Fréttablaðið - 04.10.2016, Page 18
4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r4
Nú hafa vísindamenn fundið mögu-
lega lausn á þessu. Hægt er að losna
við lyktina af hvítlauknum með því
að borða epli, jöklasalat eða mintu-
blöð eftir að hvítlaukur hefur verið
borðaður. Rannsóknin fór fram
við háskólann í Ohio í Bandaríkj-
unum. Vísindamenn gáfu þátttak-
endum þrjú grömm af hvítlauks-
bátum sem þeir áttu að tyggja í 25
sekúndur. Mælingar áttu sér stað
með því að þátttakendur voru látn-
ir blása í rör á meðan þeir borðuðu
hvítlaukinn. Eftir að hvítlauknum
hafði verið kyngt fengu þátttakend-
ur mismunandi matvæli sem þeir
áttu að tyggja í 20 sekúndur. Þeir
borðuðu epli, bökuð epli, salat, bæði
hrátt og eldað, fersk mintublöð eða
drukku eplasafa, safa með mintu
og grænt te. Einn hópurinn fékk
aðeins vatn og var hann notaður til
viðmiðunar. Mælingin í heild tók
60 mínútur. Rannsóknin sýndi að
öll matvælin nema grænt te höfðu
áhrif á þetta lyktarefni. Fersk
epli (óbakað), ferskt jöklasalat og
mintublöð höfðu mest áhrif á efnin
í hvítlauknum. Þetta þrennt hefur
líka hátt innihald af fenóli. Vísinda-
menn komust að þeirri niður stöðu
að epli, salat og minta losar fólk við
vondu hvítlaukslyktina. Epla- og
mintusafar höfðu einnig áhrif en
ekki eins mikil og ferskmetið. Ef
þú ætlar að borða mat með miklum
hvítlauk er sniðugt að fá sér smá
epli í eftirrétt.
Eins og flestir vita er hvítlauk-
ur afar hollur. Hann er ríkur af
and oxunarefnum, B- og C-víta-
míni, járni, fosfór, kalki og magn-
esíum. Sagt er að ef fólk borðar tvö
hrá hvítlauksrif á dag sé það allra
meina bót fyrir heilsuna. Flestum
finnst þó hvítlaukurinn betri eftir
að hann hefur verið eldaður. Bak-
aður hvítlaukur er til dæmis afar
ljúffengur með brauði.
Hvítlaukssmjör
Hvítlaukssmjör er mjög gott með
bökuðum kartöflum eða brauði. Það
er einfalt að útbúa.
1 búnt steinselja
2 stór hvítlauksrif
1 pakki mjúkt smjör
Nýmalaður pipar
Skolið steinseljuna og hakkið hana
mjög smátt. Pressið hvítlaukinn út í
smjörið og hrærið steinselju saman
við. Dreifið pipar yfir. Geymið smjör-
ið í ísskáp þar til það verður notað.
spagettí með Hvítlauk
og cHilli-pipar
Spagettí með hvítlauk og chilli-pipar
er vinsæll réttur á Ítalíu. Það er mjög
einfalt að útbúa þennan rétt. Hann
er bæði ljúffengur og ódýr. Upp-
skriftin miðast við tvo.
200 g spagettí
5-6 stór hvítlauksrif
1 chilli-pipar, stór eða lítill
eftir smekk
5-6 msk. gæða-
jómfrúarólífuolía
1 búnt steinselja, smátt skorin
Nýmalaður pipar
Parmesanostur
Sjóðið spagettí í söltu vatni eftir
leiðbeiningum. Skerið chilli-pip-
ar og hvítlauk smátt. Það tekur
stutta stund að gera hvítlaukssós-
una svo gott er að gera hana rétt
áður en suðutíma lýkur á spagettí-
inu. Hitið olíu á pönnu undir miðl-
ungshita. Steikið hvítlauk og chilli-
pipar en passið að brenna ekki. Setj-
ið soðna spagettíið beint á pönnuna
og látið allt blandast vel saman. Það
má bæta við olíu eða pastavatni ef
þörf er á. Þá er steinselju, nýmöl-
uðum pipar og parmesanosti dreift
yfir. Gott er að bera fram brauð með
þessum rétti og nota það til að þrífa
upp alla olíuna af diskinum.
Hvítlauksrækjur
Einn vinsælast tapas-rétturinn á
Spáni er hvítlauksrækjur, gambas
al ajillo, en réttinn er einfalt að gera.
Allir tapas-staðir bjóða upp á hvít-
lauksrækjur og þær eru bornar
fram kraumandi heitar í hvítlauks-
olíu. Uppskriftin er fyrir fjóra, frek-
ar sem forréttur en aðalréttur þar
sem tapas- réttir eru yfirleitt nokkr-
ir á borðum.
500 g risarækjur
125 ml góð jómfrúarolía
10 stór hvítlauksrif
1 msk. chilli-flögur
60-89 ml koníak eða þurrt
sérrí (má sleppa)
3 msk. steinselja, smátt skorin
1 sítróna, bara safinn
Salt og pipar
Snittubrauð er borið fram
með réttinum
Hitið olíu á þykkbotna pönnu undir
meðalhita. Setjið hvítlauk og chilli-
flögur út í olíuna og látið aðeins
brúnast, passið að brenna ekki hvít-
laukinn. Stillið nú á hæsta hita og
setjið rækjurnar út á pönnuna ásamt
sítrónusafa og koníaki, hrærið á
meðan rækjurnar taka lit, um það bil
3 mínútur. Saltið, piprið og skreytið
diskinn með sítrónubáti. Takið af hit-
anum og berið strax fram sjóðandi
heitt með brauði.
Hvítlaukur er
allra meina bót
Fólk annaðhvort elskar eða hatar hvítlauk. Flestir eru þó sammála um
slæma andremmu sem hvítlaukur getur valdið eftir að hans hefur verið
neytt. Hvítlaukslyktin getur verið viðvarandi í sólarhring.
Ljúffengt spagettí með hvítlauk. Einfalt og ódýrt. MYND/GEttY
Einn frægasti tapas-réttur Spánverja er hvítlauksrækjur.
F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A
1
7
-1
0
-2
0
1
6
0
9
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
F
5
-1
2
8
8
1
A
F
5
-1
1
4
C
1
A
F
5
-1
0
1
0
1
A
F
5
-0
E
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K