Fréttablaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 ragnheiður tryggvadóttir heida@365.is „Við erum bara að flippa og ég held að það sé kannski það sem fólk elskar mest. Við tökum okkur ekki of alvarlega,“ segir óli gunnar gunnarsson, annar höfunda leikverksins stefán rís sem sýnt er í gaflaraleikhúsinu. mynd/anton „Við eigum þrjár sýningar að baki sem allar gengu afskaplega vel. Við Arnór sömdum handritið en með okkur er hópur unglinga sem mótaði sýninguna með okkur í æf- ingaferlinu og á því stóran þátt í þessu. Við fengum tvo frábæra dóma upp á fjórar og fimm stjörn- ur,“ segir Óli Gunnar Gunnars- son, einn leikara og annar höfunda verksins Stefán rís, sem sýnt er í Gaflaraleikhúsinu en verkið skrif- aði hann ásamt Arnóri Björnssyni, besta vini sínum og frænda. Þeir félagar slógu í gegn fyrir tveimur árum með leikrit sitt Unglinginn og gáfu í fyrra einnig út bók, Leitin að tilgangi unglings- ins. Verkið Stefán rís er að hluta byggt á bókinni. „Það er samt ekkert úr leikrit- inu Unglingnum í Stefán rís. Verk- ið fjallar þó um ungling, strák í tí- unda bekk, sem er ástfanginn. Þetta er erfiður tími fyrir marga og því tengir fólk við þetta. Verk- ið er fyrst og fremst ástarsaga en að auki fjallar sýningin um okkur tvo að skrifa leikritið.“ Ástarsaga unglings. Byggið þið verkið á eigin reynslu? „Allar góðar sögur hljóta að vera sannar að einhverju leyti,“ segir Óli Gunnar sposkur. „Aðal- lega er þetta samt skáldsaga en kannski setjum við margt úr okkar eigin reynslu inn í leikritið án þess endilega að fatta það,“ bætir hann við. Hann segir að þeim félögum líði vel á sviði og þeir þekki ekki sviðskrekk „Það var smá stress í okkur þegar fór að líða að frumsýning- unni. Það tók nefnilega talsverðan tíma að setja verkið allt saman og við vorum ekki komin með endinn fyrr en viku fyrir frumsýningu! En það reddaðist að sjálfsögðu, eins og við vissum svo sem alltaf. Það var því enginn sviðskrekkur þegar kom að sýningunni,“ segir Óli Gunnar og kemur því ekki á óvart að hann stefnir ótrauður á leiklistarnám þegar hann hefur lokið Versló. „Ég stefni pottþétt á leiklistar- nám í framtíðinni, annaðhvort hér heima eða í útlöndum. Það að geta skapað finnst mér heillandi við leiklistina.“ Þið eruð þá þokkalega vel á veg komnir, með tvö leikrit og eina skáldsögu á ferilskránni? „Jú, við gerum okkur alveg grein fyrir því að það er frek- ar gott. En við erum samt aldr- ei að reyna neitt. Við erum bara að flippa og ég held að það sé kannski það sem fólk elskar mest. Við tökum okkur ekki of alvarlega. Við erum bara tveir unglingar að skrifa það sem okkur dettur í hug.“ Hvað ertu að fást við annað? Gefst einhver tími til annars en að leika? „Ég er í vídeónefndinni Rjóm- anum í Versló og svo er ég bara að læra og slaka á. Mér finnst ein- mitt mjög mikilvægt að slaka á þar sem ég hef eiginlega engan tíma til þess.“ Tökum okkur ekki oF alvarlega óli gunnar gunnarsson er annar höfunda leikritsins Stefán rís sem nú er sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Hann þekkir ekki sviðskrekk þó stress fylgi stundum leiklistinni og stefnir á leiklistarnám í framtíðinni. ParisarTizkan SKIPHOLTI 29B 20% AFSLÁTTUR AF BUXUM LAGERHREINSUN/STÆRÐIR 34-50 BUXNADAGAR 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G A r b l A Ð v I Ð b U r Ð I r 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 6 -2 C 2 C 1 B 2 6 -2 A F 0 1 B 2 6 -2 9 B 4 1 B 2 6 -2 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.