Fréttablaðið - 02.11.2016, Síða 28

Fréttablaðið - 02.11.2016, Síða 28
Svipmynd IngIbjörg Ásdís ragnarsdóttIr „Starfið leggst rosalega vel í mig, það er mikil samkeppni á markaðnum en tækifærin á sama tíma mörg og spennandi. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu og erum með þráðlaust net í öllum okkar vélum, Vildar- punktasöfnun, afþreyingarkerfi fyrir alla fjölskylduna og glæsi- legt úrval áfangastaða, en á næsta ári bætast við tvær stórborgir sem henta Íslendingum afar vel, þær Tampa og Philadelphia.“ Þetta segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir sem tók í gær við stöðu svæðisstjóra fyrir Icelandair á Íslandi. „Við skiptum markaðnum upp í fimm svæði, Norður-Ameríku, Vest- ur-Evrópu, Skandinavíu, Ísland auk GSA-svæða fyrir Suður- og Austur- Evrópu, Asíu, Mið-Austurlönd, Afríku og Suður-Ameríku. Þetta er ábyrgð og rekstur á sölusvæðinu, innleiðing og eftirfylgni á sölu- stefnu, markaðs- og fjármálaáætl- anir og svo framvegis.“ Ingibjörg Ásdís lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað í tólf ár hjá Icelandair, nánast allan feril sinn. Áður starfaði hún hjá Air Atlanta og hjá Vodafone. „Maður bara elskar fyrirtækið og ég hef alltaf verið með flugbakteríuna. Ég vann sem flugfreyja á sumrin samhliða námi og eftir að ég lauk prófi í viðskiptafræði fór ég að vinna sem verkefnastjóri vef- og markaðs- mála árið 2005,“ segir Ingibjörg. Frá 2007 til 2010 sá hún um samninga og samskipti við fjármálastofnanir og banka fyrir hönd Icelandair Saga Club, og hefur starfað sem forstöðu- maður yfir Customer Loyalty síðan 2010. „Það er nóg að gera í vinnunni, þetta er fjölbreytt starf sem tekur á svo mörgu. Íslendingar elska líka að ferðast, þannig að þessi flugbaktería er rótgróin í okkur. Það sýnir sig líka í því þegar við erum að auglýsa eftir starfsmönnum hversu margir sækja um, það vilja svo margir vinna við flugið,“ segir Ingibjörg Ásdís. Ingibjörg Ásdís er í sambandi með Ragnari Ágústssyni og á hún tvö börn og hann tvö börn sem eiga hug þeirra allan. Utan vinnunnar eyðir hún tíma með fjölskyldunni og sinnir líkamsrækt. „Helst núna á dagskrá eru kraftlyftingar, ég er að æfa hjá honum Ingimundi úti á Nesi og hef verið þar í eitt ár. Ég var að lyfta fyrir mörgum árum síðan og langaði alltaf að byrja aftur. Þetta er að mínu mati frábær hreyfing og gott að komast þangað til að fá útrás. Blanda þessu saman við hot yoga sem er mjög góð blanda, sér- staklega í kuldanum.“ Ingibjörg Ásdís stefnir líka á að skíða í vetur. „Við ætlum bæði á skíði innanlands og utan, það er verið að stefna á Akureyri og Denver í Colorado með skíðin í vetur. Við veljum að sjálfsögðu þá áfangastaði sem Icelandair flýgur til,“ segir hún kímin. saeunn@frettabladid.is  Kraftlyftingakona sem skíðar Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir er nýr svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi. Hún segist vera með flugbakteríuna en hún hefur starfað hjá Icelandair í tólf ár, fyrst sem flugfreyja og nú síðast sem yfirmaður Customer Loyalty. Utan vinnunnar stundar hún kraftlyftingar, rennir sér á skíðum og nýtur þess að vera með fjölskyldunni. Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2004. FRéttablaðIð/GVa Það er nóg að gera í vinnunni, þetta er fjölbreytt starf sem tekur á svo mörgu. Íslendingar elska líka að ferðast, þannig að þessi flugbaktería er rótgróin í okkur. Ragnheiður E. Stefánsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykja- víkurborgar. Hún hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í um þrjátíu ár, meðal annars sem stjórnandi, fræðslustjóri, jafnréttisráðgjafi, mannauðsráðgjafi og starfsmanna- stjóri, lengst af hjá ÍTR en hjá SFS frá stofnun sviðsins. Í maí síðast- liðnum tók Ragnheiður við starfi mannauðsstjóra á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Mannauðsstjóri hjá borginni ragnheIður e. stefÁnsdóttIr Flosi Eiríksson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri á sviði ráðgjafar og fræðslu hjá Íslandsstofu. Fram kemur í tilkynningu að hann mun starfa með íslenskum fyrirtækjum að margvíslegum verkefnum við erlenda markaðsókn. Undanfarin 10 ár hefur Flosi starfað hjá KPMG, síðast sem verkefnastjóri í við- skiptaþróun og tengslum. Flosi er viðskiptafræðingur að mennt. – sg Til Íslandsstofu flosI eIríksson erla ósk ÁsgeIrsdóttIr Erla Ósk Ásgeirsdóttir var kjörin stjórnarformaður Félagsstofn- unar stúdenta (FS) á stjórnarfundi stofnunarinnar 28. október 2016, Erla Ósk tekur við af Davíð Gunn- arssyni, framkvæmdastjóra Dohop, sem stýrt hefur stjórninni undanfar- in átta ár. FS er sjálfseignarstofnun sem á og rekur 19 Stúdentagarða sem hýsa um 1.800 stúdenta. Stofn- unin rekur jafnframt Bóksölu stúd- enta, Kaffistofur stúdenta, þrjá Leik- skóla stúdenta, Stúdentamiðlun, Stúdentakjallarann, Hámu, Hámu heimshorn, Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta. – sg Formaður stjórnar FS Olíurisinn BP hagnaðist um 933 milljónir dollara, jafnvirði 105 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn dróst verulega saman milli ára en hann nam 1,8 milljörðum dollara, jafn- virði 202 milljarða íslenskra króna, á sama tímabili í fyrra. Forsvarsmenn BP kenna lækk- andi hrávöruverði á olíu um lélegri afkomu. BBC greinir frá því að for- svarsmenn keppinautarins Royal Dutch Shell hafi einnig varað við slæmri afkomu sökum lækkandi olíuverðs. Hagnaður Shell jókst hins vegar um 18 prósent milli ára. Hagn- aðurinn nam 2,8 milljörðum doll- ara, jafnvirði 314 milljarða króna, sem var ofar spám greiningaraðila. Fjármálastjóri BP segir að verið sé að ná góðum árangri í að aðlaga rekstur BP að nýju rekstrarumhverfi með erfiðu verði. Hann segir góða trú á að ná rekstrinum á réttan stað á næsta ári miðað við að hrá- vöruverð á olíu verði á bilinu 50 til 55 dollarar. Á sama tíma sé BP að fjárfesta í verkefnum, fyrirtækjum og öðrum möguleikum til að auka hagnað á komandi árum. – sg Hagnaður olíurisa dregst verulega saman Forsvarsmenn bP kenna lækkandi olíuverði um afkomuna. Mynd/bP 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r8 markaðurinn 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -4 4 D C 1 B 2 6 -4 3 A 0 1 B 2 6 -4 2 6 4 1 B 2 6 -4 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.