Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 4
RIMMELLONDON.COM
Kate er með Lasting Finish by Kate varalit númer 56 Boho Nude.
UPPÁHALDS NUDE VARALITIR KATE.
KATE MOSS OG
RIMMEL FAGNA
15 ÁRA SAMSTARFI.
Hannaðir af Kate.
✿ Gamli bærinnFerðaþjónusta Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámsset
ursins í Borgarnesi, hefur farið þess á
leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í
Brákarey svo hægt verði að sækja um
lóð undir hótel við Borgarneshöfn.
Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til
sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á
fundi byggðarráðs 15. september, en
hann hyggst sjálfur sækja um lóðina
fyrir hönd rekstrarfélags Landnáms
setursins.
Núgildandi skipulag gerir ráð fyrir
hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á
forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil
sem engin umsvif verið síðustu ára
tugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna
þá hef ég alltaf talað um að þetta væri
eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en
Brákarey var áður meginvettvangur
landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í
Borgarnesi. „Framtíð þessa byggða
kjarna er ferðaþjónustan,“ segir
Kjartan sem kveðst horfa til byggingar
Reykjavik Marina hótelsins við gömlu
höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar
að því að auka athafnalíf í eynni.
Svæðið sem Kjartan hefur augastað
á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd
gamla bryggja. Hann segir um fallega
staðsetningu að ræða, en þaðan er
útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes.
Hann er vongóður um framhaldið
og hefur fengið jákvæðar undirtektir
hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hug
myndin hjá okkur er að sjálfsögðu
Kjartan Ragnarsson vill byggja hótel í Brákarey í Borgarnesi
FornleiFar Þrátt fyrir mikilvægi
þess að ljúka skráningu fornleifa hér
á landi hefur aldrei fengist fjármagn
frá hinu opinbera til að sinna þessu
verkefni sérstaklega. Talið er rökrétt
að það tæki fimm ár að ljúka þeirri
skráningu að langstærstu leyti með
300 milljóna króna framlagi á ári.
Kristín Huld Sigurðardóttir, for
stöðumaður Minjastofnunar Íslands
(MÍ), bendir á að grundvallar
forsenda fyrir markvissri minja
vernd sé góð yfirsýn yfir fornleifar,
en slík þekking fáist ekki nema það
takist að skrá allar fornleifar í land
inu. Fornleifaskráning hafi verið
lögbundinn hluti skipulagsvinnu
frá gildistöku þjóðminjalaga þar
sem segir að þeir sem bæru ábyrgð
á skipulagsgerð, þ.e. sveitarfélög og
framkvæmdaaðilar, skyldu standa
straum af kostnaði við skráninguna.
Skráningin hefur þó gengið afar
hægt og það komi helst til vegna
tregðu sveitarfélaga við að ljúka
skráningu á sínum svæðum vegna
kostnaðar.
„Mér finnst óstjórnlega lítið hafa
gerst í þessum skráningarmálum frá
því að ég tók við Fornleifaskráningu
ríkisins árið 2001 [forveri MÍ]. Ég
hef margsent ráðherrum sem þessi
mál heyra undir erindi en án árang
urs,“ segir Kristín Huld sem sendi
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,
þáverandi forsætisráðherra, erindi
í tvígang í fyrra og eftirmanni hans,
Sigurði Inga Jóhannssyni, erindi á
dögunum.
Kristín Huld segir að árið 2001
hafi mat forvera Minjastofnunar
Íslands verið að í landinu væru um
200.000 fornleifar og aðrar menn
ingarminjar, og að búið væri að skrá
um 20 prósent þeirra þá. Núna, 15
árum síðar, er talið að búið sé að
Skráning fornminja í frosti
Stofnanir í minjavörslu hafa aldrei fengið nægt fjármagn frá ríkinu til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.
Fornleifaskráningu er verulega ábótavant. Skráningin gæti nýst fjölmörgum, ekki síst sveitarfélögum.
Áætlað er að á Íslandi sé að finna um 200.000 minjar (fornleifar og friðuð hús/mannvirki), en eingöngu um 50.000 hafa verið
skráðar á vettvangi. Fréttablaðið/Valli
skrá um 25 prósent minjanna. Á
15 árum hafa því einungis bæst
við upplýsingar um fimm prósent
ætlaðra minjastaða á Íslandi, sem
er með öllu óásættanlegt að mati
Kristínar Huldar.
„Ég tek skýrt fram að margt
jákvætt hefur gerst síðastliðin ár,
til dæmis hefur fengist fjármagn til
minjavörslu og það ber að þakka.
