Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 32

Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 32
Markaðurinn Íslenska úrvalsvísitalan1.707,7 -0,55% ( -10,03) Miðvikudagur 2. nóvember 2016fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Metfjöldi þingmanna lætur nú af störfum og því gæti verið slegið met í heildarupphæð biðlauna. Nú lætur 31 þingmaður af störfum. Þeir eiga rétt á allt að 160 millj- ónum króna í biðlaun. Þeir sem hafa setið í eitt kjörtímabil eiga rétt á þremur mánuðum í biðlaun, en þeir sem hafa verið lengur, eiga rétt á sex mánuðum. 160 milljónir Heildarviðskipti með hlutabréf í október námu 56.369 milljónum eða 2.684 milljónum á dag í Kauphöll Íslands. Það er 6 prósenta hækkun frá fyrri mánuði, og 3 prósenta hækkun á milli ára. Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group eða fyrir 13.601 milljón. Heildarviðskipti með skulda- bréf námu 112 milljörðum í síðasta mánuði. 56,4 milljarðar Ég var búinn að leggja drög að því hvernig með öflugri kosningabaráttu við hefðum getað hækkað fylgið um kannski fjögur prósentustig og svo kannski tvö í viðbót í kosningunum sjálfum. Við hefðum þá getað gert ráð fyrir 18 til 19 prósenta fylgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31.10.2016 Jón Örn Eigandi Kjötkompanís Er fyrirtækið þitt Ready Business? Áskoranir fyrirtækja eru margar og breytast hratt. Vodafone býður upp á margs konar þjónustu við fyrirtæki sem sparar þér tíma, fyrirhöfn og gefur þér góða yfirsýn yfir framleiðsluna og reksturinn. Taktu Ready Business prófið á readybusiness.vodafone.is Vodafone Við tengjum þig IS LE N SK A/ SI A. IS V O D 8 11 23 1 1/ 16 Félög á aðallista Kauphallar Íslands eru byrjuð að birta uppgjör sín. Mikil spenna er á markaði þegar uppgjörin koma og við birtingu endurmeta markaðsaðilar virði félaganna í verðmatsmódelum sínum. Í framhaldi af því verða oft verð­ breytingar á félögunum. Sjaldan hafa uppgjörin streymt jafn hratt inn og nú og fjárfestar og grein­ endur haft jafn lítinn tíma til að gera sér grein fyrir innihaldi þeirra og hvaða upplýsingar þau hafa að geyma. Þannig birtu átta félög eða helmingur félaga á aðallista Kaup­ hallarinnar uppgjör sín á tveimur dögum. Á fjármálamarkaði heyrast þær raddir að þetta sé of mikið af hinu góða og dreifingin yfir upp­ gjörstímabilið mætti vera meiri svo menn komist yfir að meta upplýs­ ingarnar og taka fjárfestingaákvarð­ anir í kjölfar birtingar. uppgjörin í einni súpu N1 hefur boðað til hluthafafundar 21. nóvember næstkomandi. Á fundinum liggur fyrir tillaga um að greiða hluthöfum 1,3 milljarða með lækkun hlutafjár. N1 gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu árið 2011 og var í kjölfarið skráð á markað. Fljótlega eftir skráningu var hlutafé lækkað og greitt til hluthafa. Mark­ mið félagsins er að eiginfjárhlut­ fallið sé um 40%. Afkoma félagsins hefur verið góð á þessu ári og betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, í því ljósi liggur fyrir tillaga um að greiða það fé sem umfram er, miðað við mark­ mið félagsins, til hluthafa. Aðhald hefur verið í rekstri félagsins og það ásamt auknum tekjum vegna aukins fjölda ferðamanna hefur skilað sér í afar góðri afkomu. aukaútgreiðsla  Samhliða tónlistarhátíðinni Air­ waves verða umræður um tónlistar­ geirann undir heitinu Nonference á vegum Iceland Music Export, IMX. Margt spennandi er á sveimi í tón­ listarheiminum og IMX vinnur að því að byggja upp tónlistarklasa til að íslenskt tónlistarfólk geti skipst á reynslu og samböndum til að efla greinina. Margt fróðlegra erinda mun verða í Hörpu á morgun og hinn fyrir þá sem vilja læra meira um iðnaðinn. nonference á airwaves 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -5 3 A C 1 B 2 6 -5 2 7 0 1 B 2 6 -5 1 3 4 1 B 2 6 -4 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.