Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 20
Gert er ráð fyrir að flugáætlun Icelandair, dótturfélags Icelandair Group, fyrir árið 2017 verði um 13 prósent umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlað er að farþegar verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 og muni þeim fjölga um 450 þúsund frá yfirstand- andi ári. Flug verður hafið til tveggja nýrra áfangastaða, sem kynntir verða á næstunni. 4,2 milljónir farþega Hollenski bankinn ING hefur til- kynnt um niðurskurð 5.800 starfa í Belgíu og Hollandi á næstu fimm árum til að skera niður kostnað. Hugmyndin er að innleiða hraðar nýja tækni í bankageiranum og vera áfram leiðandi í stafrænu bankaum- hverfi. Þessi aðgerð á að leiða til milljarðs dollara, 113 milljarða íslenskra króna, sparnaðar á ári. 5.800 störf markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Vikan sem leið „Okkur langaði sem sagt að prófa að fljúga með vöru milli staða úr verslun okkar. Við sendum Lenovo- spjaldtölvu úr Borgartúni yfir í næsta hverfi og það gekk snurðulaust fyrir sig, en vitanlega var drónanum fylgt eftir alla leið af þeim sem stýrði honum. Enn sem komið er getum við ekki sett á sjálfstýringu en hver veit hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja. „Við erum einfaldlega að horfa á sprengingu í framleiðslu og sölu á drónum á komandi árum. Gert er ráð fyrir að 2,5 milljónir dróna verði seldar í Bandaríkjunum á þessu ári. Árið 2020 má svo búast við að hátt í 7 milljónir svífi um loftin blá þar í landi, ef marka má Bloomberg,“ segir Gísli. „Um leið og drónar verða sífellt fyrirferðarmeiri á heimilum, hvort sem það er hér á landi eða úti í heimi, þá eru mörg fyrirtæki að átta sig á notagildi þessara tækja. Ýmis nafntoguð fyrirtæki úti í heimi hafa prófað dróna við heimsendingar. Við vildum ekki vera eftirbátar, enda segjum við oft að upplýsingatækni- fyrirtæki eins og Nýherji þurfi ávallt að vera með annan fótinn í fram- tíðinni,“ segir hann. Gísli segir að þeir sem rýni inn í framtíðina séu nokkuð sannfærðir um að heimsendingar með dróna komi í staðinn fyrir sendla á mótor- hjólum eða hjólum á komandi árum úti í hinum stóra heimi. „Allar spár gera ráð fyrir að heimsendingar með dróna verði veruleiki í nánustu framtíð úti í heimi. Við hjá Nýherja teljum okkur hafa góða reynslu af framtíðinni og kannski rekur þessa tæknibyltingu á fjörur okkar áður en langt um líður?“ – sg Nýherji prufukeyrir heimsendingu með dróna ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 7 82 71 0 1/ 20 16 ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair. Almennir lífeyrissjóðir áttu 3,2% umfram skuldbindingar að jafnaði um síðustu áramót og hefur staða þeirra batnað stöðugt frá árinu 2009 þegar vantaði 10,5% til að mæta skuldbindingum. Á þeim tíma voru réttindi lækkuð, sem skekkir saman- burð. Árið 2011, sem er saman- burðarhæft, var staða þessara sjóða neikvæð um tæp fimm prósent. Verulegur halli er gagnvart skuld- bindingum hjá sjóðum sem eru á ábyrgð launagreiðenda, en það eru sjóðir sem eru á ábyrgð opinberra aðila svo sem ríkis og sveitarfélaga. Staða þeirra sjóða er neikvæð um 38% og hefur það hlutfall haldist svipað undanfarin ár. Í yfirliti FME um stöðu lífeyris- sjóða kemur fram að opinberu sjóðirnir skera sig