Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 16
200 150 100 50 0 10 11 12 13 14 15 16 17 18 ára ára ára ára ára ára ára ára ára 195 2 2 13 49 101 144 197 198 n 10-17 ára n 18-25 ára n 26-35 ára n 36-45 ára n 46-55 ára n 55 og eldri 37 87 269 4081075 707 Einstaklingar undir 18 ára sem leituðu til Neyðarmóttökunnar 1993-2015 Fjöldi í aldurshópum sem leitað hafa til Neyðarmóttöku 1993-2015 2.585 leitað til Neyðarmóttökunnar frá 1993 til 2015 1.143 málanna hafa verið kærð til lögreglu eða 44% 2015 var metár í fjölda karla á Neyðarmóttöku þegar 12 leituðu til hennar. Frá stofnun hafa að meðaltali fjórir karlar á ári leitað til móttökunnar. Hópnauðgunum hefur ekki fjölgað marktækt frá aldamótum. Fimmtán leituðu til Neyðarmóttökunnar á síðasta ári vegna hópnauðgunar en 2007 var metár þar sem 23 leituðu til Neyðarmóttökunnar vegna kyn- ferðisbrots þar sem gerendur voru fleiri en einn. 75 skýrslur voru teknar af börnum í Barnahúsi árið 2015 vegna kynferðisofbeldis. Árið 2013 voru málin 96. Sakfellt hefur verið í 32 málum þar sem stúlku á aldrinum 13-17 ára var nauðgað frá stofnun Hæstaréttar og til 1. ágúst 2015 Samkvæmt rannsókn Svölu Ísfeld Ólafs- dóttur frá 2015 35% gerenda í þeim málum sem sakfellt var í fyrir Hæstarétti eru yngri en 19 ára. Þegar stúlkur ná fermingaraldri stóraukast líkur á að þær verði fyrir nauðgun. Þetta sýna tölur Neyðar- móttökunnar en stórt stökk verður í komum einstaklinga frá fjórtán ára aldri. Komunum heldur svo áfram að fjölga í gegnum unglingsárin og fram á fullorðinsár. Hér á eftir verður oftast rætt um unglingsstúlkur. Að meðal- tali leita fjórir karlar á ári til Neyðar- móttökunnar. Sé rýnt í tölur um Neyðarmót- tökuna frá stofnun hennar árið 1993, sést hvernig komur unglingsstúlkna fara stigvaxandi með aldrinum. Þret- tán tólf ára stúlkur hafa leitað til Neyðarmóttökunnar, 49 þrettán ára stúlkur hafa leitað á móttökuna en strax við fjórtán ára aldurinn eru þær orðnar 102. Þá hafa152 fimmtán ára stúlkur leitað til móttökunnar og 209 sextán ára stúlkur. Alls hafa 707 ein- staklingar undir lögaldri leitað á mót- tökuna frá stofnun. Vert er að taka fram að aldurshóp- urinn 18 til 25 ára er þrátt fyrir þetta fyrirferðarmesti aldurshópurinn en 1.075 manns í þeim aldurshópi hafa leitað til móttökunnar frá 1993. Eftir það taka komurnar mikla dýfu. 801 einstaklingur 26 ára og eldri hefur leitað til móttökunnar frá upphafi. Þeir elstu eru eldri en 55 ára. Eyrún Jónsdóttir hefur verið verk- efnastjóri Neyðarmóttökunnar frá stofnun hennar en hefur nú ákveðið að hætta og snúa sér að öðru. Í dag heldur Landspítalinn málþing henni til heiðurs þar sem meðal annars verður rætt um mikilvægi Neyðar- móttökunnar fyrir brotaþola. Eyrún segir að sérstaklega verði að huga að yngsta hópnum sem leiti til móttökunnar. Aðstæður þar séu töluvert ólíkar því sem gengur og gerist með fullorðnar konu sem leita þangað eftir nauðgun. „Í sjálfu sér eru  unglingsstúlkurnar ekki á skemmtistöðunum eða í skemmtana- lífinu en um fermingaraldur eru þær farnar að fikra sig áfram í samskiptum við hitt kynið, farnar að fara í fyrsta skipti á djammið og drekka í fyrsta sinn. Það er algengast í þeirra málum að gerendur séu eldri, jafnvel þremur til fjórum árum eldri. En svo kemur líka fyrir að gerandi og þolandi séu jafnaldrar. Stelpur á þessum aldri eru oft þroskaðri og síður að líta til [jafn- aldra stráka], þær taka sénsa, fara í partí þar sem er blandaður hópur en aldur þeirra og þroskaleysi kemur í veg fyrir að þær lesi í aðstæðurnar,“ segir Eyrún. „Það er algengt í málum þessara stelpna og stráka að þær segi ekki alveg strax frá. Þær segja trúnaðar- vinkonu sinni sem svo segir mömmu sinni sem að lokum segir móður brotaþola frá. Oft eru þær því að koma á Neyðarmóttöku nokkrum