Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 8
Ráðstefna í HR, 6. október kl. 9-12 í stofu V102
ÚTHAFIÐ Á NORÐURSLÓÐUM
Sameiginlegir hagsmunir í Norður-Íshafi
Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Sýnt verður beint frá fundinum á vefslóðinni:
http://livestream.com/ru/arctichighseas
Frekari upplýsingar um viðburðinn og dagskrána má finna á hr.is.
#ArcticHighSeasRU
Háskólinn í Reykjavík og Pan-Arctic Options bjóða til ráðstefnu
um málefni Norður-Íshafsins og tækifæri og hættur sem
loftslagsbreytingar leiða af sér á svæðinu.
DAGSKRÁ
Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, býður gesti velkomna
Erindi:
– Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Íslands
– Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrv. forseti Íslands
– Paul Arthur Berkman, prófessor við Tufts-háskóla og forstöðumaður Arctic Futures
Inititative við International Institute of Applied Systems Analysis, Austurríki
Fundarstjóri:
Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Pallborðsumræður:
– Robert Cushman Barber, sendiherra
Bandaríkjanna
– Herbert Beck, sendiherra Þýskalands
– Hannu Halinen, fyrrv. sendiherra Finnlands
fyrir Norður-heimskautið
– Bosse Hedberg, sendiherra Svíþjóðar
– Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs
– Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands
– Michael Nevin, sendiherra Bretlands
– Inuuteq Holm Olsen, fulltrúi Grænlands við
sendiráð Danmerkur í Bandaríkjunum
– Bob Paquin, forstöðumaður Canadian
International Arctic Centre
– Anton Vsevolodovich Vasiliev,
sendiherra Rússlands
– Weidong Zhang, sendiherra Kína
Landbúnaður Unnið er að breyt-
ingu á reglugerð um sölu afurða
beint frá býli þannig að þeir bændur
sem framleiða lítið og eru með tak-
markaða dreifingu fái svigrúm frá
regluverkinu. Matvælastofnun
vakti athygli á því fyrir helgi að sala
afurða beint frá býli sé starfsleyfis-
skyld enda kveða matvælalög skýrt
á um að hver sá sem dreifir matvæl-
um skuli hafa leyfi yfirvalda til þess,
annaðhvort frá Matvælastofnun
eða heilbrigðiseftirliti viðkomandi
sveitarfélags.
Mikil aukning hefur orðið á sölu
matvæla beint frá býli að undan-
förnu og segir Þorgrímur Einar Guð-
bjartsson, formaður samtakanna
Beint frá býli, að regluverkið sé ekki
íþyngjandi og flestir sem sæki um
starfsleyfi fái það. „Það þarf að vera
eitthvað mikið að til að viðkomandi
fái ekki leyfið. Nýju reglurnar áttu
að taka gildi þann 1. júlí en ég veit
að það hefur ekki enn orðið af því.“
Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðu-
maður um neytendavernd hjá
MAST, segir að umræðan í þjóð-
félaginu hafi verið hávær um að
bændur ættu að geta selt kjöt beint
til neytenda.
„Við vildum vekja athygli á starfs-
leyfinu með þessari tilkynningu.
Reglugerðin er í umsagnarferli og
þar erum við að skilgreina litlar
matvælavinnslur og veitum undan-
þágur frá meginkröfum í hollustu-
háttalöggjöfinni. Það er verið að
skilgreina lítil fyrirtæki sem er þá
aukabúgrein. Það er verið að gera
þeim auðveldara fyrir. MAST benti
á að 300 kíló á viku væri hæfilegt en
Beint frá býli skrifaði okkur athuga-
semd og vildi fjórfalda það magn.
Þegar er verið að framleiða 1.200 til
1.500 kíló á viku er það orðið meira
en lítil vinnsla.“
benediktboas@frettabladid.is
Breyta reglum
fyrir litla
framleiðendur
Litlir matvælaframleiðendur fá nokkrar undan-
þágur frá reglum um hollustuhætti. Litlir framleið-
endur mega framleiða 300 kíló á viku en Beint frá
býli vildi að talan yrði 1.200 til 1.500 kíló á viku.
Tilgangur matvælalaga er að tryggja neytendum örugg matvæli eins og kostur er.
HúsnæðismáL Samfylkingin hyggst
greiða vaxtabætur fyrirfram til
næstu fimm ára í þeim tilgangi að
styrkja fólk til íbúðakaupa. Tillagan
gerir ráð fyrir að sambúðarfólk geti
fengið 3 milljónir, einstætt foreldri
2,5 milljónir og einstaklingar 2
milljónir. Einungis þeir sem eiga
ekki íbúð eiga rétt á vaxtabótum, en
vaxtabótakerfið tekur bæði mið af
tekjum og eignum. Þetta var kynnt
á blaðamannafundi sem Samfylk-
ingin hélt í Norræna húsinu í gær,
en úrræðið er nefnt „Forskotið“ af
flokknum.