Við höfum fengið fjármagn til að
ráða í ýmsar stöður og það hefur
verið liðkað verulega til. En ef fjár
magn fengist frá ríkinu, og kannski
að hluta frá sveitarfélögunum, þá
tæki það aðeins fimm ár að klára
að skrá allt Ísland – og þá miðað við
300 milljóna króna framlag á ári,“
segir Kristín Huld og bætir við að
um sé að ræða brýnasta mál í forn
leifamálum Íslendinga, og þess utan
í safnamálum. Þá sé ónefnt hvernig
þessar upplýsingar gætu nýst í
ferðaþjónustu og í skipulagsmálum
sveitarfélaga, svo dæmi séu tekin.
Hjá Minjastofnun Íslands starfa
19 starfsmenn, en það er mat for
stöðumannsins að 30 starfsmenn
séu nauðsynlegir til að uppfylla allar
kröfur sem til stofnunarinnar eru
gerðar. Þegar Kristín Huld er spurð
hvort Minjastofnun hafi fengið það
fjármagn á undanförnum árum sem
dugir til að uppfylla lögbundnar
skyldur hennar, þá segir hún að
það hafi aldrei verið tilfellið frekar
en hjá fyrri stjórnsýslustofnunum
um minjavörslu. svavar@frettabladid.is
að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið.
Þetta er langhlaup og eitthvað sem
verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir
Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé
á frumstigi.
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri
Borgarbyggðar, segir hugmyndina
áhugaverða. Hann minnir á að sveitar
félagið hafi ýmsar skyldur í þessu sam
bandi bæði hvað varðar deiliskipulag
og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi
vel öll skref í þeim efnum.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa
flóahafna, kveðst vera ánægður með
hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki
mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel
í þeim dúr sem Kjartan er að tala um
myndi bara lífga upp á svæðið.“ – hlh
Litla-Brákar
ey
Brák
arey
Hugmynd Kjartans
gerir ráð fyrir að
hótelið rísi á gömlu
bryggjunni í Brákarey.
Borgarbraut
Borgarneskirkja
Fyrirhuguð
hótellóð
DanMÖrK Dönsk fyrirtæki verða
fyrir sífellt fleiri árásum tölvuþrjóta.
Frá 2014 til 2015 fjölgaði tilkynn
ingum um slíkar árásir um 70 pró
sent.
Danska ríkisútvarpið hefur það
eftir yfirmanni hjá lögreglunni að
afbrotamennirnir hafi komist að
því að netárásir séu jafn arðbærar
og sala fíkniefna.
Í nýrri skýrslu Evrópulögregl
unnar, Europol, kemur fram að í
nokkrum Evrópusambandslöndum
séu tilkynningar um netglæpi fleiri
en tilkynningar um aðra glæpi. – ibs
Netárásum
fjölgar hratt
inDónesÍa Ríkir Indónesar hafa
árum saman falið fé sitt bæði heima
og erlendis. Skráðir skattgreiðendur
eru 27 milljónir en 2014 greiddu
færri en milljón það sem þeir
skulduðu. Nú er verið að reyna að
fá auðjöfrana til að koma úr felum
með fé sitt með því að veita þeim
skattaívilnanir.
Á vef Dagens Næringsliv segir að
það sé mat indónesíska fjármála
ráðuneytisins að upphæðir sem
samsvara 29 þúsundum milljarða
íslenskra króna séu faldar í skatta
skjólum.
Þeir sem gerðu grein fyrir fjár
munum sínum fyrir 1. október
þurftu einungis að greiða 1 prósents
skatt. Nú er skattaprósentan 3 pró
sent og mun fara hækkandi. – ibs
Þúsundir
milljarða
í skattaskjólum
Mér finnst óstjórn-
lega lítið hafa gerst í
þessum skráningarmálum
frá því að ég tók við Forn-
leifaskráningu ríkisins árið
2001.
Kristín Huld
Sigurðardóttir,
forstöðumaður
Minjastofnunar
Íslands (MÍ)
Framtíð þessa
byggða-
kjarna er ferða-
þjónustan.
Kjartan Ragnarsson,
forstöðumaður Land-
námsseturs Íslands
Joko Widodo,
forseti indónesíu
5 . o K t ó b e r 2 0 1 6 M i ð V i K u D a G u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
0
-1
0
B
4
1
A
D
0
-0
F
7
8
1
A
D
0
-0
E
3
C
1
A
D
0
-0
D
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K