Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 26
Skerping rekur öfluga verslun samhliða því að veita góða skerpi- þjónustu. 120 fm verslun Verslunin er 120 fm með yfir 80 gerðir af hjólsagarblöðum, yfir 50 gerðir af tifsagarblöðum, fjölda handfræsitanna, dósaborasett, þrepaborasett, bandsagarblöð, prófílsagarblöð, alls konar form- tennur og fræsihaka í miklu úr- vali. 110 fm vélasalur Inn af verslun er 110 fm vélasal- ur með yfir 20 skerpivélum. „Við þjónustum flest stærstu fyrirtæki landsins og erum til dæmis með þjónustusamning við álver Alcoa. Skerping býður einnig upp á allar alhliða skerpingar fyrir einstakl- inga og fyrirtæki,“ segir Krist- mann. Skerping byrjaði smátt. Leigði 40 fm skúr í Skeifunni þar sem Víðir er í dag en færði svo út kví- arnar. Skerping ehf. er rótgróið fyrirtæki sem stendur við Smiðju- veg 11 í Kópavogi. Þar hefur Krist- mann staðið vaktina í rúm þrjátíu ár. „Ég er bæði lærður húsasmiður og húsgagnasmiður og tók meist- arann fyrir fjörutíu árum, eins og menn gerðu þá, með fullri vinnu,“ segir Kristmann, sem stofnaði Skerpingu árið 1982. „Ég hef alltaf haft gaman af málmsmíði og þar sem skerping á blöðum er þjónusta við þær iðngreinar, húsgagna- og húsasmíði, sem ég er menntað- ur í, gat ég sameinað þessi áhuga- mál mín. Í sjálfvirkri segulplanvél skerp- um við allt að 315 sentimetra lang- ar tennur og svo er ég að smíða alls konar tennur fyrir tréiðnað og við sinnum ýmsum verkefnum sem koma inn á borð til okkar,“ segir Kristmann og bætir við að tennur frá honum hafi verið notaðar til að gera skrautlista í Iðnó og Ráð- húsið svo dæmi séu tekin. Krist- mann hefur látið framleiða fyrir sig sagarblöð og margt fleira er- lendis sem byggir á reynslu hans og þekkingu á faginu. „Ég er kominn á þann aldur að mig langar að einbeita mér að áhugamálunum mínum og barna- börnunum,“ segir Kristmann og bætir við að hann muni auðvitað sakna þess að sinna fyrirtækinu. „Það er samt gaman að skilja við fyrirtækið í vexti og blóma og von- andi að einhver finni sig í því að taka við.“ Vatnsmýrin í Reykjavík mun iða af lífi og fjöri næstu daga þegar barnabókmenntahátíðin Úti í mýri leggur undir sig Norræna húsið dagana 6.–9. október. Sigríður Ásta Árnadóttir er verkefnisstjóri hátíðarinnar og lofar hún fjölbreyttri dagskrá sem inniheldur m.a. reyksápukúl- ur, morðóðar mannætugeimver- ur, rapp, appskáldsögu og ungl- ingaveiki. „Þetta er áttunda há- tíðin og hún hreiðrar betur um sig hér í Norræna húsinu með hverju skiptinu. Húsið er frábært í alla staði og hér er gott að halda barnabókmenntahátíð.“ Dagskráin er fjölbreytt og þar ætti fólk á öllum aldri að finna eitthvað við sitt hæfi. „Þar má nefna málþing, vinnustof- ur og skemmtilega og fróðlega upplestra. Við kynnum og próf- um æsispennandi appskáldsögu í smíðum sem tengir norræna goðafræði og loftslagsbreytingar en gagnvirkar bókmenntir geys- ast nú fram á sjónarsviðið.“ fjölbreytt dagskrá Þekktir erlendir gestir taka þátt í hátíðinni auk þess sem fjöldi inn- lendra og erlendra rithöfunda les upp úr verkum sínum og heldur rit- og myndsmiðjur fyrir börn. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er engin önnur en Guðrún Helga- dóttir og verður lokadagur hátíð- arinnar helgaður henni. „Meðal erlendra gesta eru danski rithöfundurinn Kenneth Bøgh Andersen sem er meðal annars frægur af bókum sínum um Antboy. Breski listamaðurinn Anthony Browne mætir líka en hann er hálfgerð goðsögn í heimi myndabóka. Einnig má nefna Martin Widmark frá Svíþjóð en sögur hans um Spæjarastofu Lalla og Mæju hafa verið þýddar á íslensku. Þeir lesa upp úr verk- um sínum eða halda vinnustofur fyrir börn ásamt því að taka þátt í málstofum um barnabókmenntir.