Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.10.2016, Blaðsíða 20
Varla líður það ár sem verka- menn í verksmiðjum Hyundai í S-Kóreu fara ekki í verkfall í styttri eða lengri tíma. Fyrir því fengu eigendur Hyundai að finna í síðasta mánuði þegar allir verka- menn í verksmiðj um Hyundai í landinu fóru í verkfall í einu og er það í fyrsta sinn í 12 ár sem svo víðtækt verkfall er boðað. Ástæða verkfallsins er sú að samninga- umleitanir um launahækkun starfsmanna hafa strandað með öllu, en þær hafa staðið yfir í allt sumar. Áður höfðu starfsmenn Hy- undai boðað til tímabundinna og staðbundinna verkfalla í ýmsum verksmiðjum Hyundai af sömu ástæðu, en vinnustöðvunin nú hefur valdið 114.000 bíla tapaðri framleiðslu. Það hefur orsakað framleiðslutap upp á 259 milljarða króna sem komið er, en vinna er þó hafin aftur í verksmiðjunum. Yfir eigendum vofa þó enn fleiri vinnustöðvanir, ef ekki semst. Gera ráð fyrir 170.000 bíla tapaðri framleiðslu Ljóst er að uppgjör Hyundai fyrir þriðja fjórðung þess árs verður ekki kræsilegt. Áframhaldandi vinnustöðvanir gætu einnig haft veruleg áhrif á uppgjör fjórða ársfjórðungs. Á þessu ári hefur Indland tekið fram úr S-Kóreu sem fimmta stærsta bílafram- leiðsluland heims og hækkandi framleiðslukostnaður í S-Kóreu gæti hæglega fært landið enn neðar á þeim lista á næstu árum, enda fer samkeppnishæfni lands- ins í bílaframleiðslu þverrandi með síhækkandi launum. Hyundai og Kia áætluðu að framleiða 8,13 milljónir bíla í ár, en þessi verkföll hafa fært þá spá niður í 7,96 millj- ón bíla. Á síðustu 29 árum hafa aðeins verið 4 ár þar sem ekki hafa verið verkföll í verksmiðjum Hyundai í S-Kóreu. Enn eitt verkfallið hjá Hyundai Þeir voru heldur betur ókátir hluthafarnir í Volkswagen þegar hlutabréfaverð í Volks wagen hrundi við dísilvélahneyksli fyrir tækisins síðastliðið haust. Þeir fara nú fram á myndarleg­ ar bætur fyrir misgjörðir Volks­ wagen og nema kröfur þeirra 8,2 milljörðum evra, eða 1.055 millj­ örðum króna. Alls hafa 1.400 kærur birst Volkswagen vegna dísilvélahneykslisins og komu 750 þeirra inn á borð dómstóla í Brunswick í nágrenni höfuð­ stöðva Volkswagen í Wolfsburg á einum degi, þ.e. daginn sem eitt ár var liðið frá uppgötv­ un hneykslisins í síðasta mán­ uði. Sá dagur markaði þau tíma­ mót að hann var síðasti dagur­ inn sem hægt var að leggja inn kærur vegna málsins. Volks­ wagen hefur nú þegar sam­ þykkt að greiða 16,5 milljarða dollara kröfur frá Bandaríkjun­ um, eða sem nemur 1.903 millj­ örðum króna. Hlutabréf í Volks­ wagen féllu um 35% þegar upp komst um dísilvélahneykslið og það sætta hluthafar í Volks­ wagen sig ekki við og vilja bætur vegna þess. Hluthafar í Volkswagen vilja 1.055 milljarða í bætur Frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Volkswagen hefur unnið að smíði nýs jeppa sem meiningin er að markaðssetja í Bandaríkjun­ um, en einnig í Kína og líklega fyrst þar. Það má merkja af því að þessi mynd náðist af jeppanum án feluklæða í Kína um daginn. Í Kína fær bíllinn nafnið Tera­ mont en þessi bíll er býsna líkur Croosblue­tilraunabílnum sem Volkswagen sýndi fyrst á bíla­ sýningunni í Detroit árið 2013. Hann er með sömu LED­fram­ ljósin og Crossblue, en afturljósin hafa breyst úr því að vera hring­ laga í teygðari ljós sem einnig eru með LED­tækni. Bíllinn er greini­ lega með V6­vél en merki um það er aftan á bílnum, en líklega er það sama 3,6 lítra vélin sem finna má í Passat í Bandaríkjunum. Engu að síður er líklegt að bíll­ inn verði einnig í boði með fjög­ urra strokka vél með forþjöppu og síðar meir með tengiltvinnafl­ rás. Bíllinn sem myndir náðust af í Kína er leðurklæddur að innan og frekar ríkulegur. Í fyrri áætl­ unum Volkswagen var meining­ in að markaðssetja þennan jeppa í Bandaríkjunum, og verður hann þar í boði með þriðju sætaröðinni, fljótlega á næsta ári og á hann að hífa upp dræma sölu Volkswagen­ bíla þar í landi. Sala Volkswagen­ bíla í Bandaríkjunum hefur verið dræm frá uppgötvun dísilvéla­ svindls Volkswagen. Nýi Volkswagen-jeppinn í Kína Þessi mynd náðist af nýja Volkswagen-jeppanum í Kína. Hjólbarðar eru það eina á bíln­ um sem snertir veginn og því er mikil vægt að þeir séu í góðu ástandi. Sturla Pétursson, fram­ kvæmdastjóri Gúmmívinnustof­ unnar, segir að góðir hjólbarðar auki öryggi bílsins til muna hvort sem það er vetur eða sumar. „Ör­ yggi bílsins byggist á góðum hjól­ börðum. Það er mikilvægt að huga reglulega að dekkjunum og skoða mynsturdýpt, loftþrýsting og almennt ástand þeirra. Nýleg reglugerð segir að mynsturdýpt