Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2016, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.10.2016, Qupperneq 6
Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis tilkynnir: Framboðsfrestur til alþingiskosninga 29. október 2016 rennur út 14. október 2016, kl. 12:00 á hádegi. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis tekur á móti fram­ boðs list um fimmtudaginn 13. október 2016, kl. 10:00­13:00 í Setbergi, sal á 2. hæð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á framboðslistum skulu vera nöfn 20 frambjóðenda, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda, kenni tölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Listanum skal fylgja skrifl eg yfirlýsing allra frambjóðenda um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er borinn fram frá kjós­ endum í Norðausturkjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera að lágmarki 300 en 400 að hámarki. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista, á tölu­ settum blaðsíðum í framhaldandi röð. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.island.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá fram­ bjóð endum listans, hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans í kjördæminu. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður í Setbergi, Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, laugardaginn 15. október 2016, kl. 16:00. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 29. október 2016, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis í Verk­ menntaskólanum á Akureyri en talning atkvæða fer fram í sal Brekkuskóla við Skólastíg á Akureyri að loknum kjörfundi. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis 28. september 2016 Gestur Jónsson oddviti Inga Þöll Þórgnýsdóttir Ólafur Rúnar Ólafsson Katý Bjarnadóttir Ólafur Arnar Pálsson Súlnasalur - Hótel Sögu 6. október 2016 kl. 19:00 Húsið opnar kl. 18:30 Hver miði er einnig happdrættismiði Miðasala á skrifstofu Samhjálpar Miðaverð kr. 7500 Sími 561 1000 Hlíðarsmári 14 • 201 Kópavogur • Sími 561 1000 • www.samhjalp.is ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Brugðið á leik við þingsetningu Störf breska þingsins hefjast í október með guðsþjónustu í Westminster Abbey. Dómarar taka þátt í athöfn- inni. Einn þeirra ákvað að bregða á leik og taka sjálfu þegar athöfnin fór fram í gær. Fréttablaðið/EPa SAMFÉLAG Íslensk kona bíður nú staðfestingar á því að fá heimsmet skráð í Heimsmetabók Guinness. Heimsmetið er í óvenjulegri kant- inum en það felst í því að ferðast rúmlega 2.500 kílómetra á smá- mótorhjóli. Ferðalag Sigríðar Ýrar Unnarsdótt- ur hófst í Ohio-ríki í byrjun septem- bermánaðar og lauk 17. september í Nýju-Mexíkó. Með í för voru þrír Bandaríkjamenn. Tveir þeirra tóku einnig þátt í að setja metið en sá síðasti ók fylgdarbíl hópsins. „Til að byrja með gekk þetta mjög vel þó undirbúningurinn hafi verið mikil pappírsvinna,“ segir Sigríður. Á níunda degi af tólf tók að halla örlítið undan fæti. Tveir samferðamenn hennar skaðbrenndust í mikilli sól og sá þriðji meiddi sig á kaktus. Sjálf hlaut Sigríður skurð á fæti þegar hún datt af hjóli sínu. „Það voru saumuð nokkur spor sem síðan rifnuðu upp þegar ég settist á hjólið á ný.“ Hrakfarirnar stöðvuðu þau ekki og komst hópurinn að lokum á leiðar- enda. Þess er nú beðið að starfsmenn Guinness staðfesti það að fyrra met hafi verið slegið. Það met er 718 kíló- metrar og var sett árið 2009. „Við skráðum för okkar með GPS-tækj- um og myndavélum. Þá geymdum við allar kvittanir og allt sem okkur áskotnaðist á leiðinni. Í raun gerðum við allt í samræmi við það sem okkur var sagt í upphafi frá Guinness.“ Sigríður segir að það geti tekið allt að tólf vikur að fá staðfest að fyrra heimsmet hafi verið slegið en boðið er upp á flýtimeðferð sé þess óskað. „Við eigum von á niðurstöðu á allra næstu dögum. Ég trúi ekki öðru en að þetta fáist staðfest.“ Aðspurð um hvort hún hafi í hyggju að reyna við fleiri heimsmet segir hún að það sé aldrei að vita. „Ég er nú þegar með nokkur áhuga- verð í huga en það verður að koma í ljós hvað verður úr því,“ segir Sigríð- ur að lokum. johannoli@frettabladid.is Fór 2.500 kílómetra á pínulitlu mótorhjóli Sigríður Ýr Unnarsdóttir lagði í nokkuð óvenjulega ferð í septembermánuði en þá freistaði hún þess að komast í Heimsmetabók Guinness. Ferðalagið er nú á enda en þess er beðið að metið fáist staðfest af starfsmönnum Guinness. Sigríður Ýr Unnarsdóttir á hjóli sínu ásamt föruneyti. alls ferðuðust þau 2.500 kíló- metra á smáhjólunum en ferðin tók tólf daga. MYND/MiKE rEiD 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r6 F r É t t I r ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F 5 -0 8 A 8 1 A F 5 -0 7 6 C 1 A F 5 -0 6 3 0 1 A F 5 -0 4 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.