Fréttablaðið - 04.10.2016, Síða 42

Fréttablaðið - 04.10.2016, Síða 42
Kúnstpásutónleikar Íslensku óperunnar njóta sívaxandi vinsælda. Tónleikarnir eru haldnir í hádeginu á þriðjudögum í Norðurljósasal Hörpu og er aðgang- ur er ókeypis. Þar gefst því skemmti- legt tækifæri fyrir óperuunnendur sem og þá sem eru að byrja að feta þá braut til að kynna sér formið á stuttum en skemmtilegum tón- leikum. Forever Young er yfirskrift annarra hádegistónleika Kúnstpásuraðar á þessu hausti en þar koma fram þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran- söngkona og Hrönn Þráins- dóttir píanóleikari. Bylgja Dís segir að dagskráin að þessu sinni sé nokkuð óhefðbundin en á efnis- skránni verða nokkur fjölbreytt og falleg sönglög eftir bandarísk tónskáld frá 20. og 21. öld, m.a. tvö mögnuð lög eftir John Corigliano við ljóð Bobs Dylan; Chimes of Free- dom og Forever Young. Áður en að þeim kemur verða flutt lög eftir nokkra af áhrifavöldum þeirra. Má þar nefna Samuel Barber, Aaron Copland og Kurt Weill. „Þessi tvö lög sem Corigliano samdi við ljóð Dylans eru tiltölulega nýsamin og lögin sem fljóta með eru áhrifavaldar þeirra laga. Corigliano hafði ekki heyrt lög Dylans þegar hann las ljóðin og það er gaman að því hvað þessi ljóð falla vel að tónmáli hans. Útkoman er þann- ig að maður sér þessi fallegu ljóð í aðeins nýju ljósi og það er alltaf skemmtilegt.“ Bylgja Dís segir að það hafi nú ekki verið planið að tengja saman efnisskrána og friðarþemað sem er í gangi í borginni um þessar mundir en að það sé þó tilvalið að gera það. „Chimes of Freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. Þarna er ríkjandi sú tilfinning að finna til með þeim sem minna mega sín og það er okkur öllum hollt. Þessir tónleikar henta líka alltaf sérstaklega vel þeim sem eru að byrja að kynna sér óperutónlistina. Það er alltaf rosalega vel mætt og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og Norðurljósasalurinn rammar þetta fallega inn. Það er hátíðlegt að koma í hádeginu, njóta listarinnar og anda aðeins í dagsins önn.“ Lög Bobs Dylan í nýju ljósi Leikhús horft frá brúnni HHHHH eftir Arthur Miller Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Stefan Metz Leikarar: Arnar Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Baltasar Breki Samper, Hallgrímur Ólafsson, Harpa Arnardóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engil- bertsson, Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðhönnun og hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Þýðing: Sigurður Pálsson Horft frá brúnni eftir Arthur Miller var frumsýnt á Broadway fyrir sex- tíu árum og nú má sjá það á fjölum Þjóðleikhússins, í fjórða skiptið, enda einstaklega gott leikverk sem vert er að sýna reglulega. Leikstjór- inn Stefan Metz og hönnuðurinn Sean Mackaou taka höndum saman á ný og freista þess að endurtaka smellinn sem þeir framleiddu með Eldrauninni, líka eftir Miller. Leikverkið fjallar um ástir og átök ítalskra hafnarverkamanna í Brook- lyn. Hjónin Eddie og Beatrice Car- bone hafa alið upp Katrínu, systur- dóttur Beatrice, nánast sem sína eigin. En með komu tveggja ólög- legra innflytjenda sem hjónin veita húsaskjól vella óþægilegar tilfinn- ingar upp á yfirborðið. Miller taldi, og vildi sýna með þessu verki, að leikrit yrðu að innihalda heildræna túlkun á