Fréttablaðið - 02.08.2016, Page 34
Inkasso-deild karla
Selfoss - Keflavík 0-0
Körfubolti Stelpurnar í U-18 ára landsliði Íslands enduðu í 4. sæti B-deildar Evrópu-
mótsins í körfubolta sem lauk í
fyrradag.
Íslenska liðið mætti því gríska í
undanúrslitum á laugardaginn og
var hársbreidd frá því að vinna og
tryggja sér þar með sæti í A-deild.
Staðan var jöfn, 58-58, þegar um
20 sekúndur voru til leiksloka en
íslensku stelpurnar fóru illa að ráði
sínu á lokasekúndunum og þurftu
að sætta sig við tap, 65-61. Á sunnu-
daginn tapaði íslenska liðið svo fyrir
heimaliði Bosníu, 82-67, en sigur
þar hefði einnig tryggt liðinu sæti
í A-deild.
„Þetta er besti árangur sem yngra
landslið kvennamegin hefur náð
og árangurinn var framar okkar
vonum. Liðið var frábært á mótinu,“
sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
íslenska liðsins, í samtali við Frétta-
blaðið í gær en hann var þá staddur
á flugvellinum í Sarajevo.
„Stelpurnar fengu mikla reynslu
og þær fengu mikið hrós. Það var
lífsgleði og stemning í kringum
liðið,“ sagði Ingi sem var ósáttur við
aðstæður í leikjunum um helgina en
það var gríðarlega heitt inni í höll-
inni sem spilað var í.
„Það var eins og maður væri að
stíga upp úr sundlaug, það lak af
manni svitinn. Ég hugsa að það hafi
verið 45 stiga hiti inni í salnum,“
sagði Ingi og bætti því við að tank-
urinn hafi einfaldlega verið tómur
hjá íslenska liðinu í síðasta leiknum
gegn Bosníu.
Þess má svo geta að Sylvía Rún
Hálfdanardóttir var valin í fimm
manna úrvalslið mótsins. Sylvía
spilaði fantavel á EM og var með
16,7 stig, 10,7 fráköst, 2,0 stoðsend-
ingar og 3,4 stolna bolta að meðal-
tali í leik. – iþs
Liðið var frábært á mótinu
Efri hlutinn
KA 29
Grindavík 25
Leiknir R. 23
Keflavík 22
Þór 19
Selfoss 17
Neðri hlutinn
Fram 16
Fjarðabyggð 14
HK 14
Haukar 14
Huginn 10
Leiknir F. 9
MILLIRIðILInn ByRjAR Í dAg
Strákarnir í U-20
ára landsliðinu í
handbolta hefja
leik í milliriðli á
EM í danmörku í
dag. Ísland mætir
þá Póllandi klukkan
12:00. Íslenska liðið
mætir því franska á sama tíma
á morgun. Ísland gerði jafntefli,
28-28, við Spán í lokaleik B-riðils
á sunnudaginn. Spánverjar unnu
riðilinn á betri markatölu en bæði
lið tóku með sér eitt stig inn í milli-
riðil. Íslenska liðið fór illa að ráði
sínu undir lokin gegn Spánverjum
en þegar tæpar tvær mínútur voru
eftir leiddi Ísland með tveimur
mörkum, 28-26. Spánverjar
skoruðu hins vegar tvö síðustu
mörk leiksins og tryggðu sér annað
stigið og sigurinn í riðlinum.
vAnn SItt FyRStA RISAMót
Bandaríski kylfingurinn jimmy
Walker hrósaði sigri á PgA-
meistaramótinu í golfi sem lauk á
sunnudaginn. Þetta var fyrsti sigur
hins 37 ára gamla Walkers á risa-
móti. Hann hafði betur í baráttu
við jason day, efsta mann heims-
listans. Walker lék lokahringinn
á þremur höggum undir pari og
samtals á 14
undir pari,
einu
höggi
á
undan
day.
Banda-
ríkja-
maðurinn
daniel
Summer-
hays
endaði í 3.
sæti eftir góðan
endasprett. Hann
lék lokahringinn
á fjórum undir
pari og endaði á
10 undir pari.
Hvenær kemur í ljós við
hvern Gunnar Nelson berst
næst? Kominn með leið á því
að horfa á hann snúa niður
fyllibyttur í Eyjum á Snap
chat.
