Fréttablaðið - 02.11.2016, Síða 8
Takið vel á móti
fermingarbörnunum
Þau safna fyrir
Hjálparstarf
kirkjunnar
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 12290
0
kjararáð Engin efnisleg svör hafa
borist frá kjararáði við bréfi Frétta-
blaðsins frá því 13. júlí í sumar þar
sem óskað var eftir gögnum sem
kjararáð aflaði sér og byggði á varð-
andi ákvarðanir sínar á árinu 2016.
Fréttablaðið óskaði eftir því
við Jónas Þór Guðmundsson,
formann kjararáðs, að fá afrit af
gögnum „í formi skýrslna, munn-
legra og skriflegra, af starfsmönn-
um og launagreiðendum þeirra
sem heyra undir kjararáð“ vegna
allra úrskurða ráðsins á árinu.
„Vegna sumarleyfa verður ekki
unnt að taka afstöðu til beiðn-
innar fyrr en að þeim loknum,“
segir í svari sem barst frá skrifstofu
kjararáðs 20. júlí. Síðan hefur ekk-
ert heyrst frá kjararáði þrátt fyrir
margítrekaðan tölvupóst og sím-
hringingar.
Í sumar spurðist Fréttablaðið
fyrir um það hjá Alþingi, forsætis-
ráðuneyti, fjármálaráðuneyti og
hjá kjararáði sjálfu hvort þar væri
unnið að endurskoðun launa þing-
manna og ráðherra og hvort til
væru einhver skjalfest samskipti
um það frá því næstu átján mánuð-
ina þar á undan. Forsætisráðuneyti
og Alþingi sögðu ekki svo vera en
ekki barst lokasvar frá fjármála-
ráðuneytinu.
Í frétt blaðsins 5. ágúst kom fram
að formaður kjararáðs segðist ekki
mundu tjá sig um þessa spurningu.
Má því segja að leynd hafi hvílt yfir
þessu verki. – gar
Kjararáð svarar engu og
hunsar beiðni um gögn
Jónas Þór
Guðmundsson,
formaður
kjararáðs.
Hulda
Árnadóttir, með-
limur kjararáðs.
Óskar
Bergsson, með-
limur kjararáðs.
Svanhildur
Kaaber, meðlimur
kjararáðs.
Viljálmur H.
Vilhjálmsson,
meðlimur
kjararáðs.
Þessi ákvörðun er fáránleg, gjörsam-
lega. Hvort sem ég er í forsvari fyrir
sjómenn eða bara sem Íslendingur er mér
misboðið. Við ætluðum að reyna að ná
einhverju samkomulagi og sátt um að vera
hóflegir í launahækkunum en svo koma æðstu
embættismenn sem predika yfir okkur og gefa
okkur puttann.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands
Það er ekki hægt að segja annað en
þegar maður er kýldur í magann þá
fer maður í keng. Þessi ákvörðun er alveg
makalaus og þá er ég sérstaklega að horfa til
hræsninnar í þeim aðilum sem eru að fá þessi
laun. Þingmenn hafa talað um stöðugleika, að
verðbólga verði að fara niður o.s.frv. en síðan
kemur í ljós að þessi hópur er að fá miklu hærri laun en aðrir
í þessu þjóðfélagi.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi
Það að laun ráðamanna hækki langt
umfram þær línur sem lagðar hafa
verið varðandi kjaraþróun í landinu – í nafni
stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má
ekki standa. Ég vona að allir geri sér grein
fyrir alvarleika málsins og hvað er í húfi. Í
mínum huga er samstarf stjórnvalda og verkalýðs-
hreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi ef
ekkert verður að gert. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir
tapa. Það er augljóst mál.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í bréfi til allra alþingismanna
Þegar ég sá þetta fyrst þá varð ég
orðlaus. Ég hélt að þetta væri einhver
brandari og var lengi að melta þessi tíðindi.
Þetta er í alla staði siðlaust og ógeðslegt.
Ég vil að ASÍ taki SALEK-samkomulagið og
brenni það á báli á Austurvelli. Undir þessari
ákvörðun er ekki hægt að sitja og verkalýðshreyf-
ingunni ber skylda til að segja upp samningum.
Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík
KJaramÁl
Benedikt Bóas
benediktboas@365.is
ASÍ kom saman til skyndifundar
vegna ákvörðunar kjararáðs um að
hækka laun æðstu embættismanna.
Ákvörðunin um launahækkunina til
æðstu embættismanna fór vægast
sagt illa í aðila vinnumarkaðsins og
almenning í landinu. Flest öll hags-
munasamtök sendu frá sér yfir-
lýsingu og ályktun, eins og kenn-
arar, lögreglumenn, BSRB, Samtök
atvinnulífsins og viðskiptaráð og
svona mætti lengi telja.
Í minnisblaði fundar ASÍ kemur
fram að hækkanirnar komi til við-
bótar við 7,2 prósenta launahækkun
sem kjararáð úrskurðaði þann 1.
júní sl. sem þýðir að þingfararkaup
hefur síðastliðið ár hækkað um 55
prósent, laun ráðherra um 46 pró-
sent og forseta Íslands um 29 pró-
sent.
ASÍ skoðaði einnig launaþróun
þessa hóps frá því í mars 2013, til
samræmis við SALEK-samkomu-
lagið sem byggði á sameiginlegri
launastefnu um 32 prósenta hækk-
un launa á tímabilinu frá nóvember
2013 til ársloka 2018. Þar má sjá að
þingfararkaup hefur frá árinu 2013
hækkað um 471.000 krónur eða um
75 prósent, laun forsætisráðherra
hafa hækkað um 790.733 krónur,
eða 64 prósent og laun annarra ráð-
herra um 713.667 krónur sem einnig
er 64 prósenta hækkun.
Mánaðarlaun forseta Íslands hafa
á sama tímabili hækkað um 936.771
krónu eða 46 prósent. Til saman-
burðar hefur launavísitalan, sem
gefur mynd af almennri launaþróun,
hækkað um 29 prósent frá því í mars
2013 og lægstu laun um 27 prósent.
„Undanfarið ár hefur verið unnið
að því að skapa sátt á vinnumarkaði
og leggja þannig grunn að efna-
hagslegum og félagslegum stöðug-
leika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á
Alþingi Íslendinga hafa tekið undir
þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum
vinnubrögðum við gerð kjarasamn-
inga og ítrekuðu hana m.a. í stjórn-
málaumræðum á nýafstöðnu þingi
ASÍ,“ segir meðal annars í ályktun
fundarins.
„Úrskurður kjararáðs gengur þvert
á þessa orðræðu og brýtur alvar-
lega gegn öllum skynsemisrökum.
Það er ekkert réttlæti í því að laun
þingmanna, ráðherra og æðstu
embættis manna hækki um allt að
75 prósent á þremur árum á sama
tíma og almenn laun í landinu hafa
hækkað um 29 prósent.
Ef nýkjörið Alþingi vill halda
áfram samtali um stöðugleika og
sátt á vinnumarkaði verður þingið
að koma saman nú þegar og draga
þessar hækkanir til baka. Að öðrum
kosti verður óstöðugleiki og upp-
lausn á vinnumarkaði í boði Alþing-
is,“ segir enn fremur.
Fleiri hörmuðu ákvörðun kjara-
ráðsins. Öryrkjabandalag Íslands
skorar í harðorðri yfirlýsingu á nýja
ríkisstjórn og nýkjörna þingmenn
að hafna hækkuninni.
„Ótrúleg hækkun skýtur skökku
við á meðan hópur fólks í landinu
býr við fátækt, börn líða skort og fatl-
að fólk er fast heima hjá sér og hefur
ekki tækifæri til samfélagsþátttöku
til jafns við aðra. Ákvörðunin hefur
vakið sterk viðbrögð og reiði á meðal
fjölda örorkulífeyrisþega.“
Þá krafðist stjórn VR að ákvörðun
kjararáðs verði tafarlaust dregin
til baka, Samtök atvinnulífsins og
viðskiptaráð sögðu að ákvörðunin
stuðli að upplausn á vinnumarkaði
og Landssamband lögreglumanna
lýsti einnig furðu sinni og vanþókn-
un á úrskurði og vinnubrögðum
kjararáðsins.
Skýlaus krafa að hafna
hækkunum kjararáðs
Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um
hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin
til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu.
Samninganefnd aSÍ áréttar að kjararáð sé á ábyrgð alþingis og ríkisstjórnar.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, segir fólki misboðið. Frétta-
Blaðið/anton
2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I ð v I k U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-4
9
C
C
1
B
2
6
-4
8
9
0
1
B
2
6
-4
7
5
4
1
B
2
6
-4
6
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K