Fram kom á fundinum að um 15
þúsund einstaklingar á aldrinum
20-39 ára eiga ekki fasteign og er
úrræðinu því ætlað að styrkja þenn-
an hóp til að kaupa íbúð. Að sögn
Oddnýjar Harðardóttur, formanns
Samfylkingarinnar, verður ekki um
mikinn kostnaðarauka að ræða fyrir
ríkissjóð, en 6,2 milljörðum króna
var varið í vaxtabætur á þessu ári
samkvæmt fjárlögum. Vaxtabætur
geta nú orðið að hámarki 600 þús-
und krónur fyrir sambúðarfólk, 500
þúsund fyrir einstætt foreldri og 400
þúsund fyrir einstaklinga.
„Ef við miðum við núverandi
launa- og eignamörk og segjum að
við séum með 250 pör og 250 ein-
staklinga sem búa í heimahúsum, þá
myndi þessi leið kosta 1,2 milljarða
auka miðað við það sem nú er,“
segir Oddný.
Samhliða þessu hyggst Sam-
fylkingin efla leigumarkaðinn. „Við
viljum greiða stofnstyrki með 1.000
leiguíbúðum á ári næstu fjögur árin
og með 1.000 námsmannaíbúðum á
öllu landinu,“ segir Oddný.
„Það er bráðavandi á húsnæðis-
markaði núna og þess vegna setjum
við fram þessa leið að veita ungu
fólki forskot. Á sama tíma munum
við byggja upp heilbrigðan leigu-
markað þannig að hann verði val-
kostur.“ – hlh
Vaxtabætur fyrirfram til íbúðakaupa
Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnir tillögurnar í Norræna
húsinu í gær. MyNd/SaMfylkiNgiN.
Það er verið að
skilgreina lítil
fyrirtæki sem er þá auka-
búgrein. Það er verið að gera
þeim auðveld-
ara fyrir.
Dóra S. Gunnars-
dóttir, forstöðu-
maður um neyt-
endavernd hjá MAST
Breytingarnar
l Mega vinna matvæli tvo til þrjá
tíma á dag.
l Klósett þurfa ekki að vera bein-
tengd vinnsluhúsnæði.
l Það má fara með mat í reykingu
úr vinnslu í reykkofa.
l Það má nota efni sem eru ekki
viðurkennd í matvinnslu í reyk-
kofa.
l Það þarf ekki sér búningsher-
bergi.
l Það má nota sama rými fyrir
hrátt og soðið með aðskilnað í
tíma.
samféLag Bæjarráð Fjallabyggðar
hefur óskað eftir því að fulltrúar Arion
banka mæti á næsta fund bæjarráðs og
fari yfir núverandi stöðu mála. Bæjar-
ráðið er ósátt við uppsagnir á 6,4 stöðu-
gildum í útibúum bankans í Fjalla-
byggð. „Þessar uppsagnir eru þvert á
þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn
gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra
við yfirtöku Arion banka á Afli-Spari-
sjóði á Siglufirði,“ segir í fundargerð
bæjarins.
Þann 28. september tilkynnti Ari on
banki að 46 starfsmönnum hefði verið
sagt upp. Þar af störfuðu 27 í höfuð-
stöðvum bankans og 19 á öðrum starfs-
stöðvum. „Niðurskurður stöðugilda í
Fjallabyggð er þriðjungur í stöðugilda-
fjölda bankans í uppsögnum á lands-
byggðinni og er mikil blóðtaka fyrir
samfélag eins og Fjallabyggð,“ segir
ennfremur í fundargerðinni. – bbh
Arion sveik
loforð við
Fjallabyggð
Vísindi Japaninn Yoshinori Ohsumi
hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis-
fræði í ár fyrir rannsóknir sínar á
sjálfsáti frumna.
Sænska Nóbelsnefndin skýrði frá
þessu í gær. Sjálfur sagðist Ohsumi
vera undrandi þegar hann fékk frétt-
irnar.
Svonefnt sjálfsát er grundvallar-
þáttur í starfsemi frumna, sem gerir
þeim kleift að losa sig við og endur-
nýta hluta af sjálfum sér.
Fari eitthvað úrskeiðis í þessu ferli
getur það orsakað sykursýki, Parkin-
sonsveiki og fleiri sjúkdóma, jafnvel
krabbamein.
Rannsóknir sem Ohsumi gerði
fyrir um aldarfjórðungi juku mjög
skilning manna á þessu. Hann fann
meðal annars út hvaða gen stjórna
sjálfsátinu og síðar kom í ljós að
stökkbreytingar í þessum genum
geta valdið sjúkdómum af ýmsu
tagi.
Ohsumi er 25. Japaninn sem hlýtur
Nóbelsverðlaun. Þau verða að venju
afhent í Stokkhólmi í desember. – gb
Fær Nóbel fyrir
rannsóknir á
sjálfsáti frumna
Þann 28. september
tilkynnti Arion banki að 46
starfsmönnum yrði sagt upp.
5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m i ð V i k u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
0
-3
8
3
4
1
A
D
0
-3
6
F
8
1
A
D
0
-3
5
B
C
1
A
D
0
-3
4
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K