Hjörvar Hafliðason
@hjorvarhaflida
ÞóRðUR HættUR HjÁ ÍA
Þórður Þórðarson er hættur
þjálfun kvennaliðs ÍA. Þórður
lét af störfum að eigin ósk vegna
persónulegra ástæðna. Kristinn
guðbrandsson og Steindóra Steins-
dóttir munu stýra liði ÍA út tíma-
bilið. Skagakonur eru í vondum
málum, með aðeins fjögur stig á
botni Pepsi-deildarinnar. næsti
leikur ÍA, og sá fyrsti undir stjórn
Kristins og Steindóru, er gegn Þór/
KA á heimavelli á sunnudaginn.
Golf Einvígið á nesinu, árlegt góð-
gerðarmót nesklúbbsins og dHL
Express, fór fram á nesvellinum í
gær. Þetta var í 20. sinn sem mótið
er haldið.
Líkt og á fyrsta mótinu 1997 var
leikið í þágu Umhyggju, félags sem
vinnur að bættum hag langveikra
barna. Að mótinu loknu afhenti Atli
Einarsson, framkvæmdastjóri dHL
á Íslandi, Hákoni Hákonarsyni frá
Umhyggju ávísun upp á eina millj-
ón króna.
tíu af bestu kylfingum lands-
ins var boðið að taka þátt. Eins og
venjulega var byrjað á níu holu
höggleik um morguninn. Eftir
hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar
sem einn keppandi datt út á hverri
holu þar til tveir stóðu eftir.
Að þessu sinni stóðu þeir Aron
Snær júlíusson, sigurvegarinn frá
því í fyrra, og heimamaðurinn
Oddur óli jónasson síðastir eftir.
Það fór svo að lokum að Oddur
hafði betur eftir bráðabana og
fagnaði því sigri í frumraun sinni á
mótinu en hann öðlaðist þátttöku-
rétt með því að vera klúbbmeistari
nesklúbbsins 2016.
„Þetta gekk mjög vel. Ég spilaði
höggleikinn um morguninn mjög
vel og svo hélt ég áfram að gera það
sama eftir hádegi. Þetta gekk vonum
framar. Ég bjóst kannski ekki við því
sigra, ég ætlaði bara taka eina holu
fyrir í einu,“ sagði Oddur í samtali
við Fréttablaðið í gær.
Þessi 29 ára kylfingur þekkir nes-
völlinn betur en flestir og hann segir
það hafa hjálpað til.
„Ég þekki þennan völl eins og
handarbakið á mér. Ég er búinn að
vera í nesklúbbnum síðan 1999 og
var vallarstarfsmaður í átta ár. Það
má því segja að ég þekki hvert strá á
vellinum. Það hjálpaði til að þekkja
völlinn betur en þeir sem ég spilaði
á móti,“ sagði Oddur sem hefur
verið lengi að þótt hann sé ekki
þekktasta nafnið í bransanum.
„Ég er búinn að spila golf síðan
ég var krakki. Ég spilaði á unglinga-
mótaröðinni og á Eimskipsmóta-
röðinni í mörg ár en hef lítið spilað
undanfarin tvö ár vegna vinnu og
annarra anna,“ sagði Oddur sem
starfar sem flugþjónn auk þess sem
hann leggur stund á flugnám.
Oddur hrósaði hinum efnilega
Aroni Snæ en þeir áttust við á loka-
holunni eins og áður sagði.
„Hann spilaði frábærlega í dag [í
gær]. Hann gerði það sama í fyrra og
ég gerði í ár, að vinna í fyrsta sinn
sem hann tók þátt. Það virðist sem
maður þurfi að passa sig á þeim sem
taka þátt í fyrsta sinn á næsta ári.
Það er ljóst,“ sagði Oddur í léttum
dúr að lokum. ingvithor@365.is
Ég þekki hvert strá á vellinum
Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 20. sinn á Nesvellinum í gær.
Oddur hefur lítið spilað undanfarin tvö ár en hrósaði sigri í frumraun sinni á mótinu.
Einvígið á Nesinu er árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL. Í ár fékk Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, eina milljón króna. myND/HaUKUr óSKarSSoN
oddur óli Jónasson hrósaði sigri á sínum heimavelli. myND/HaUKUr óSKarSSoN
Íslensku stelpurnar og þjálfarar á góðri stund. myND/SigrÍðUr iNga viggóSDóttir
2 . á G ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A G U R22 s p o R t ∙ f R É t t A B l A Ð I Ð
Sport
0
2
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
2
0
-3
5
D
0
1
A
2
0
-3
4
9
4
1
A
2
0
-3
3
5
8
1
A
2
0
-3
2
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K