar. Þannig er hafið einatt mun margræðara tákn en önnur form vatnsins. Einnig er fljótið fyrirferðarmikið. í grófum dráttum fela lind, lækur, leysing, fljót og foss í sér birtu og líf í ljóðum meðan haf, djúp og regn tákna fremur myrkari þætti tilverunnar, söknuð, sorg og dauða. Þó er merkingin, eins og frumefhið sjálfit, fljótandi og verður ekki sett á fastan bás. Samt sem áður má þó í eilífii niðurstöðuleitinni staðnæmast við hringformið — því þegar á allt er iitið eru

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.