Fréttablaðið - 05.10.2016, Qupperneq 25
fólk
kynningarblað 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r
Steiney Skúladóttir leikkona segir spunaleik stórhættulegt sport og veit ekkert hvað hún mun segja á sviðinu í kvöld. Sýningar
Improv Ísland hefjast í kvöld. mynd/ErnIr
„Spuni er aðferð til þess að búa
til grín út frá ákveðnum reglum.
Nánast allir sem eru í gríni í dag
í Bandaríkjunum eins og Amy
Poehler, Tina Fey, Will Farrell og
þau í Saturday Night Live, eru með
þennan bakgrunn. Dóra Jóhanns
dóttir lærði þessa aðferð úti í New
York og kom með til Íslands. Við
höfum æft okkur síðustu þrjú ár,“
segir Steiney Skúladóttir, leikkona
í Improv Ísland, en sýningar hóps
ins hefjast aftur í kvöld í Þjóðleik
húskjallaranum eftir sumarlangt
hlé.
Hvernig gengur þessi spuna
aðferð fyrir sig?
„Við fáum orð úr sal og út frá
því búum við til hálftíma spuna.
Við vitum aldrei hvað við erum að
fara að segja eða hvað við erum
að fara að gera. Þetta er hættu
legt sport, maður er berskjaldað
ur fyrir framan áhorfendur sem
fylgjast með en markmiðið er að
útkoman sé eins og allt sé skrifað
fyrirfram,“ segir Steiney.
„Sumir halda að það sé óþægi
legt að koma að sjá okkur, halda
að við séum að fá áhorfendur upp á
svið og svoleiðis en það er alls ekki
þannig og við erum orðin drullu
góð í þessu,“ segir hún sposk.
Viður kennir samt að það taki á
taugarnar að hafa ekki nokkra
hugmynd um hvað á að segja eða
gera á hverju augnabliki, fyrir
framan fullan sal af fólki.
„Þetta er stress, en skemmti
legt fyrir áhorfendur. Þó við
kveljumst á sviðinu þá á þeim að
líða vel. Samspilið við áhorfend
ur skiptir miklu máli, ef fólk hlær
að einhverju grípum við það og
tökum það lengra. Það verður til
miklu nánara samband milli áhorf
enda og okkar á sviðinu. Áhorfend
ur vita að við vitum ekkert hvað
við ætlum að gera, þeir fylgjast
með okkur mála okkur út í horn
og aftur til baka. Það verða miklu
meiri töfrar fyrir vikið. Við notum
einnig mismunandi form, Har
aldurinn er eitt, Söngleikjaspuni
annað og svo kallast eitt formið
Martröð leikarans. Þá fáum við
leikara til að mæta og flytja texta
úr sýningu sem hann er í, á móti
spunaleikara sem veit ekki um
hvað sýningin er en þarf að giska
á sínar línur. Hilmir Snær og Jó
hanna Vigdís mæta í Martröðina
í kvöld og þá mætir Aron Mola
Snapchatmeistari og segir sann
ar sögur úr eigin lífi út frá orði úr
sal sem við spinnum svo sýningu
út frá. Það er eitt að geta leikið en
góður spunaleikari þarf að vera
snöggur að hugsa til þess að geta
látið allt saman ganga upp.“
Sýningar Improv Ísland fara
fram alla miðvikudaga og föstu
daga í október og nóvember.
Spuni er
hættulegt
Sport
Steiney Skúladóttir leikkona hefur ekki
hugmynd um hvað hún ætlar að segja eða
gera á sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.
Improv Ísland hefur hafið sýningar aftur.
ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út
þriðjudaginn 22. nóvember.
Áhugasamir hafi samband við:
Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum.
Jón Ívar Vilhelmsson
Sími/Tel:
+354 512-5429
jonivar@365.is
Jóhann Waage
Sími/Tel:
+354 512-5439
johannwaage@365.is
Atli Bergmann
Sími/Tel:
+354 512-5457
atlib@365.is
Ólafur H. Hákonarson
Sími/Tel:
+354 512-5433
olafurh@365.is
Sumir halda að
það sé óþægilegt
að koma að sjá okkur,
halda að við séum að fá
áhorfendur upp á svið og
svoleiðis en það er alls
ekki þannig. Steiney Skúladóttir
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
D
0
-2
E
5
4
1
A
D
0
-2
D
1
8
1
A
D
0
-2
B
D
C
1
A
D
0
-2
A
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K