úr hvað varðar neikvæða stöðu sem þýðir að skatt- greiðendur framtíðar munu hafa af þeim kostnað. Staða sjóða án ábyrgðar launagreiðenda er misjöfn en að meðaltali eiga þeir sem fyrr segir 3,2% umfram skuldbindingar. Af stærstu sjóðunum er staða Líf- eyrissjóðs verslunarmanna sterkust en sjóðurinn á 8,6% umfram skuld- bindingar. „Lífeyrissjóðir án ábyrgðar atvinnurekenda eru í góðri trygg- ingafræðilegri stöðu,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Sam- kvæmt lögum ber lífeyrissjóðum að endurskoða réttindi sjóðfélaga fari tryggingafræðileg staða þeirra yfir 10% af skuldbindingum í hvora átt sem er. Sé staðan 5-10% fimm ár í röð þarf einnig að endurskoða réttindi. Verði ávöxtun góð á næstu árum má því gera ráð fyrir að réttindi í mörgum sjóðum verði aukin. Staða lífeyrissjóða hefur batnað mikið Með betra efnahagsumhverfi og hagvexti hefur hagur almennra lífeyrissjóða batnað verulega. Enn vantar mikið upp á skuldbindingar hins opinbera. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. 2011 -4,9% 2012 -3,7% 2013 -2,3% 2014 0,1% 2015 3,2% ✿ tryggingafræðileg staða almennra lífeyrissjóða Stórfyrirtæki eins og Amazon og DHL nýta sér dróna í auknum mæli til heim- sendinga. FréttAbLAðið/Getty Lífeyrissjóðir án ábyrgðar atvinnu- rekenda eru í góðri trygg- ingafræðilegri stöðu. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Vörumerki Icelandic Group, Saucy Fish Co, var valið eitt af svölustu vöru- merkjum Bretlands. Árlega er gefinn út listi undir merk- inu „CoolBrands“ og er þetta í fjórða sinn í röð sem Saucy Fish Co er valið í hópinn. Valið fer þannig fram að 36 dómarar úr hópi sérfræðinga og áhrifafólks og 2.500 manns úr hópi neytenda velja vörumerkin sem hljóta heiðurinn. Samkeppnin er hörð og um sæmdar- titilinn keppa þúsundir vörumerkja úr 50 geirum verslunar og framleiðslu. Undir merkjum Saucy Fish Co eru seldir kældir sjávarréttir til- búnir til eldunar fyrir neytendur. Vörumerkið vegur ekki þungt í heildarsölu Icelandic Group, en hefur átt vaxandi vinsældum að fagna meðal neytenda í Bretlandi. Haft er eftir formanni dóm- nefndar á heimasíðu félagsins að vörumerkið sýni hugkvæmni og frumleika. Vörumerkið geri vöruna lokkandi sem leiði til þess að neyt- endur velji vöruna frekar en vöru keppinautanna. Í hópi svölustu vörumerkja Vörumerkið Saucy Fish Co nýtur hylli meðal sérfræðinga og almennings í bretlandi. Umræða er innan lífeyrissjóðanna um hvort breyta eigi aðferðafræði við útreikning á lífslíkum. „Það er ljóst að breytingar á því hafa áhrif á sjóðina og í framhaldinu þarf að ákveða til hvaða mótvægisaðgerða þarf þá að grípa.“ Í dag eru lífslíkur metnar jafnar, en lífslíkur kynslóðanna eru ekki þær sömu og markast umræðan af því að meta lífslíkur rétt milli kyn- slóða. Þórey segir að stóra málið nú sé jöfnun lífeyrisréttinda milli einka- markaðar og opinbers markaðar, en fyrir Alþingi liggur nú slíkt frumvarp. „Það væri mikið framfaraskref að ná einu samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn sem myndi auka til muna sveigjanleika á vinnumark- aði,“ segir Þórey. haflidi@frettabladid.is 5 . o K t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 0 -2 E 5 4 1 A D 0 -2 D 1 8 1 A D 0 -2 B D C 1 A D 0 -2 A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: