Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 44
Já, í lok október kemur út skáld- saga eftir arngunni árna- dóttur og það er hluti af þessari viðleitni okkar til þess að kynna nýJar raddir inn í bókmenntaheiminn. H E I L S U R Ú M A R G H !!! 1 31 01 5 DAGAR REKKJUNNAR LÍKLEGA ÞÆGILEGUSTU RÚM Í HEIMI King Koil World Luxury er lúxus sem allir eiga skilið. ATH! Einnig til í öðrum stærðum og gerðum. Lexington Firm (Queen size 153x203 cm) Fullt verð 350.014 kr. TILBOÐSVERÐ 252.445 kr. Starf útgefandans á Íslandi hefur sjaldan þótt vera dans á rósum. Þrátt fyrir umtalsverðan bók-menntaáhuga þjóðarinn-ar þá er markaðurinn lít- ill, árstíðabundinn og erfiður. Það er því eftirtektarvert að ung kona skuli hafi afráðið að feta útgáfubrautina, en Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi, er í forsvari fyrir bóka- forlagið Partus sem leggur nú á jóla- bókamiðin í fyrsta sinn. Gekk alltof vel Valgerður sem er alin upp í Banda- ríkjunum fram til sautján ára aldurs er þó enginn nýgræðingur í útgáfu- starfsemi enda upphafskona Með- gönguljóða sem komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2012. En Valgerður segir að forlagið Partus hafi í raun sprottið upp úr ljóðabókaseríunni Meðgönguljóð. „Þetta byrjaði sem samstarf milli mín, Sveinbjargar Bjarnadóttur og Kára Tulinius, en við Kári eigum fyrsta verkið í serí- unni. Við höfðum verið að vinna saman að ljóðverki og vorum farin að líta í kringum okkur að útgef- endum en datt bara ekkert í hug sem hentaði. Þessi sería óx upp úr þeim veruleika að það var ekkert pláss fyrir tilraunakennd eða styttri verk og því ákváðum við að láta verða af því að prófa þetta. Þegar við byrjuðum með Meðgönguljóð komum við í kjölfarið á Nýhil og þá var í raun ekkert að gerast. Þannig spratt þetta í rauninni af nauðsyn. Markmiðið var einfaldlega að vinna þetta eins mikið og hægt var sjálf til þess að halda niðri kostnaði og sjá svo hvernig þetta gengi. Síðan má eiginlega segja að þetta hafi gengið allt of vel því viðtökurnar voru svo góðar. Fljótlega tóku síðan handritin að flæða inn og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Bara lenti í þessu Það er kostnaðarsamt að halda úti útgáfustarfsemi og Valgerður segir að framan af hafi þetta verið meira eins og dýrt áhugamál. „En ég er búin að vinna hörðum höndum að því að gera þetta sjálfbært, því að á einhverjum tímapunkti hefði ég annars gefist upp. Markmiðið var að það væru alltaf til peningar fyrir næstu útgáfu og þannig mætti halda þessu réttum megin við núllið. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst hugsjónastarfsemi. Fyrirkomulagið hefur líka verið þannig að ljóðskáldin sem gefa út hjá okkur fá ritstjóra og það er venjulega annað skáld sem tekur það að sér í sjálfboðavinnu. Skáldin eru sem sagt stundum að taka að sér handrit hvert hjá öðru og þetta getur reynst ákaflega hvetjandi. Það er svo auðvelt að upplifa sig út úr öllu en samt aðeins einu skrefi frá því að senda frá sér bók þann- ig að þessi hvatning er rosalega mikilvæg. Að skrifa getur verið einmanalegt starf og þess vegna er mikilvægt að skapa rými fyrir skáld og höfunda til þess að hittast, tala saman og deila því með öðrum sem maður er að fást við hverju sinni. Þannig að mjög stór hluti af því sem ég hef verið að fást við er að skapa þetta umhverfi og það hefur tekist mjög vel.