Fréttablaðið - 05.10.2016, Síða 6

Fréttablaðið - 05.10.2016, Síða 6
Steinþór H. Steinþórsson og Sigríður Erna Valgeirsdóttir Kaupum Bleiku slaufuna #fyrirmömmu BLEIKASLAUFAN.IS ÞÆR HAFA ALLTAF VERIÐ TIL STAÐAR FYRIR OKKUR  Páfinn fór á skjálftasvæði Frans páfi heilsaði upp á slökkviliðsmenn í bænum Amatrice á Ítalíu í gær og hitti einnig fólk sem lifði af jarðskjálftann sem varð þar 24. ágúst síðastliðinn. Alls létu 293 lífið í skjálftanum. Fréttablaðið/EPa Vinnumarkaður Mikilvægt er að mati meirihluta fjárlaganefndar að afgreiða lagafrumvarp Bjarna Bene­ diktssonar um Lífeyrissjóð starfs­ manna ríkisins þótt óánægju gæti meðal stórra stéttarfélaga. Forsvars­ menn stéttarfélaga komu fyrir fjár­ laganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir telja frumvarpið ekki endurspegla samkomulagið sem undirritað var milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðar­ lega fjármuni er að ræða. Guðlaugur Þór Þórðarson segir samkomulag milli aðila hafa verið nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð á óvart, þetta viðhorf stéttarfélag­ anna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“ segir Guðlaugur. „Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin en kemur líklega til vegna þess hve seint frumvarpið kemur fram,“ segir Vigdís Hauks­ dóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þetta er tímamótasamkomulag og það þarf að stoppa upp í þetta gat. Ríkið er að koma með inn í þetta um eitt hundrað milljarða króna sem er engin smáupphæð sem hægt er að færa inn í kerfið. Ef einhver annar verður við völd eftir kosningar veldur þetta fjármagn freistnivanda til að nota í eitthvað allt annað.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir mjög ólíklegt að málið fari í gegnum fjárlaganefnd án þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Hún segir skýringar stóru stéttarfélaganna ítarlegar og sýna að það þurfi að gera breytingar á frumvarpinu. Einnig bendir hún á að fjármagnið glatist ekki við að fresta þessu fram yfir ára­ mót. „Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra fara með þetta áfram óbreytt því þá kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við munum spyrna við fótum í stjórnar­ andstöðu verði ekki gerðar breyting­ ar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að hann vilji gera þetta í sátt og því mun hann að öllum líkindum fara eftir þessum tilmælum,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór segir það skipta miklu máli að klára málið á þessu þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn til að fara í þetta stóra verkefni og að hann lokist um áramót. Því hljóti það að vera keppikefli að ráðast í þetta á þessu þingi og leyfa málinu að fara í gegnum þingið. „Með langtímaáætl­ un í ríkisfjármálum má ekki vera með halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil. Nú erum við með nokkur hundruð milljarða afgangs og því mögulegt að veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji fyrir því að skorið verði niður á næstu árum til að gera þetta.“ sveinn@frettabladid.is Mikilvægt að klára málið á þessu þingi Þingmaður VG telur það einsýnt að gera þurfi breytingar á lífeyrissjóðafrum- varpinu og koma til móts við óánægjuraddir. Meirihluti fjárlaganefndar telur mikilvægt að frumvarpið klárist fyrir þinglok svo hægt sé að veita fé í verkið. Guðlaugur Þór Þórðarson Vigdís Hauksdóttir bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Fjölmiðlar Skipuð verður þverpóli­ tísk nefnd sem á að gera úttekt á stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í ljósi aðstæðna á auglýsingamarkaði, tæknibreytinga á undanförnum árum og aukinnar sóknar erlendra aðila inn á íslenskan fjölmiðlamarkað. Nefndin á að skila tillögum um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi til fjármála­ og efna­ hagsráðherra og mennta­ og menn­ ingarmálaráðherra fyrir 15. febrúar. Í greinargerð kemur fram að vís­ bendingar séu um að auglýsinga­ markaðurinn hér á landi hafi ekki vaxið sem skyldi þrátt fyrir batnandi efnahag þjóðarinnar, m.a. þar sem sífellt stærri hluti auglýsingafjár sé notaður til að kaupa auglýsingapláss hjá erlendum stórfyrirtækjum á borð við Facebook og Google. Óformlegar athuganir í Danmörku benda til þess að allt að 20 prósentum auglýsinga­ fjár danskra auglýsenda sé ráðstafað til erlendra aðila. – bbh 20 prósent auglýsinga fara til Facebook og Google 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m i ð V i k u D a G u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 0 -2 4 7 4 1 A D 0 -2 3 3 8 1 A D 0 -2 1 F C 1 A D 0 -2 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.