Fréttablaðið - 02.11.2016, Page 2
Veður
Suðaustankaldi og rigning eða slydda í
dag, þurrt að mestu norðaustanlands.
Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst. sjá síðu 20
Þingflokkur Pírata kom saman í þingfundarherbergi sínu í gær, en þingflokkurinn hefur þrefaldast að stærð frá því fyrir helgi. Nýr þingmaður, Eva
Pandora Baldursdóttir, tók tveggja mánaða dóttur sína með. Sú virðist, af myndinni að dæma, hafa verið býsna þyrst. Fréttablaðið/Eyþór
samfélag „Við fáum margar fyrir-
spurnir sem hægt er að verða við
og aðrar sem ómögulegt er að gera.
Þessi beiðni var svo sjálfsögð að
þetta var minna en ekkert mál og
nærði bæði hjarta og sál,“ segir
Stefán Jakobsson, söngvari þunga-
rokkshljómsveitarinnar Dimmu
sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf
Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda
í Sjallanum á föstudag.
Ólafur Karl hlustar mikið á
íslenskt þungarokk og er með
Dimmu og Skálmöld yfirleitt í
eyrunum. Ólafur er með Vacterl-
heilkenni og hafði aldrei farið á
tónleika.
Þegar frænka hans sendi hljóm-
sveitinni fyrirspurn um hvenær
hljómsveitin ætlaði að halda tón-
leika fyrir alla aldurshópa var
svarið að þeir væru ekki á næst-
unni. „Það er alltaf á dagskrá að
halda slíka tónleika en það er
erfitt í framkvæmd. Við vorum að
spila á Akureyri þar sem Ólafur á
heima. Bubbi Morthens átti að vera
með okkur en þurfti að sitja heima
vegna veikinda. Frænka hans hafði
sagt okkur sögu Ólafs og fyrst
Bubbi var frá þurftum við að æfa
nokkur lög og tókum því volduga
hljóðprufu og buðum guttanum.
Þau komu og skemmtu sér held ég
mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir
hann og spjölluðum svo við hann
á eftir. Hann var aðeins feiminn
fyrst en lék svo á als oddi,“ segir
Stefán en Dimma gaf guttanum
nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir
fyrir hann voru litlir fyrir okkur en
gerðu mikið fyrir hann og það er
gott að geta glatt unga aðdáendur.“
Ásrún Hersteinsdóttir, móðir
Ólafs, segir hann hafa verið mik-
inn aðdáanda Dimmu fyrir en nú
Héldu einkatónleika
fyrir langveikan dreng
Þungarokkshljómsveitin Dimma spilaði sex lög fyrir átta ára aðdáanda. Gutt-
inn brosti sínu breiðasta á eftir enda hlustar hann mikið á íslenskt þungarokk.
birgir Jónsson, Silli Geirdal, ólafur og pabbi hans óskar Árnason, Stefán Jakobsson
og ingó Geirdal. Mynd/brynJa HErborG
Ólafur hlustar
mikið á íslenskt
þungarokk og ég hef
ekki tölu á því hvað
hann hefur horft oft á
Skálmöld og Sinfó
á DVD-disknum.
Hann sofnar
stundum yfir
þungarokki á
DVD.
Ásrún
Hersteinsdóttir,
móðir Ólafs Karls
sé hljómsveitin númer eitt. „Hann
er alsæll og líkti þessari upplifun
að hitta Lionel Messi. Þetta var
algjört æði og frábært framtak
hjá Dimmu. Ólafur hlustar
mikið á íslenskt þunga-
rokk og ég hef ekki tölu
á því hvað hann hefur
horft oft á Skálmöld og
Sinfó á DVD-disknum.
Hann sofnar stundum
yfir þungarokki á
DVD,“ segir hún og
hlær.
„Hann er með
Vacterl-heilkenni
sem er fjölþættur
fæðingargalli og ígrætt
nýra. Í veikindunum hefur
þungarokkið hjálpað
honum, ekki spurning.“
benediktboas@frettabladid.is
Stefán
Jakobsson
26. nóvember kl. 20.00
Jólatónleikar í Grafarvogskirkju
Miðala á miði.
Nýr þingflokkur fundar
sTjÓRNmál Benedikt Jóhannesson,
formaður Viðreisnar, segir að afar
erfitt sé að mynda ríkisstjórn án
aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Þetta
kom meðal annars fram á opnum
fundi þingflokks Viðreisnar.
„Ég fór yfir kosningarnar, aðdrag-
andann og þakkaði fólki fyrir. Síðan
fór ég yfir hvaða möguleikar eru til
stjórnarmyndunar,“ segir Benedikt.
Hann segir að sumir flokkar hafi
gefið út að þeir hafi ekki í hyggju að
starfa með þessum og hinum og það
flæki jöfnuna eilítið.
„Ég skoðaði bara stærðfræðina
þarna að baki. Hverjir geta myndað
stjórn með þessum og hverjir með
hinum,“ segir Benedikt. „Það er aug-
ljóst að þegar einn flokkur hefur
svona mikinn þingstyrk, þá er
erfitt að mynda ríkisstjórn án hans
aðkomu.“
Formaðurinn segir að lítið hafi
gerst í gær enda þótt einhverjar
þreifingar hafi átt sér stað. Þess sé
beðið að Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, veiti einhverjum
stjórnarmyndunarumboð. Heim-
ildir Fréttablaðsins herma að
hann hafi rætt við formenn minnst
þriggja stjórnmálaflokka í gær.
Umræddir formenn voru Benedikt
Jóhannesson, Bjarni Benediktsson
og Katrín Jakobsdóttir.
Líklegt þykir að forsetinn muni
liggja undir feldi fram eftir degi og
veita stjórnarmyndunarumboð
þegar líða tekur á daginn. Það gæti
þó dregist þar til á morgun. Þar er
um að ræða eldskírn Guðna Th.
Jóhannessonar í þeim efnum. – jóe
Erfitt að mynda
stjórn án D-lista
sTjÓRNmál „Ég hef sent nýjum for-
manni, Loga Einarssyni, uppsagnar-
bréf mitt enda var það alltaf svo að
framtíð mín í starfi myndi miðast við
árangur í kosningum,“ segir Kristján
Guy Burgess. Hann sagði í dag upp
sem framkvæmdastjóri Samfylking-
arinnar, ári eftir að hann hóf þar störf.
„Þetta hefur verið ævintýralegur
tími og meiri lífsreynsla en ég hefði
nokkurn tímann getað ímyndað mér
og ég er ótrúlega þakklátur fyrir sam-
starfið við fólkið sem ég hef unnið
með og kynnst í Samfylkingunni og
annars staðar í pólitíkinni,“ sagði
Kristján Guy í færslu á Fésbókarsíðu
sinni í gær. – skó
Kristján Guy
hættur störfum
Kristján Guy
burgess, fráfarandi
framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar
Það er augljóst að
þegar einn flokkur
hefur svona mikinn þing-
styrk, þá er erfitt að mynda
ríkisstjórn án hans.
Benedikt Jóhannes-
son, formaður
Viðreisnar
2 . N Ó v e m b e R 2 0 1 6 m I ð v I K u D a g u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T a b l a ð I ð
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-2
7
3
C
1
B
2
6
-2
6
0
0
1
B
2
6
-2
4
C
4
1
B
2
6
-2
3
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K