Fréttablaðið - 02.11.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 02.11.2016, Síða 34
Þetta er heimildarmynd þar sem ég ræddi við þrettán manns á aldrinum sjötíu til níutíu og eins árs um ham-ingjuna – sem sagt hvað er það sem skapar vellíðan og hamingju og hvað við getum lært af fólki sem hefur upplifað ýmislegt á langri lífs- leið, bæði jákvæða atburði og auðvitað líka mótlæti og erfiðleika. Þarna kemur ýmislegt fróðlegt í ljós sem fólk talar um í sambandi við hamingjuna,“ segir Ingrid Kuhlman sem sýnir mynd sína Hamingjan sanna! í Gerðubergi klukkan átta í kvöld. „Ég hafði samband við Félag eldri borgara í Reykjavík og Garðabæ, Kven- félagið úti á Álftanesi og ég fékk ábend- ingar frá bekkjarsystkinum því þetta er lokaverkefnið mitt í jákvæðri sálfræði. Ég fékk ábendingar um hamingjusama ein- staklinga til að finna út hvað þeir gera til að auka eigin vellíðan og viðhalda henni.“ Hvaða atriði eru það sem þetta fólk nefnir helst? „Eitt af því sem allir nefna er að rækta tengslin við maka, börn, fjölskyldu, fólkið í kringum okkur. Annað atriði er að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli að vera virkur, hvort sem við förum að vinna úti í garði, dönsum eða förum í göngutúr, sund eða jóga. Þriðja atriðið sem flestir nefna er að kunna að njóta lífsins, sem sagt að taka eftir og veita innri líðan og upplifun athygli, í stað þess að fara í gegnum lífið án þess að taka virkilega eftir og njóta litlu hlutanna. Í fjórða lagi kemur líka mjög sterkt fram að fólk talar um mikilvægi þess að halda áfram að læra. Til dæmis er einn sem er níutíu og eins árs og hann er enn þá með nýjasta forritið í grafískri hönnun, önnur fór á golfnámskeið sextíu og átta ára, þetta er allt saman fólk sem tók upp ný áhuga- mál, heldur áfram að læra og bæta sig. Í fimmta lagi tala mjög margir um mikil- vægi þess að gera eitthvað gott fyrir aðra, láta gott af sér leiða og gefa til samfélagsins. Í sjötta lagi er þakklætið. Allir sem ég tal- aði við hafa tileinkað sér mjög þakklátt lífs- viðhorf. Fólk segir einfaldlega „við verðum ekki alltaf hér og það má ekki taka lífinu sem sjálfsögðum hlut, það þarf að þakka fyrir hvern dag sem maður fær“.“ Er rætt við eitthvað óhamingjusamt fólk í myndinni? „Það væri náttúrulega gaman líka að taka viðtöl við fólk sem er ekki hamingju- samt og bera það saman við þessi sex atriði. Fólk sem er ekki hamingjusamt er kannski ekki að hreyfa sig, ekki að þakka fyrir litlu hlutina og svo framvegis, en það er kannski efni í aðra mynd. Í jákvæðri sálfræði erum við frekar að rannsaka og skoða það sem er þess virði, sem sagt það sem fólk gerir vel og hvernig við getum aukið vellíðan frekar en hvernig við getum dregið úr vanlíðan. Við þurfum kannski öll að læra af eldri kynslóðinni af því að það er allt of lítið hlustað á þessa kynslóð. Það er allt of oft verið að taka ákvarðanir um eldri borgara frekar en með þeim. Þetta er fólk sem hefur lifað lífinu og hefur sjötíu ára reynslu. Þetta er meira en þúsund ára reynsla sem þessir þrettán einstaklingar sem ég er að tala við hafa samanlagt,“ segir Ingrid að lokum. stefanthor@frettabladid.is Meira en þúsund ára samanlögð reynsla Ingrid Kuhlman sýnir heimildarmyndina Hamingjan sanna! í Gerðubergi í kvöld. Í myndinni ræðir hún við nokkra hressa eldri borgara sem hafa upplifað ýmislegt á lífsleið- inni og deila því sem þau gera daglega til að viðhalda lífshamingju sinni og auka hana. Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingar- miðlunar. Þetta er meira en þúsund ára reynsla sem þessir þrettán einstaklingar sem ég er að tala við hafa samanlagt. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Jón Örn Ámundason framkvæmdastjóri, lést á nýrnadeild Landspítalans mánudaginn 31. október. Útförin verður auglýst síðar. Erna Hrólfsdóttir Fanney Birna Jónsdóttir Andri Óttarsson Hrólfur Örn Jónsson Hildur Guðný Káradóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Viggósson frá Ísafirði, Skipalóni 10, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 22. október sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3. nóv. kl. 13.00. Alda Garðarsdóttir Helga Björk Guðmundsdóttir Einar Már Jóhannesson Kristín Þorbj. Guðmundsdóttir Sigurður B. Sigurðsson Sæmundur G. Guðmundsson Íris Hrund Sigurðardóttir Hafdís Erla Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Soffía Wedholm Gunnarsdóttir sem lést 26. október, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Helgi Björnsson Jóna Jóhannesdóttir Wedholm Gunnar Wedholm Helgason Þóra Björk Eysteinsdóttir Ólöf Helgadóttir Guðmundur J. Kristjánsson Erlen Björk Helgadóttir Kristinn Ottason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sjöfn Jóhannesdóttir dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er látin. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða. Jóhannes Guðjónsson Guðrún J. Guðmundsdóttir Guðmundur Guðjónsson Ólöf Guðmundsdóttir Hrefna Guðjónsdóttir Sigurður Sigurðsson og ömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Valborg Stella Harðardóttir Lundarbrekku 10, Kópavogi, lést mánudaginn 24.október á Landspítalanum. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Eggert Þór Jóhannsson Hörður Páll Eggertsson Karen Ómarsdóttir Anton Ingi Eggertsson Þorgerður Jónsdóttir Stefán J. Eggertsson Jóhanna L. Brynjólfsdóttir barnabörn Pálína Harðardóttir Kristín Harðardóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir (Ása) áður til heimilis að Hæðargarði 35, sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. nóvember klukkan 13. Erna Eiríksdóttir, Bragi G. Kristjánsson, Áshildur, Kristján, Styrmir, Guðbjörg og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinbjörn Hjálmarsson Kirkjubæjarbraut 2, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 27. október 2016. Útförin fer fram laugardaginn 5. nóvember nk. frá Landakirkju í Vestmannaeyjum og hefst athöfnin kl. 13.00. Erna Margrét Jóhannesdóttir Guðrún Sveinbjörnsdóttir Gunnlaugur Claessen Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Sigurður Vignisson Egill Sveinbjörnsson Guðný Þórisdóttir Ásdís Ingunn Sveinbjörnsdóttir Kristján Þór Jakobsson afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Ásvaldsdóttir frá Tröð í Önundarfirði, lést laugardaginn 29. október. Útför hennar fer fram laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00 frá Holtskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Ásvaldur, Sigríður, Guðmundur Helgi, Sólveig Bessa, Guðný Hildur Magnúsarbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elínar Ólafíu Finnbogadóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir einstaka alúð, umhyggju og umönnun. Helgi Valdimarsson Jóna Ólafsdóttir Sigríður G. Valdimarsdóttir Óttar Ólafsson Aðalheiður Valdimarsdóttir Sveinn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Þórir Haukur Einarsson fyrrv. skólastjóri, Fiskinesi, Drangsnesi, andaðist föstudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 5. nóvember kl. 14. Lilja Sigrún Jónsdóttir Hólmfríður Þórisdóttir Pétur Örn Pétursson Þóra Þórisdóttir Sigurður Magnússon Guðbjörg Þórisdóttir Ágúst Þór Eiríksson Ásta Þórisdóttir Svanur Kristjánsson Einar Haukur Þórisson Kristjana Pálsdóttir og fjölskyldur. 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -3 F E C 1 B 2 6 -3 E B 0 1 B 2 6 -3 D 7 4 1 B 2 6 -3 C 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.