Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2016, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 04.10.2016, Qupperneq 19
V andinn við gerð Vaðlaheiðarganga hefur vart farið fram hjá nokkrum manni né sá kostnaðarauki sem af því hlýst. Mik­ ill vatnsagi hefur tafið mjög vinnu í göngunum og því hefur þurft að fresta áætlaðri opnun þeirra. Þó hefur verið bent á það að þessi vandi nú bætist einfaldlega ofan á þá ákvörð­ un að ráðast í gerð þeirra, því þau væru ekki hagkvæm fram­ kvæmd og voru alls ekki framar­ lega á framkvæmdaáætlun Vega­ gerðarinnar. Þó var ráðist í gerð þeirra á þeim forsendum að um einkaframkvæmd væri að ræða. Ekki er þó einkafjármagninu til að dreifa við fjármögnun þeirra heldur er framkvæmdaféð með ríkis ábyrgð og fyrir vikið á kostnað ríkisins, sem nú hefur þurft að ljá verkefninu nokkra milljarða til viðbótar vegna þess kostnaðar sem tafir og aukin vinna vegna vatnsaga hefur vald­ ið. Stefnir nú heildarkostnað­ ur við gerð ganganna í 13 til 14 milljarða króna og alls ekki víst að það muni duga til. Meiri kostnaður en ársframlag til vegagerðar Til samanburðar er á fjárlögum þessa árs varið 12 milljörðum til bæði nýframkvæmda og viðhalds á íslenska vegakerfinu, þó svo bíl­ eigendur á Íslandi borgi um 70 milljarða í ár í skatta og gjöld vegna reksturs bíla sinna. Ekki vantar að þar séu brýn verkefni sem nauðsynlegt þykir að ráðast í, svo sem að losna við allar ein­ breiðar brýr á þjóðvegi 1, tvö­ falda vegina sem liggja út úr höf­ uðborginni og laga þá vegi sem eru að grotna undan aukinni bíla­ umferð um landið. Því þykir mörgum skjóta skökku við að svo miklu fé sé varið til að bora gegn­ um fjall sem sparar fólki 7 mín­ útur að komast á milli Akureyr­ ar og Húsavíkur. Vaðlaheiðargöng voru samþykkt sem einkafram­ kvæmd árið 2012. Lánin voru þó með ríkisábyrgð en lög um ríkis­ ábyrgðir voru tekin úr sambandi við ákvörðunartökuna. Grímulaust kjördæmapot og atkvæðaveiðar Það væri í sjálfu sér allt í lagi að ráðast í svona framkvæmd ef um raunverulega einkafram­ kvæmd væri að ræða. En stað­ reynd málsins er að vegna ríkis­ ábyrgðarinnar mun kostnaðurinn að mestu falla á ríkissjóð. Ef það verður til þess að hægja verulega á öðrum brýnum framkvæmdum við laskað vegakerfi landsins, er málið hins vegar mun alvarlegra að vexti. Á hverju ári er varið ákveðnu fjármagni til vegagerðar á landinu á fjárlögum og því má áætla að þessi framkvæmd dragi úr öðrum vegaframkvæmdum á landinu, sem voru miklu brýnni þó. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, benti á það hér í blaðinu í síðustu viku að þessi framkvæmd væri í raun grímu­ laust kjördæmapot þar sem at­ kvæðaveiðar í héraði voru stund­ aðar og menn keyptu sér með því aðgang að Alþingishúsinu. Von­ andi verða seinni tíma ákvarð­ anir er varða vegagerð á Ís­ landi teknar á öðrum forsendum svo tryggja megi meira öryggi á vegum landsins og koma í veg fyrir að það grotni niður með enn auknum kostnaði. Vaðlaheiðargöng og annað frestast Framlög til vegagerðar eru um 12 milljarðar í ár en kostnaður við Vaðlaheiðargöng er kominn í 13 til 14 milljarða. Íslenskir bifreiðaeigendur borga 70 milljarða í ár í skatta og gjöld vegna reksturs bíla sinna. Bílar BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir mótorhjóla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F 5 -1 2 8 8 1 A F 5 -1 1 4 C 1 A F 5 -1 0 1 0 1 A F 5 -0 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.