dekkja verði að vera að minnsta kosti 3 millimetrar yfir vetur­ inn, þ.e. frá 1. nóvember til 14. apríl. Yfir sumartímann á dýptin að vera lágmark 1,5 millimetrar,“ segir Sturla og bætir við að það sé ýmislegt sem þurfi að huga að varðandi dekkin. Loftþrýstingur þarf að vera réttur „Loft í dekkjum þarf að vera hæfilegt til að aksturseiginleik­ ar bílsins haldist réttir. Gott er að athuga loftþrýstinginn á dekkjun­ um reglulega. Réttur loftþrýsting­ ur eykur endingu dekkjanna. Það þarf að vera sami loftþrýstingur á dekkjum sama áss. Of mikið eða of lítið loft slítur dekkjunum og getur valdið hættu við akstur. Þá er mikilvægt að láta jafnvægis­ stilla dekkin. Svo er oft ágætt að hreinsa dekkin á veturna. Ef það hefur verið mikill snjór og hálka er ágætt að nota tjöruhreinsi til að hreinsa tjöruna sem myndast. Þeir sem eru á heilsársdekkjum ættu að láta skipta á milli fram­ og afturdekkja með reglulegu millibili svo þeir klári ekki annað hvort parið. Framdekkin eyðast meira á framhjóladrifnum bílum og afturdekkin á afturhjóladrifn­ um bílum,“ segir Sturla. Harðskelja- og harðkornadekk í sókn Það er ekki síst mikilvægt að vera með dekkin á hreinu fyrir vetur­ inn enda versnar þá færð með snjó og hálku og götur verða erf­ iðari yfirferðar. „Harðskelja­ og harðkorna­ dekkin hafa verið vinsæl á undan­ förnum árum. Þau hafa verið að koma talsvert inn í staðinn fyrir nagladekkin sem hafa verið á undanhaldi síðustu ár. Annars eru það þeir sem keyra mikið úti á landi sem frekar velja nagladekk­ in enda meiri þörf á að vera á þeim þar. Nagladekkin hafa meira grip og nýtast sérlega vel á þeim stöðum þar sem er mikill snjór og lítið rutt. Þau ná að rífa meira og eru auðvitað best við ákveðn­ ar aðstæður eins og t.d. þegar er svokallað „black ice“ þegar er rigning og það frystir að kvöldi og það myndast lúmsk hálka,“ segir Sturla. Dekkin alltaf að verða betri Hann segir að það sé komið mjög gott grip í flest vetrardekkin eða heilsársdekkin, eins og má kalla þau, sérstaklega frá bestu framleiðendum. „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á gott úrval af vönduðum vetrar­ dekkjum. Við höfum lagt áherslu á Hankook­dekkin, bæði negld og ónegld. Hankook hefur verið að koma mjög vel út í gæðapróf­ unum. Hankook er að koma með nýtt munstur í kornadekkin og bíðum við mjög spenntir eftir þeim. Í jeppadekkjum munum við bjóða upp á nýja línu dekkja frá Mastercraft og það er einnig mikil spenna fyrir þeim. Búið er að uppfæra öll dekkin frá Master­ craft til að bæta aksturseigin­ leika þeirra. Við erum einnig með dekk frá öðrum þekktum fram­ leiðendum eins og Mich elin, Go­ odyear og Toyo. Það eru að koma ný munstur á þriggja ára fresti og dekkin alltaf að verða betri. Þetta er bara eins og með bílana. Það koma ný módel sem eru upp­ færð og betri en þau eldri,“ segir Sturla. Hvellur þegar fyrsta frostið kemur Gúmmívinnustofan er eitt elsta hjólbarðaverkstæðið á höfuð­ borgarsvæðinu en það var stofn­ að árið 1960. Þrír ættliðir hafa rekið Gúmmívinnustofuna en það er Halldór Björnsson, afi konu Sturlu, sem stofnaði fyrir­ tækið. Sturla er búinn að standa vaktina í 30 ár eða síðan hann var 18 ára gutti og hefur verið eigandi og framkvæmdastjóri sl. 15 ár. „Þótt við einblínum mest á hjólbarða þá erum við með raf­ geyma og bremsu klossaskipti. Svo erum við að bjóða upp á fría ástandsskoðun á hjólbörð­ um þannig að það er um að gera fyrir fólk að nýta sér það,“ segir Sturla. Það koma miklir álags­ tímar á vorin og haustin í hjól­ barðageiranum þegar veður skipast fljótt í lofti. Sturla segir að meira álag sé á haustin þegar veður versnar og jafnvel mjög skyndilega. „Það kemur hvell­ ur þegar fyrsta frostið kemur á haustin. Þá verður allt vit­ laust að gera og menn vinna hér mjög langan vinnudag í miklum hasar,“ segir Sturla og er tilbú­ inn fyrir veturinn. Góðir hjólbarðar auka öryGGi bílsins Full ástæða er til að hvetja fólk til að huga að vetrardekkj- unum þegar fyrstu frostin og snjórinn nálgast og ekki síður til að losna við langar biðraðir. Best er að bregðast við strax. Sturla Pétursson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnustofunnar, hress að vanda. www.visir.is/bilar BíLar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Sími 512 5457 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is bílar Fréttablaðið 2 4. október 2016 ÞRIÐJUDAGUR 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F 5 -0 D 9 8 1 A F 5 -0 C 5 C 1 A F 5 -0 B 2 0 1 A F 5 -0 9 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.