Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2016, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 25.10.2016, Qupperneq 13
Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vör­ urnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdags­ hamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmark­ aði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina við­ skiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbún­ aðarvörum í verslunum gæti sömu­ leiðis auðveldlega verið meira. Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seld­ ir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að sam­ keppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbún­ aðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þess­ ara vara án þess að vera refsað sér­ staklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvöru­ samningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfir­ lýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlags­ þróun hafði lækkað þessa múra tals­ vert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbund­ inn áratug fram í tímann. Neytend­ ur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið. Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskipta­ frelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkis­ stjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að land­ búnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tæki­ færi til þess. Þá eru miklir mögu­ leikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferða­ þjónustutengda landbúnaðarfram­ leiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undir­ strikar vel þá staðreynd að ríkis­ stjórnin gætir ekki almannahags­ muna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti. Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjart­ sýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingar orlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða mögu­ leika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjár­ hagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mann­ sæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingar­ orlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunn­ neysluviðmið sem velferðarráðu­ neytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnvið­ mið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórn­ lagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hví­ vetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldr­ ar eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstyst­ an fæðingarorlofstíma allra Norður­ landanna með níu mánuði á meðan hin löndin hafa 12­16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofs­ tímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi þrjá mánuði, faðir þrjá mán­ uði og sex mánuðir væru sameigin­ legir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni Búvörusamningur Bjarna Pawel BartoszekÞorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frambjóðendur Viðreisnar Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Eva Pandora í 1. sæti Pírata í Norðvestur- kjördæmi og nýbökuð móðir Andri Þór Sturluson í 3. sæti Pírata í Suðvesturkjör- dæmi og þriggja barna faðir Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari inn- flutning á osti. Heilbrigðismálin eru enn bit­bein í kosningabaráttu og einfaldar lausnir boðaðar án nokkurs rökstuðnings. Nokkrir stjórnmálaflokkar boða gjaldfrjálsa þ.e. „fría“ heilbrigðis­ þjónustu. Kári vill 11% af þjóðar­ tekjum í heilbrigðisþjónustuna. Fjármálaspeki mín er ekki mikil en hugstæð er setning/frasi sem oft heyrðist í dvöl minni í Banda­ ríkjunum og almenningur þekkti vel þ.e. „there is no free lunch“, sem einfaldlega má þýða: það er enginn frír (ókeypis) hádegisverður. Ein­ hver verður alltaf að borga, yfirleitt er það neytandinn eftir öðrum leiðum. Ef þessir boðberar ætla að afnema alla gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu er þeim skylt að benda á hvar eigi að draga úr öðrum útgjöldum. Alls staðar virðist vanta meira fé, svo sem í menntakerfið, löggæslu og vegamál, hvar á að draga úr? Minni menntun eða löggæslu, verri vegir? Sama er að segja um 11% hans Kára, hvar á að draga úr öðrum framlögum? Kári hefur vissulega nokkra reynslu af fjármálum með gjaldþroti fyrirtækis upp á um 40 milljarða kr. (313,9 milljónir Bandaríkjadala, (skv. Wikipedia)) eftir mikil hlutabréfakaup almenn­ ings, án þess að yfirlýstum mark­ miðum hafi verið náð. Var 800 milljóna kr. skannagjöf friðþæging? Það dugar lítið að ætla sér að ráða og reka menn úr stjórnmálum. Þegar kallað er eftir ítarlegum upplýsingum um fjármál forseta­ fjölskyldu mætti líta sér nær. Hver borgar? Birgir Guðjónsson læknir SHAREHOLDERS MEETING OF CCP HF. MEETING INVITATION A shareholders meeting of CCP hf., reg. no. 450697-3469, will be held on Tuesday 1 November 2016 at 10am at Grandagarður 8, 101 Reykjavík. The following matters will be on the agenda: 1. Proposal to reduce the share capital by cancelling 707,035 of the company’s own shares as a part of a scheme to reduce the share capital following the purchase of own shares for an amount between USD 20 and USD 25 per share 2. Proposal on amendment of the Articles of Association The board of directors proposes that Article 2.01 (2) of the Articles of Association is amended to read as follows: “The total share capital of the company is ISK 10,368,531. The Class A shares amount to ISK 8,998,677 – eight million, nine hundred ninety eight thousand six hundred seventy seven 00/100 by nominal value, and is divided into the same number of shares of 1 ISK each.” Icelandic version: “Heildarhlutafé er kr. 10.368.531. Hlutafé félagsins í A flokki er kr. 8.998.677 - krónur átta milljónir níu hundruð níutíu og átta þúsund sex hundruð sjötíu og sjö 00/100 að nafnvirði, og skiptist í jafnmarga einnar krónu hluti.” 3. Other matters The agenda and final proposals will be available at the company‘s office for shareholders to view, before the meeting. Ballots and other documents will be delivered at the place of the meeting from 9am on the day of the meeting. Reykjavík, 21 October 2016 CCP’s Board of Directors s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 2 5 . o k T ó B e R 2 0 1 6 2 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 C -E 3 1 C 1 B 0 C -E 1 E 0 1 B 0 C -E 0 A 4 1 B 0 C -D F 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.