“ Hamlandi hefð Valgerður segir að hún hafi alltaf lesið mikið og haft ákaflega mikinn áhuga á tungumálinu. „Þetta var alltaf minn styrkleiki en ég ímynd- aði mér aldrei að ég ætti eftir að enda í ljóðlist. Mér fannst gaman að lesa og var að auki með smá þrá- hyggju fyrir tungumálinu en ég held að ég hafi ekki lært að lesa ljóð fyrr en ég var orðin svona sautján ára gömul. Ljóðlistin getur átt það til að virka fráhrindandi á fólk og það eru margir sem telja að þeir kunni í raun ekki að lesa ljóð. Ég skil það mjög vel og þetta er eitt af því sem við höfum verið að vinna að í útgáf- unni; að útskýra fyrir fólki hvað ljóðlist getur verið hversdagsleg og stór hluti af daglegu lífi. Staðan á Íslandi er þó eflaust dálít- ið sérstök þar sem meðalmaðurinn er opnari fyrir ljóðlist og ég held að fleiri Íslendingar lesi ljóð en gengur og gerist í heiminum. En að sama skapi er mikið af þessum lesendum að halda sig mikið til við það hefð- bundna og eru í raun ekki ýkja opnir fyrir nýjungum. Þannig að þessi sterka hefð á Íslandi getur óneitan- lega verið soldið kæfandi fyrir þá sem vilja gera eitthvað nýtt í bók- menntum og þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Hluti af því er að við leitumst við að kynna til leiks þá sem eru með bakgrunn utan þessarar hefðar að einhverju leyti eins og til að mynda fólk sem á for- eldra sem eru ekki fæddir á Íslandi. Fólk sem er með annað tungumál inni í sínum reynsluheimi nálgast því íslenskuna á aðeins nýjan hátt.“ Vanrækt nýliðun Partus er útgáfan sem í dag myndar regnhlífina yfir Meðgönguljóð, smásagnaseríuna og aðra útgáfu- starfsemi. Nú í haust kemur fyrsta skáldsaga þessa unga forlags. „Já, í lok október kemur út skáldsaga eftir Arngunni Árnadóttur og það er hluti af þessari viðleitni okkar til þess að kynna nýjar raddir inn í bókmenntaheiminn. Það er jafn nauðsynlegt fyrir skáldsöguna og það er fyrir ljóðið og smásögurnar. Það má segja að ég sé að fara inn í jólabókaflóðið í fyrsta sinn með þessari útgáfu og ég er strax farin að finna fyrir því.“ Valgerður segir að hún stefni ótrauð að því að halda áfram að kynna til leiks unga og óþekkta höf- unda á komandi árum. „Algjörlega. Það er áherslan enda er mikil þörf á því. Ef ég á að segja eins og er þá eru einhvern veginn allir sofandi á vaktinni hjá stóru forlögunum hvað þetta varðar. Það er ekki mikil spenna fyrir því að taka séns á ein- hverju nýju og það er eflaust vegna þess að það eru svo margir höfundar ennþá starfandi sem taka mikið pláss á litlum markaði. En nýliðun í bókmenntunum hefur verið mikið til vanrækt síðasta áratug að mínu mati og ég ímynda mér því alveg hiklaust að Partus sé að fara að skapa nýjustu gullöld íslenskra bók- mennta,“ segir Valgerður og hlær. Ég ætla að skapa nýja gullöld íslenskra bókmennta Valgerður Þóroddsdóttir segir að íslenskir útgefendur hafi vanrækt nýliðun íslenskra skálda og höfunda síðasta áratuginn. FréttaBlaðið/GVa Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is valgerður þóroddsdóttir er ungt skáld sem leiddist út í útgáfustarfsemi af hreinni nauðsyn. hún stendur nú frammi fyrir því að taka þátt í jólabókaflóðinu í fyrsta sinn, þrátt fyrir að hafa þegar umtalsverða reynslu af útgáfustörfum. 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r24 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð menning 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 0 -1 0 B 4 1 A D 0 -0 F 7 8 1 A D 0 -0 E 3 C 1 A D 0 -0 D 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Tengja á þessa síðu: 44
https://timarit.is/page/6722757

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: