Fréttablaðið - 05.10.2016, Side 6
Steinþór H. Steinþórsson og Sigríður Erna Valgeirsdóttir
Kaupum Bleiku slaufuna #fyrirmömmu
BLEIKASLAUFAN.IS
ÞÆR HAFA ALLTAF VERIÐ
TIL STAÐAR FYRIR OKKUR
Páfinn fór á skjálftasvæði
Frans páfi heilsaði upp á slökkviliðsmenn í bænum Amatrice á Ítalíu í gær og hitti einnig fólk sem lifði af
jarðskjálftann sem varð þar 24. ágúst síðastliðinn. Alls létu 293 lífið í skjálftanum. Fréttablaðið/EPa
Vinnumarkaður Mikilvægt er að
mati meirihluta fjárlaganefndar að
afgreiða lagafrumvarp Bjarna Bene
diktssonar um Lífeyrissjóð starfs
manna ríkisins þótt óánægju gæti
meðal stórra stéttarfélaga. Forsvars
menn stéttarfélaga komu fyrir fjár
laganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu
afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir
telja frumvarpið ekki endurspegla
samkomulagið sem undirritað var
milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðar
lega fjármuni er að ræða.
Guðlaugur Þór Þórðarson segir
samkomulag milli aðila hafa verið
nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð
á óvart, þetta viðhorf stéttarfélag
anna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“
segir Guðlaugur.
„Þessi gagnrýni er nokkuð seint
fram komin en kemur líklega til
vegna þess hve seint frumvarpið
kemur fram,“ segir Vigdís Hauks
dóttir, formaður fjárlaganefndar.
„Þetta er tímamótasamkomulag og
það þarf að stoppa upp í þetta gat.
Ríkið er að koma með inn í þetta um
eitt hundrað milljarða króna sem er
engin smáupphæð sem hægt er að
færa inn í kerfið. Ef einhver annar
verður við völd eftir kosningar veldur
þetta fjármagn freistnivanda til að
nota í eitthvað allt annað.“
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir
mjög ólíklegt að málið fari í gegnum
fjárlaganefnd án þess að breytingar
verði gerðar á frumvarpinu. Hún
segir skýringar stóru stéttarfélaganna
ítarlegar og sýna að það þurfi að gera
breytingar á frumvarpinu. Einnig
bendir hún á að fjármagnið glatist
ekki við að fresta þessu fram yfir ára
mót.
„Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra
fara með þetta áfram óbreytt því þá
kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við
munum spyrna við fótum í stjórnar
andstöðu verði ekki gerðar breyting
ar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að
hann vilji gera þetta í sátt og því mun
hann að öllum líkindum fara eftir
þessum tilmælum,“ bætir hún við.
Guðlaugur Þór segir það skipta
miklu máli að klára málið á þessu
þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn
til að fara í þetta stóra verkefni og að
hann lokist um áramót. Því hljóti það
að vera keppikefli að ráðast í þetta á
þessu þingi og leyfa málinu að fara í
gegnum þingið. „Með langtímaáætl
un í ríkisfjármálum má ekki vera með
halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil.
Nú erum við með nokkur hundruð
milljarða afgangs og því mögulegt að
veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef
við gerum þetta ekki núna gerum við
þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji
fyrir því að skorið verði niður á næstu
árum til að gera þetta.“
sveinn@frettabladid.is
Mikilvægt að klára
málið á þessu þingi
Þingmaður VG telur það einsýnt að gera þurfi breytingar á lífeyrissjóðafrum-
varpinu og koma til móts við óánægjuraddir. Meirihluti fjárlaganefndar telur
mikilvægt að frumvarpið klárist fyrir þinglok svo hægt sé að veita fé í verkið.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Vigdís
Hauksdóttir
bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
Fjölmiðlar Skipuð verður þverpóli
tísk nefnd sem á að gera úttekt á stöðu
einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í
ljósi aðstæðna á auglýsingamarkaði,
tæknibreytinga á undanförnum árum
og aukinnar sóknar erlendra aðila inn
á íslenskan fjölmiðlamarkað.
Nefndin á að skila tillögum um
breytingar á lögum og/eða aðrar
nauðsynlegar aðgerðir til að bæta
rekstrarumhverfi til fjármála og efna
hagsráðherra og mennta og menn
ingarmálaráðherra fyrir 15. febrúar.
Í greinargerð kemur fram að vís
bendingar séu um að auglýsinga
markaðurinn hér á landi hafi ekki
vaxið sem skyldi þrátt fyrir batnandi
efnahag þjóðarinnar, m.a. þar sem
sífellt stærri hluti auglýsingafjár sé
notaður til að kaupa auglýsingapláss
hjá erlendum stórfyrirtækjum á borð
við Facebook og Google. Óformlegar
athuganir í Danmörku benda til þess
að allt að 20 prósentum auglýsinga
fjár danskra auglýsenda sé ráðstafað
til erlendra aðila. – bbh
20 prósent auglýsinga fara
til Facebook og Google
5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m i ð V i k u D a G u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
0
-2
4
7
4
1
A
D
0
-2
3
3
8
1
A
D
0
-2
1
F
C
1
A
D
0
-2
0
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K