“ Þekktir, íslenskir höfundar laða alltaf að þegar þeir lesa upp að sögn Sigríðar Ástu og ekki sé hægt að kvarta yfir áhuga- leysi á málþingum hátíðarinnar. „Þar munu höfundar og fræði- menn spá og spekúlera og íslenskt barnabókafólk fær tækifæri til að kynnast erlendum kollegum og verkum þeirra frá fyrstu hendi.“ Af íslensku höfundunum nefn- ir hún þau Ragnhildi Hólmgeirs- dóttur og Arnar Má Arngríms- son. „Þau eru bæði tilnefnd til Barna- og unglingabókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs þetta árið fyrir bækur sínar Kopar- borgina og Sölvasögu unglings. Arnar Már mun síðan halda sér- staka rapp- og rímnasmiðju fyrir unglinga.“ Í takt við tÍmann Lokadagurinn verður sem fyrr segir helgaður rithöfundinum ástsæla Guðrúnu Helgadóttur. Þar munu Silja Aðalsteinsdótt- ir, Katrín Jakobsdóttir og Gunn- ar Helgason spjalla við Guðrúnu um verk hennar og feril og leik- in verður tónlist úr leiksýning- unni Sitji guðs englar. „Guðrún er orðin 82 ára gömul og gneista af henni gáfurnar og kímnin. Hún hafði náttúrulega mikil áhrif á mína kynslóð og gaf okkur rödd í bókmenntunum. Og þetta var bara byrjunin á ferli hennar, hún hélt áfram að skrifa frábærar bækur, svo íslenskar, hnyttnar og fal- lega raunsæislegar, alltaf alveg í takt við tímann. Þetta eru sögur sem taka á alvöru málefnum og sem börn hafa getað speglað sig í, þekkt sjálf sig í sögupersónun- um og tilfinningalífi þeirra, sögur sem gera lesandann að betri og þroskaðri manneskju. En svo dá- samlega lausar við að vera nokk- uð þurrar og predikunarsamar.“ Eftirtaldar stofnanir og sam- tök standa að hátíðinni: IBBY á Íslandi, SÍUNG (Samtök barna- og unglingabókahöfunda), Rithöf- undasamband Íslands, Háskóli Ís- lands, Borgarbókasafn Reykjavík- ur og Norræna húsið. Ókeypis er inn á alla viðburði nema málþingin. Nánari upplýsingar má finna á www.myrin.is, Facebook og á Twitter (@myrinfestival). Það er gaman að skilja við fyrir- tækið í vexti og blóma og vonandi vill einhver taka við keflinu. Kristmann Þór Einarsson fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. ÚTgeFaNdi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjÓNarmeNN eFNis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumeNN: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 starri Freyr jónsson starri@365.is sigríður Ásta Árnadóttir er verkefnastjóri hátíðarinnar. myNd/eyÞÓr geimverur og unglingaveiki Barnabókmenntahátíðin Úti í mýri hefst á morgun. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá þar sem m.a. er upplestur, málþing og vinnustofur. Heiðursgestur hátíðarinnar er Guðrún Helgadóttir og verður lokadagurinn helgaður henni. skerping ehf. er rótgróið fyrirtæki sem stendur við smiðjuveg 11 í Kópavogi. myNdir/gVa Kristmann stendur hér í vélasalnum sem er vel tækjum búinn. Í versluninni, sem er 120 fermetrar að stærð, er fjölbreytt vöruúrval. fyrirtæki Í örum vexti til sölu sKerPiNg eHF. KyNNir Kristmann Þór Einarsson, eigandi Skerpingar í Kópavogi, rekur nú umsvifamikið fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í innflutningi á sagarblöðum, handfræsitönnum og bandsagarblöðum auk þess að veita sérhæfða og persónulega þjónustu. Kristmann er kominn á aldur og ætlar þess vegna að selja fyrirtækið. 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X X ∙ k y n n I n G A r b l A Ð V I Ð b U r Ð I r 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 0 -2 9 6 4 1 A D 0 -2 8 2 8 1 A D 0 -2 6 E C 1 A D 0 -2 5 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: