Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 33
Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokknum Áherslumál af sex málum SI: Ný­ sköpun og menntun. Framtíð krónunnar: Þetta þarf að vera í stöðugri þróun. Evra og myntráð hafa sína kosti og galla en við erum ekki á þeim stað ennþá til að gera stórar breytingar. Ísland í ESB: Til í kosningu um hvort við förum inn. Skattar og fyrirtæki: Lækka skatta á fólk, lækka tryggingargjaldið, ennþá svigrúm til að fella niður óskilvirka skatta, taka sérstak­ lega til skoðunar fjármagns­ tekjur, skoða virðisauka­ skatts kerfið, laga til í þessum frumskógi sem er gjöld og skattar á bensín, orku og bifreiðar. Innviðauppbygging: Núna erum við betur fær um að sinna þessu, það þarf að bæta vegakerfið, tvöfalda vegi frá Reykjavík, byggja upp Kefla­ víkurflugvöll og raforku. Ekki hægt að gera allt í einu til að valda ekki þensluáhrifum. Fjármögnun innviða: Blönduð leið. Sjálfstæðisflokkur­ inn mun halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á, að lækka skatta á fólk. Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn Áherslumál af sex málum SI: Efna­ hagslegur stöðugleiki. Leið að efnahagslegum stöðugleika: Myntráð. Að mati Viðreisnar myndi þetta lækka vexti, gera verðtrygg­ inguna óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið. Framtíð krónunnar: Myntráð. Ísland í ESB: Kjósa fyrst um áfram­ haldandi viðræður, ef þær halda áfram kjósa þá um inngöngu. Skattar og fyrir- tæki: Einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara, grænir skattar, sanngjarnt gjald fyrir afnot af nátt­ úruauðlindum. Innviðauppbygging: Nauðsynlegt að ráðast í innviðauppbyggingu og þarf að skoða það mjög vel. Fjármögnun innviða uppbyggingar: Skoða blandaða leið þegar kemur að vegakerfinu. Ég held að við höfum ekki tíma til að bíða með þetta. Þetta er eitthvað sem við ættum að hrinda í framkvæmd á tveimur árum, það getur allt breyst. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu Áherslumál af sex málum SI: Efna­ hagslegur stöðugleiki. Leið að efnahagslegum stöðugleika: Upptaka evru. Framtíð krónunnar: Á móti mynt­ ráði þar sem sú leið sé of áhættu­ söm. Með upptöku evru. Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna. Skattar og atvinnulíf: Innheimta meira af peningum frá stórút­ gerðinni, hækka veiðigjald, lækka tryggingargjald. Innviðauppbygging: Nauðsynleg innviðauppbygging. Fjármögnun innviðauppbyggingar: Mjög til í blandaðar leiðir, ákveðnir innviðir þurfa að vera fjármagnaðir af ríkinu, t.d. útrýming einbreiðra brúa af hringveginum. Sundabraut má fjármagna með gjöldum eins og tvöföldun Hvalfjarðarganga, lífeyrissjóðurinn getur komið að fjár­ mögnun borgarlínu og léttlestakerfis á höfuðborgarsvæðinu. Það er langtíma­ markmið að taka upp evruna og þá skiptir mestu máli að finna fjölda­ hreyfingu sem öll hefur það að sameiginlegu markmiði að hafa þjóðarat­ kvæði um hvort við eigum að halda áfram viðræðum. Við erum að tala um mat að skatta­ undan skot á Íslandi séu 80 milljarðar, ef þeir myndu allir skila sér til samfélags­ ins þá þyrftum við ekki að ræða þetta. Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum Áherslumál af sex málum SI: Orku­ málin og loftslagsmálin. Framtíð krónunnar: Jákvætt að fá umræðu um myntráð og evru. Gjald­ miðill er fyrst og fremst tæki. Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna við ESB og fagnar að fleiri séu til. Skattar og atvinnulíf: Lækka trygg­ ingargjald, litlar breytingar á skatt­ lagningu fyrirtækja, aukinn auðlinda­ réttur til þjóðarinnar. Innviðauppbygging: Innviðir þurfa að vera í lagi til að ungt fólk geti valið sér staðsetningu á því hvar það vill búa og starfa. Fjármögnun innviðauppbyggingar: Bætt skattframkvæmd og bætt skattheimta. Einkaframkvæmd í lagi í afmörkuðum framkvæmdum, en almennt á hið opinbera að koma að því. Þórunn Pétursdóttir, Bjartri framtíð Áherslumál af sex málum SI: Orku­ málin. Framtíð krónunnar: Björt framtíð er alþjóðlega sinnað og frjálslynt afl. Flokkurinn styður inngöngu í ESB. Eigum að vinna að langtímamarkmiði í efnahagsmálum. Ísland í ESB: Til í þjóðaratkvæði um framtíð aðildarviðræðna. Skattar og atvinnulíf: Auðlindaréttur til þjóðarinnar, að fyrirtæki borgi fyrir það sem þau nýta. Innviðauppbygging: Við vitum að innviðakerfið hér er í rúst, ekki einungis vegirnir og heilbrigðiskerfið, önnur kerfi eru einnig fjársvelt, til dæmis skólakerfið; háskólar, leik­ skólar og grunnskólar landsins. Við eigum að vinna að langtímamark­ miðum og hugsun eins og Kínverjar, er það ekki það sem við þurfum að temja okkur? Stefnir-Samval á 20 ára afmæli! Stefnir-Samval er einn elsti og fjölmennasti fjárfestingarsjóður landsins, með yfir 4.000 viðskiptavini. Ef þú vilt byggja upp þinn sjóð til lengri tíma getur verið góð hugmynd að byrja með reglulegan sparnað, 5.000 krónur á mánuði eða meira. Það er fljótlegt og einfalt að ganga frá því í netbanka Arion banka. Í sparnaði getur munað um hvert ár ára20 Samval 1996 - 2016 Stefnir Stefnir-Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011. Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Fjárfesting í fjárfestingarsjóðum telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en í verðbréfasjóðum. Meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þar á meðal nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og lykilupplýsingum sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Sjóðurinn er í rekstri Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skv. lögum nr.128/2011. Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er dótturfélag Arion banka. marKaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 5 . o K t ó b e R 2 0 1 6 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 0 -3 D 2 4 1 A D 0 -3 B E 8 1 A D 0 -3 A A C 1 A D 0 -3 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: