Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.10.2016, Blaðsíða 4
18 Farandskáld Hann átti það ætíð víst ef hann settist um kyrrt og hugði sig hólpinn að fjarskinn mikli færðist ögrandi nær, og nísti hann síðast. Það deyfði sviðann að dvelja sífellt skemur í sama stað, halda sem oftast heiman að og vera gestur sem víðast. 18 Farandskáld Hann átti það ætíð víst ef hann settist um kyrrt og hugði sig hólpinn að fjarskinn mikli færðist ögrandi nær, og nísti hann síðast. Það deyfði sviðann að dvelja sífellt skemur í sama stað, halda sem oftast heiman að og vera gestur sem víðast. vika 41 ljóð Samfélag Ólga er innan lögregl- unnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar  á svæðinu. Starfsandinn  er í molum og sam- skipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn eru óásættan leg. Hafa starfandi lögreglu- menn brugðið á það ráð að senda lögreglustjóranum bréf sem hann hefur ekki svarað. Á fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi í upphafi mánaðar- ins var ákveðið að senda bréfið og krefjast úrbóta þar sem starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið væru í ólestri. Bréfið má sjá hér til hliðar. Var óskað eftir því að lögreglustjór- inn, Páll Björnsson, myndi svara bréf- inu efnislega og koma með tillögur að úrbótum fyrir 25. október. Ekkert bólaði á svarinu í gær. Mikil umræða hefur verið um lög- gæslumál á Norðvesturlandi þar sem fáir eru á vakt enda svæðið stórt og víðfeðmt. Í sumar, þegar bifreið fór í sjóinn á Hvammstanga með þeim afleiðingum að maður drukknaði, tók það lögregluna tvær klukkustundir að koma á staðinn. Nú eru lögreglu- menn úr umdæminu á námskeiði í Reykjavík og á meðan er undir- mannað á vöktum á svæðinu. Einn lögreglumaður er á Sauðárkróki og annar á vakt á Blönduósi. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki og for- maður bæjarráðs Skagafjarðar, vék af fundi þegar umræða um stjórnun embættisins fór fram. „Ég vék af fundi til þess að menn gætu rætt þetta opin- skátt. Ég er yfirlögregluþjónn á svæð- inu og því þótti mér réttara að víkja af fundi,“ segir Stefán Vagn. Undir bréfið sem sent var Páli, skrifuðu þeir Vilhjálmur Stefánsson og Pétur Björnsson sem er formaður lögreglufélagsins á Norðvesturlandi. Pétur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið vegna bréfsins. Hann taldi eðlilegt að ræða það fyrst við lögreglustjórann á svæðinu áður en það yrði rætt í fjöl- miðlum. Ekki náðist í Pál Björnsson lög- reglustjóra þar sem hann er í fríi erlendis. sveinn@frettabladid.is Starfsandinn er í molum hjá lögreglunni á Norðvesturlandi Lögreglumenn hafa sent lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra bréf þar sem þeir óska eftir úrbótum. Starfsandi í molum og samskipti stjórnenda við lögreglumenn óásættanleg að þeirra mati. Bréfið í heild Félagsfundur- inn haldinn þann 6.10. 2016 sendir lögreglu- stjóra eftir- farandi erindi: „Eins og lögreglustjóra er kunnugt um er starfsandi vegna stjórnunarhátta við embættið í miklum ólestri og því óskum við eftir því að lögreglustjóri bregðist við því sem allra fyrst. Fundurinn hefur áhyggjur af því að félagsmenn séu farnir að leita sér að öðrum störfum. Óskum við eftir tillögum að úrlausnum sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir 25. október næst- komandi,“ kveðja F.h. félagsfundar Vilhjálmur Stefánsson, gjaldkeri LNV Pétur Björnsson, formaður LNV Sjávarútvegur Samtök fiskfram- leiðenda og útflytjenda (SFÚ) fagna fullyrðingu Heiðrúnar Lindar Mar- teinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), um að skiptaverð fisks í bein- um viðskiptum  eigi að vera  sam- bærilegt við fiskmarkaðsverð vegna reikniformúlu skiptaverðsins. Ummælin lét hún falla í viðtali við Fréttablaðið í gær. Í fréttatilkynningu sinni segist SFÚ fagna nýjum upplýsingum. „Þær gefa tilefni til að álykta að engin fyrirstaða geti lengur staðið í vegi þess að gengið verði að hug- myndum SFÚ og kröfum sjómanna um að eitt fiskverð skuli gilda um öll viðskipti með fisk í landinu.“ Þá segir enn fremur að slík breyting myndi höggva á hnútinn í kjara- deilu sjómanna og skapa íslenskum neytendum réttlátara verð á fiski. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að talsverður munur væri á skiptaverði í beinum viðskiptum og á markaðsverði. – þea SFÚ fagnar fullyrðingu SFS Samfélag „Með því að hringja kirkjuklukkunum erum við að vekja athygli á ástandinu í Aleppo í Sýr- landi,“ segir Agnes M. Sigurðardótt- ir, biskup Íslands, en kirkjuklukkur landsins munu hringja í þrjár mín- útur klukkan 17.00 á hverjum degi í heila viku. Agnes segir söfnuði landsins hafa sýnt átakinu mikla velvild. „Mér rann blóðið til skyldunnar, það er ekki hægt að vita af svona hryllingi án þess að aðhafast. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um að þarna er fólk að þjást og okkur er ekki sama um það,“ segir Agnes. Hún segir að kristnu fólki beri skylda til að sýna fórnarlömb- unum í Aleppo samhug. Ákveðið var að hefja átakið í dag vegna þess að dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag og ljúka því þann 31. október, á siðbótardaginn. Átak- ið hófst í Finnlandi þann 12. október þegar Teemu Laajaselo, sóknar- prestur Kallio-kirkjunnar í Helsinki, ákvað að hringja kirkjuklukkum til að minnast hinna látnu í Aleppo. Það vakti mikla athygli og er áætl- að að rúmlega 500 kirkjur taki þátt í átakinu í dag. Þar á meðal kirkjur allra Norðurlandanna, Bandaríkj- anna, Kanada, Ástralíu og Suður- Afríku. – þh Kirkjuklukkur klingja klukkan fimm fyrir Aleppo Klukkurnar í Hallgrímskirkju munu óma til að vekja athygli á ástandinu í Aleppo. Bandaríkin Hillary Clinton, for- setaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, braut kosningalög með því að hafa samráð við sjálf- stæð samtök um það hvernig sam- tökin skyldu haga sér í kosninga- baráttu fyrir Clinton. Þetta fullyrðir blaðamaðurinn James O’Keefe sem hefur undanfarnar vikur birt mynd- bönd af starfsmönnum samtakanna Democracy Partners sem tekin voru með falinni myndavél. Í myndbandi sem birtist í gær sést framkvæmdastjóri Democracy Partners segja að Clinton hafi beðið samtökin um að mæta á kosninga- fundi Donalds Trump, frambjóð- anda Repúblikana, í Andrésar andar (e. Donald Duck) búningum og deila þannig á Trump. O’Keefe hefur verið sakaður um að klippa myndbönd sín til að sýna viðfangsefnið í óhagstæðu ljósi en neitað sök. Hann segir myndbandið sanna lögbrot Clinton en ólöglegt er fyrir frambjóðanda að hafa samráð við slík óháð samtök um kosninga- baráttu. – þea Segir Hillary Clinton brjóta kosningalög Töluverð umræða hefur verið um löggæslu á Norðvesturlandi eftir slys á Hvammstanga í sumar. FréTTAblAðið/GVA Hillary Clinton er sem stendur líklegri til að hafa betur. FréTTAblAðið/EPA 2 5 . o k t ó B e r 2 0 1 6 Þ r i Ð j u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 C -D E 2 C 1 B 0 C -D C F 0 1 B 0 C -D B B 4 1 B 0 C -D A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.