Ljóðormur - 01.12.1990, Side 28

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 28
26 Ottó Másson Ottó Másson Grátt líf Hárið ljóst Varir fölar einsog hörundið Svefnbaugar undir augum grönn grönn einsog stilkar fætur þínir ösla þetta haf og þennan himin gráa gráa. ÉG ER ég var löngum himinbláminn Ég trúi því Það snjóar úr munnum kvenna Grásteypt borgin hverfur undir fönn Og sporin þaðan eru eftir svartan kött. ÞESSI DAGUR opnast eins og gömul bók eða faðmur sofandi konu þegar við áttum enn þá sól sem við héldum í lófum okkar eins og tifandi hjarta Þessi dagur líður eins og aldir eins og hafíð út í himin sem við setjum á höfuð okkar eins og hatt Þessi dagur opnast eins og skaut konu sem dreymir háska í stigaganginum

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.