Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 19
fólk
kynningarblað 2 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R
Bjarney Bjarnadóttir, kennari,
einkaþjálfari og handboltaþjálf-
ari, reynir að stunda fjölbreytta
þjálfun sem hún hefur gaman af.
„Ég er með slæma brjóskeyðingu
í öðru hnénu eftir íþróttameiðsl
og það takmarkar mig töluvert en
ég hef einbeitt mér að því sem ég
get gert í staðinn fyrir að svekkja
mig á því sem ég get ekki gert. Ég
var eitthvað viðloðandi unglinga-
landsliðið í handbolta á sínum
tíma, en hætti frekar ung að spila
með meistaraflokki vegna alvar-
legra meiðsla. Ég spilaði þó hand-
bolta í Englandi þegar ég bjó þar
og varð bæði Englands- og bikar-
meistari. Ég er með græna beltið
í karate og æfði með landsliðinu í
skvassi á tímabili en það var ekki
af því að ég sé svona góð, frekar
út af skorti á kvenfólki í íþrótt-
inni! En mér skilst ég hafi verið
efnileg,“ segir hún og hlær. Upp-
talningunni er þó ekki lokið því
Bjarney hefur líka keppt í fitness,
hlaupið hálft maraþon, farið í fall-
hlífastökk, gengið á Hvannadals-
hnjúk og tekið þátt í alþjóðlegu
„old girls“ íshokkímóti.
Hvað æfir þú? Síðustu sautj-
án árin hef ég stundað lyftingar/
styrktarþjálfun reglulega og það
er algjörlega lykillinn að því að
ég get gert allt það sem ég er að
gera í dag. Ég hef kennt spinning
í gegnum tíðina og reyni að fara
í það reglulega þó ég sé hætt að
kenna. Ég tók upp á því að byrja
að æfa íshokkí í haust, byrjaði svo
að fara aftur á skíði í fyrra eftir
tuttugu ára pásu og fór á golfnám-
skeið í vor.
Hvað færðu þér í morgunmat?
Mér finnst ekki þægilegt að borða
um leið og ég vakna þannig að ég
byrja alla morgna á acido philus,
psyllium-trefjum og grænu tei
en fæ mér svo að borða í kaffinu
í vinnunni kl. 9.30 og þá yfirleitt
gróft brauð eða hrökkbrauð með
hollu viðbiti, stundum fæ ég mér
hafragraut þegar hann er í boði.
Hvað æfir þú oft í viku? Tvisv-
ar til fimm sinnum. Ég er einstæð
móðir og laga mína dagskrá að syni
mínum en sem betur fer finnst
honum gaman í barnagæslunni
þannig að hann kemur yfirleitt með
mér í ræktina. Íshokkíæfingarn-
ar eru svo á kvöldin eftir að hann
er sofnaður og þá veltur það á því
hvort ég fæ pössun hvort ég kemst
á þær. Þegar ég fer ekki á æfingu
þá reyni ég að bralla eitthvað með
stráknum, fara í sund, á skauta, út
að hjóla og fleira og það er yfirleitt
hellings æfing í sjálfu sér.
Uppáhaldsæfingin? Íshokkíæf-
ingarnar eru það skemmtilegasta
sem ég geri en í ræktinni finnst
mér skemmtilegast að taka hné-
beygjur.
Notar þú fæðubótarefni? Ég
tek acidophilus, psyllium-trefjar,
fjölvítamín og D-vítamín á hverj-
um degi og svo tek ég járnkúra af
og til, tek þá C-vítamín með til að
auka upptöku járnsins. Ég á allt-
af próteinduft heima og nota það
stundum í boost. Annars reyni ég
að borða mat þegar því verður við
komið. Ég nota líka pre-workout
áður en ég fer á æfingar.
Hvað finnst þér gott að fá þér
í kvöldmat? Miðað við hvað ég
borða mikið af kjúklingi þá er í
raun ótrúlegt að mér skuli ekki
vaxa fjaðrir, en kjúlli í hinum
ýmsu útgáfum finnst mér alltaf
mjög góður. Mér finnst líka gott
að fá mér mexíkóskan mat og það
spillir ekki fyrir hversu einfalt
það er að útbúa hann.
Hvað færðu þér þegar þú ætlar
að gera vel við þig? Ég elska pítsz-
ur, ostafylltar brauðstangir og
Vesturbæjarís. Svo var pipar-
húðaða Nóa kroppið að koma ansi
sterkt inn! Annars finnst mér líka
mjög gaman að fara út að borða og
láta atvinnumenn og -konur elda
ofan í mig.
Ertu morgunhani eða finnst þér
gott að sofa út? Ætli ég sé ekki
morgunhani, er frekar kvöldsvæf
þannig að ég vakna þá snemma á
móti, auk þess sem ég á lífræna
vekjaraklukku sem heldur mér
við efnið. En allt fyrir klukkan sjö
telst ennþá nótt hjá mér og sem
betur fer er afleggjarinn sam-
mála.
Ertu nammigrís? Já ég get ekki
neitað því, það hefur reyndar
minnkað með árunum, vil frek-
ar nota hitaeiningarnar mínar í
góðan mat heldur en næringar-
lausan sykur. Það er samt ekk-
ert ósennilegt að fólk sjái mér
bregða fyrir í Nammilandi um
helgar!
liljabjork@365.is
ÍshokkÍ það skemmtilegasta
Bjarney Bjarnadóttir hefur stundað hinar ýmsu íþróttir og meðal annars orðið Englandsmeistari í handbolta. Hún hefur
keppt í fitness, hlaupið langhlaup auk þess að vera nýbyrjuð í íshokkíi. Hingað til er það skemmtilegast.
Bjarney reynir að stunda fjölbreytta þjálfun sem hún hefur gaman af og hefur æft ýmislegt í gegnum tíðina svo sem handbolta, íshokkí, karate og fitness.
BílaBlaðið
kemur út 9. ágúst
Áhugasamir hafi samband við:
atli Bergmann
+354 512-5457 (Sími/Tel)
+354 897-9144 (GSM/Mobile)
atlib@365.is
Í þessu blaði er hægt að kaupa
auglýsingar sem og kynningar.
0
2
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
2
0
-4
E
8
0
1
A
2
0
-4
D
4
4
1
A
2
0
-4
C
0
8
1
A
2
0
-4
A
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K