Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 34
Svipmynd Guðný HelGa Herbertsdóttir Guðný Helga Herbertsdóttir var á dögunum ráðin markaðsstjóri VÍS og hefur störf þar eftir nokkrar vikur. Guðný Helga mun leiða markaðs- og ímyndarstarf VÍS sem og stefnu- mótun markaðsdeildar. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu deildar- stjóra samskiptadeildar Landspítala, allt frá fyrri hluta árs 2015. „Þetta er mjög spennandi, mig langaði að breyta til og færa mig meira yfir í markaðsmálin. En ég er þó þeirrar skoðunar að línan þarna á milli sé rosalega fín. Þú verður alltaf að horfa á það sem kemur frá stofnun og fyrirtæki sem eina heild hvort sem maður er almannatengill eða í markaðsdeild,“ segir hún. Guðný Helga er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu frá Viðskiptaháskólan- um í Árósum í Danmörku. Áður var hún upplýsingafulltrúi Íslandsbanka þar sem hún leiddi einnig stefnu- mótun bankans í samfélagsábyrgð. Fyrir það starfaði hún um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi hjá 365 miðlum. „Þetta er búinn að vera ævintýra- legur tími hjá Landspítalanum og það eru forréttindi að fá tækifæri til að kynnast þjóðarsjúkrahúsinu eins vel og ég hef gert. Ég hef séð hluti og kynnst hlutum sem ég hefði ann- ars ekki haft tækifæri til. Fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum gerir það vegna hugsjónar og það verður öðruvísi ástríða í því,“ segir Guðný Helga. Frá því að hún tók við starfinu á Landspítalanum hefur margt gengið þar á, hún segist þó ekki fara vegna mikils álags. „Ég hef alltaf valið mér þannig störf að það sé mikið að gera hjá mér. Ég var viðskiptablaðamaður í hruninu, ég vann hjá bönkunum eftir hrun og vann hjá Landspítal- anum í gegnum verkföll. Álag á ekki illa við mig,“ segir hún. Maður Guðnýjar Helgu er Pétur Rúnar Pétursson flugstjóri og eiga þau samtals fjögur börn. „Við erum með börn á öllum skólastigum í Garðabæ, þannig að það má segja að við séum að nýta útsvarið sem best,“ segir Guðný Helga kímin. Utan vinnunnar fer því mikill tími í fjölskylduna. „Við erum með litla stelpu sem er þriggja ára þannig að það sem við gerum í frítíma okkar er mjög mikið fjölskyldutengt. Við höfum spilað mikið golf í gegnum tíðina, en forgjöfin fór hressilega niður þegar yngsta barnið bættist við. Svo höfum við farið á skíði og verið dugleg að ferðast. Einnig finnst okkur voða gott að hitta vini okkar, borða góðan mat og drekka gott vín,“ segir Guðný Helga. saeunn@frettabladid.is Hefur alltaf valið sér krefjandi störf Guðný Helga Herbertsdóttir tekur brátt við starfi markaðsstjóra VÍS eftir að hafa verið deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala. Utan vinnunnar ver hún miklum tíma með fjölskyldunni á skíðum og ferðalögum og heldur matarboð. Guðný Helga Herbertsdóttir segir mestan frítímann fara í fjölskylduna, þau skíða og ferðast saman, auk þess sem hún kann að meta góð matarboð. Fréttablaðið/GVa við höfum spilað mikið golf í gegnum tíðina, en forgjöfin fór hressilega niður þegar yngsta barnið bættist við. Guðný Helga Herbertsdóttir Í nýrri skýrslu spáir Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn auknum hagvexti á næsta ári. AGS telur að hagvöxtur muni nema 3,4 prósentum árið 2017, samanborið við 3,1 prósent árið 2016. AGS varar þó við veiklyndi í alþjóðahagkerfinu. Í frétt BBC um málið segir að AGS spái því að ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið muni hafa gríðarleg áhrif á næsta ári og hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Bretland um helming, niður í 1,1 prósent. Aukinn hagvöxtur í Japan, Þýska- landi, Rússlandi og Indlandi mun þó vega á móti minni hagvexti í Banda- ríkjunum, að sögn sjóðsins. Í skýrslunni er varað við lélegum gangi hjá hagkerfum heimsins þar sem veikur vöxtur geti leitt til minni fjárfestingar og minni framleiðni, og það geti bitnað á mannauði. AGS hefur í dag minni áhyggjur af Kína en áður, að minnsta kosti til skamms tíma litið. Vöxtur hefur verið stöðugur þar í landi. Hins vegar er varað við langtímaáhrifum af skuldum kínverskra fyrirtækja. Forsvarsmenn AGS óttast orðræðu Donalds Trump, forsetaefnis Repú- blíkanaflokksins í Bandaríkjunum, hvað varðar andstöðu við fríversl- unarsamninga. Í skýrslunni segir að það að bakka til fyrri tíma hvað varðar viðskipti geti einungis ýtt undir og framlengt stöðnun í hag- kerfi heimsins. – sg Endurreisn alþjóðahagkerfisins of hæg aGS telur að hagvöxtur muni nema 3,4 prósentum árið 2017, samanborið við 3,1 prósent árið 2016. Fréttablaðið/anton brink MAKING BUSINESS SENSE OF INTEGRATED THINKING ENDURMENNTUN KYNNIR: KENNARI: SZYMON RADZISZEWICZ SÉRFRÆÐINGUR FRÁ NYU NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á ENDURMENNTUN.IS THE FUTURE OF MARKET-BASED FINANCE SHADOW BANKING REGULATORY CONCERNS FIM. 13. OKTÓBER 9:00 - 17:00 FÖS. 14. OKTÓBER 9:00 - 12:00 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðurinn 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 0 -4 2 1 4 1 A D 0 -4 0 D 8 1 A D 0 -3 F 9 C 1 A D 0 -3 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Tengja á þessa síðu: 34
https://timarit.is/page/6722747

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: