Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 10
skipulagsmál „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merki- legu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guð- mundsson, listamaður á Húsafelli. Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland- Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirs- syni, sem keypti gamla Húsafellsbæ- inn á árinu 2009 og rekur þar gisti- heimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndar- innar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og Deilur á Húsafelli um nýtt legsteinasafn Byggingarleyfi húss undir legsteinasafn Páls á Húsafelli var ekki fellt úr gildi af úrskurðarnefnd eins og eigandi gamla Húsafellsbæjarins krafðist. Hann sér fyrir sér átroðning og tekjumissi og kærir niðurstöðuna. Virðing fyrir sögunni er mikilvægari en peningar, segir Páll. Frá yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis Framboðsfrestur til alþingiskosninga 29. október 2016 rennur út kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 14. október 2016. Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis tekur á móti framboðslistum fimmtudaginn 13. október 2016, kl. 13:00-15:00 í dómssal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4, 2. hæð, Selfossi. Á framboðslistum skulu vera nöfn 20 frambjóðenda, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Listanum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá fylgir skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er borinn fram frá kjósendum í Suðurkjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera að lágmarki 300 en 400 að hámarki. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista, á tölusettum blaðsíðum í framhald­ andi röð. Til að flýta yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.island.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans, hverjir tveir menn séu umboðs­ menn listans í kjördæminu. Yfirstjórn Suðurkjördæmis 4. október 2016 Karl Gauti Hjaltason, oddviti Ólafía Ingólfsdóttir, Unnar Þór Böðvarsson, Óskar Þórmundsson, Björn Þór Jóhannesson. hann verði af miklum tekjum. „Jafn- framt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safn- gesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og tals- maður Sæmundar, segir að niður- staða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Borgarbyggð, sem gaf út byggingar- leyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóða- mörkum og heiti húsa á lóð- unum. Páll segir safn- ið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsa- felli. „Einn steinn- inn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í högg- myndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ gar@frettabladid.is Páll Guðmundsson á Húsafelli í grunni nýja legsteinasafnins. Gistiheimilið í gamla bænum í baksýn. Fréttablaðið/VilHelm Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags borg- nesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu. Fréttablaðið/VilHelm legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýr- gripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli. bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn. Fréttablaðið/VilHelm Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeð- urnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru. Páll Guðmundsson 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m i Ð V i k u D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 0 -3 3 4 4 1 A D 0 -3 2 0 8 1 A D 0 -3 0 C C 1 A D 0 -2 F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: