Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 4
„Sjón er einstakur og frumlegur höfundur.“ A.S. Byatt „Sjón er einn þeirra evrópsku höfunda sem ekki verður litið fram hjá.“ El País „Margbrotinn lokakafli … Ég er sofandi hurð er stórbrotin og djörf tilraun til að ljúka heildarverkinu með sinfónískum hætti.“ Arnaldur Máni Finnsson / DV www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39 Reykjavík  Leikfélag Reykjavíkur, sem rekur Borgarleikhúsið, hefur óskað eftir viðræðum við bæjar- stjórnir annarra sveitarfélaga höfuð- borgarsvæðisins en Reykjavíkurborg- ar um að tengjast rekstri leikhússins með beinum hætti. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við óskinni um við- ræður. Bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Garðabæjar munu funda með for- svarsmönnum leikhússins. Bæjarráð Kópavogs vísar erindinu til bæjar- ritara til umsagnar, bæjarráð Hafnar- fjarðar sér sér þó ekki fært að verða við erindinu. „Þetta er hugmynd sem hefur verið rædd mikið hér síðustu ár, við erum að stíga þetta skref sem við höfum lengi viljað taka,“ segir Kristín. „Við eigum í mjög góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og það eru skóla- börn sem njóta sérstaklega aðstöð- unnar í Borgarleikhúsinu. Við erum að opna á þá hugmynd að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fari inn í sams konar samstarf og Reykjavíkurborg.“ Árlega eru um 20 til 25 leik- verk sýnd samtals 500 til 600 sinnum í Borgarleikhúsinu fyrir um 220 þús- und gesti. Árleg velta félagsins er um 1,5 milljarðar. Rekstrarframlag frá Reykjavíkurborg er um 600 milljónir króna auk húseignar, og sjálfsaflafé er um 900 milljónir króna. „Þetta er hugsað á þeim nótum að sveitarfélögin komi inn í starfsemina með ákveðið fjármagn árlega en fái í staðinn að njóta þessarar sömu þjónustu, sem varðar leikskóla- og grunnskólabörn og eldri borgara. Við erum að opna þetta samtal en það eru engar tölur sem er búið að nefna eða neitt slíkt,“ segir Kristín. „Við höfum fengið svar frá Garða- bæ um að fá að funda með þeim en við höfum ekki fengið fundarboð frá neinum öðrum. En við höfum fengið jákvæð viðbrögð. Næstu skref eru að sjá hvernig við getum stækkað þetta og látið þetta bæði efla leikhúsið og sveitarfélögin.“ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, staðfestir að hann muni funda með  forsvarsmönnum ein- hvern tímann á næstu vikum. „Mér finnst metnaðurinn og nálgunin mjög góð. En svo er það aftur allt önnur umræða hvort Garðabær taki þátt í að koma að rekstrinum og ég get ekki rætt neina niðurstöðu í því núna." Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann muni einnig funda með fulltrúum leikhússins á næstunni. saeunn@frettabladid.is Nágrannasveitarfélög ræða við Borgarleikhúsið um stuðning Leikfélag Reykjavíkur biðlar til sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins að tengjast rekstri Borgarleikhússins í fyrsta sinn. Bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Garðabæjar munu funda með forsvarsmönnum leikhússins. Árleg velta leikfélagsins er 1.500 milljónir króna. Þar af koma 600 milljónir úr borgarsjóði Reykjavíkur. Um 220 þúsund gestir sækja sýningar Borgarleikhússins árlega. Mynd/GríMUr Bjarnason BandaRíkin JP Morgan Chase, bandaríska fjárfestingabankanum, hefur verið gert að greiða um þrjátíu milljarða króna sekt, alls 264 milljónir Bandaríkjadala,  fyrir að hafa ráðið börn kínverskra embættismanna í vinnu. Ráðningarnar voru gerðar  í þeim tilgangi að embættismennirnir myndu opna á viðskiptatækifæri í landinu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið lýsti því yfir í gær að gjörðir bankans væru hreinar og klárar mútur og þær ógnuðu þjóðaröryggi. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir frá árinu 2013. – þea JP Morgan fær 30 milljarða króna í sekt Höfuðstöðvar jP Morgan Chase í new york. nordiCPHotos/aFP StjóRnmál Sigurður Ingi Jóhanns- son, formaður Framsóknar, getur vel hugsað sér að vinna með Vinstri grænum. Flokkarnir gætu náð saman um flest ef ekki öll málefni. Þetta sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu í gær eftir að hann steig út af fundi við Katrínu Jakobs- dóttur, formann Vinstri grænna, sem nú fer með stjórnarmyndun- arumboðið. Þó sagði hann að erfið- ara yrði að ná saman við suma aðra flokka sem fyrirhugað er að komi að næstu ríkisstjórn. Katrín fundaði í gær með for- mönnum allra flokka sem eiga sæti á þingi. Hún hyggst reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Með tilliti til þess eru líkur á að fimm flokkar komi að næstu stjórn. Fréttablaðið greindi frá því  í gær að möguleikarnir á slíkri stjórn væru þrír. Að stjórnarandstöðu- flokkar síðasta kjörtímabils, VG, Samfylking, Björt framtíð og Píratar, ynnu með annaðhvort Viðreisn eða Framsókn. Þriðji möguleikinn er að vinna með báðum flokkunum og þá væri hægt að sleppa einum, jafnvel tveimur hinna. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði eftir fundinn í gær að þó munur væri á stefnu flokk- anna í ýmsum málum ætti að vera hægt að komast að ásættanlegri niðurstöðu. Það myndi hins vegar kalla á samstarfsvilja. Hann sagði að flækjustigið yrði þó meira en það hefði orðið í þriggja flokka stjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Þær viðræður sigldu í strand í vikunni. Búist er við því að formlegar við- ræður hefjist í fyrsta lagi eftir helgi.  – þea Framsókn gæti náð saman við VG en erfiðara með aðra flokka sigurður ingi jóhannsson formaður og Lilja alfreðsdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokks. FréttaBLaðið/Ernir Það er heldur engin launung á því að ég hef áhyggjur af því að mjög margir flokkar eru með mikið af nýju fólki, með litla reynslu af þingstörfum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar SýRland Að minnsta kosti 25 fór- ust í loftárásum ríkisstjórnarhers Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á borgina Aleppo í gær. Loftárásir hafa nú staðið yfir stanslaust í þrjá daga en uppreisnarmenn fara með völdin í borginni. Frá þessu greinir BBC. Sprengjum var varpað á átta hverfi í austurhluta borgarinnar og voru árásirnar liður í nýju áhlaupi stjórnar- hersins. Þriggja vikna banni stjórnar- hersins við loftárásum lauk á þriðju- dag en frá því hefur stjórnarherinn varpað sprengjum á borgina. Tuttugu féllu líka þegar bílsprengja sprakk í Azaz, nærri Aleppo, í gær. – þea Enn ráðist á Aleppo úr lofti Þetta er hugmynd sem hefur verið rædd mikið hér síðustu ár, við erum að stíga þetta skref sem við höfum lengi viljað taka. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri 1 8 . n ó v e m B e R 2 0 1 6 F Ö S t U d a G U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t a B l a ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 5 -0 2 E 4 1 B 5 5 -0 1 A 8 1 B 5 5 -0 0 6 C 1 B 5 4 -F F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.