samfélaginu og manneskj- unni í veröldinni. Þau gætu hvorki verið of sjálfhverf né táknræn. Hilmir Snær Guðnason gerir aðra atlögu að einu af höfuðhlut- verkum Millers. Nú tekst hann á við hinn stolta Eddie sem berst á móti breytingum en neitar að horfast í augu við sitt eigið tilfinn- ingarót. Hilmir leikur Eddie ágæt- lega en aldrei af ástríðu. Hann slær ekki frá sér fyrr en hann er gjörsam- lega innikróaður en nær aldrei að brjótast í gegnum glerhjúpinn sem virðist umlykja leik hans. Lögfræðinginn hr. Alfieri leikur Arnar Jónsson en hans viðvera í verkinu verkar nánast líkt og kór- arnir í forngrískum leikverkum: Hann bæði rammar inn söguna og tjáir sig um þróun mála. Arnar leikur af öryggi og er nánast eins manns kór. Harpa Arnardóttir leikur Beatrice af mikilli næmni en heldur sér þó aðeins of mikið til hlés. Málamiðlunin verður ofan á frekar en ástin. Katrínu leikur Lára Jóhanna Jónsdóttir en hún er sakleysið og barnslega einlægnin uppmáluð. Raddbeiting Láru Jóhönnu er ekki nægilega góð en hún virðist anda línunum frá sér frekar en að segja þær. Snorri Engilbertsson leikur gleðigosann Rodolfo sem heillar Katrínu upp úr skónum og Stefán Hallur Stefánsson leikur Marco, eldri bróður Rodolfos. Hvorugur þróast með sýningunni heldur leika þeir nánast alltaf í sama taktinum en skila sínu. Þeir Baltasar Breki Samper, Hall- grímur Ólafsson og Baldur Trausti Hreinsson sinna minni, en þó mik- ilvægum, hlutverkum og ferst það þokkalega úr hendi. Fagurfræði virðist eiga allan hug Stefans Metz frekar en leikræn túlkun. Leikararnir virðast vera að leika táknmyndir frekar en raun- verulegar manneskjur. Sýningin er leikin án hlés sem er vel til fundið en drifkraftinn vantar. Persónur tala hver til annarrar frekar en hver við aðra. Búningar Seans Mackaoui eru ekkert sérstaklega eftirminni- legir en leikmyndin er virkilega vel útfærð. Hringsviðið minnir á kvik- myndasett film noir kvikmyndanna þar sem bognir skuggar og ljóstírur takast á. Lýsing Ólafs Ágústs Sævars- sonar er einnig einkar góð þar sem ljóskastararnir hreinlega elta per- sónurnar á röndum og fallegar línur eru dregnar í yfirþyrmandi myrkr- ið, sem verður reyndar stundum of dimmt. Elvar Geir Sævarsson sér ágætlega um bæði hljóðhönnun og hljóðmynd en dramatísku undir- tónarnir verða stundum of meló- dramatískir. Við lestur á leikriti Arthurs Miller leiftra tilfinningarnar á hverri blað- síðu þannig að þær nánast neista. Í þessari sýningu malla þær einungis undir yfirborðinu en ná aldrei suðupunkti. Ástríðan, tilfinninga- lega óreiðan og mannlegi harm- leikurinn kemst þess vegna aldrei almennilega til skila. Sigríður Jónsdóttir NiðurstAðA: Vel hönnuð sýning sem verður aldrei nema ylvolg. Tempraður tilfinningahiti Bylgja Dís Gunnars- dóttir syngur á Kúnstpásutón- leikum Íslensku óperunnar í hádeginu í dag. Hilmir Snær Guðnason og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum í Horft frá brúnni. Chimes of freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. 4 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i ð J u D A G u r22 M e N N i N G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 1 7 -1 0 -2 0 1 6 0 9 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F 5 -0 8 A 8 1 A F 5 -0 7 6 C 1 A F 5 -0 6 3 0 1 A F 5 -0 4 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.