dögum eftir að brotið hefur verið framið,“ segir Eyrún. Áfall fyrir foreldra Fyrstu viðbrögð foreldra skipta miklu máli fyrir þolendur. „Það er auðvitað versta martröð foreldra að upplifa að dóttir þeirra hafi orðið fyrir alvarlegri kynferðislegri árás. Fyrstu viðbrögð foreldra eru þá oft að fara að ofvernda og halda utan um barnið eins vel og hægt er. Þá upplifa krakkar stundum að þau hefðu jafnvel ekki átt að segja frá. Þegar við hringjum í foreldrana verða fyrstu viðbrögð oft reiði og skammir, um að þetta hefði ekki gerst ef börnin hefði ekki gert eitt- hvað ákveðið. En þessir einstaklingar eru fullir af þeim hugsunum sjálfir,“ segir Eyrún. Eyrún segir allt ferlið sérstaklega átakanlegt fyrir unglingsstúlkur á Neyðarmóttökunni. Í mörgum tilfell- um var ofbeldið sem þær urðu fyrir þeirra fyrsta kynferðislega reynsla og Nauðgun dóttur versta martröð foreldra Ríflega sjö hundruð einstaklingar undir lögaldri hafa leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana frá stofnun hennar. Stökk verður í komum við fjórtán ára aldurinn. Foreldrar verða oft fyrir áfalli og fyrstu viðbrögð eru oft til þess fallin að valda unglingnum vanlíðan. Þröngt um Neyðarmóttökuna í Fossvogi Neyðarmóttakan er hýst í einu litlu herbergi inn af bráðamóttökunni í Fossvogi. Í herberginu fer öll skoðun fram. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá þarf að eyða sýnum og sönnunargögnum eftir níu vikur vegna þess að skáparnir inni í herberginu eru eina rýmið sem móttakan hefur til að geyma gögnin og þeir vilja fyllast fljótt. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Þolendur kynferðisofbeldis upplifa mikla skömm sem stundum magnast upp vegna vondra viðbragða foreldra í miklu áfalli. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir að stundum þurfi starfsfólk að vera milliliður á milli barna og foreldra. NordicpHotoS/Getty þegar komið er á Neyðarmóttökuna þurfa þær að fara í sína fyrstu kven- skoðun. „Fyrir hverja einustu konu er það að fara í gegnum sína fyrstu kvenskoðun ákveðið ferli sem þarf að manna sig upp í. Í þessum tilfell- um þarf svo að gæta að því að þetta er kvenskoðun gerð undir þessum aðstæðum. Það þarf að vera mjög nærgætinn og upplýsa og fræða jafn- harðan og gefa allan tíma sem þarf til að útskýra hvers vegna við verðum að gera þetta. Þessi mál taka oft langan tíma vegna þess að við erum að reyna að sýna fyllstu alúð svo koman verði ekki trámatísk upplifun sem sitji í þeim áfram.“ Eyrún segir jafnframt að þroska- leysið skíni í gegn þegar kemur að orðfæri og frásögn af ofbeldinu. Hópurinn sé mun meira hikandi en eldri konur. „Með tilkomu netsins og klámsins er ofbeldið í eðli sínu alltaf að verða grófara og gerandinn er upp- fullur af annarlegum hugmyndum sem hann útfærir á einstaklingnum. Það kannski skín í gegn þessi undir- gefni, að vera ekki búinn að móta sjálfur skoðanir og að það megi segja nei. Það þurfi ekki að ganga inn í eitt- hvað þó þú sért beittur miklum þrýst- ingi. Það er þetta mótstöðuleysi sem hefur alltaf fylgt hópnum en marka- leysið er svo að verða enn meira.“ Vill ná til gerenda Þrátt fyrir að Eyrún sé að hætta eftir farsælan tíma í starfi á Neyðarmót- tökunni er hún ekki hætt að brenna fyrir málaflokknum. Hún segir einar stærstu brotalamirnar snúa að skorti á fræðslu. „Það þarf að snúa sér að gerendum og gera öllum grein fyrir hversu alvarlegt þetta er. Þetta hefur ekkert með kynlíf að gera heldur er þetta gróft ofbeldi. Upplýsing og fræðsla er það sem stendur upp úr til að reyna að koma í veg fyrir brotin. Svo þarf að auka úrræði fyrir þá sem þurfa aðstoð. Það eru öll kerfi drukknuð í dag.“ Hún nefnir líka að finna þurfi milli- veginn á milli þess að fjölmiðlar tali opinskátt um kynferðisofbeldi og án þöggunar en sleppi grafískum lýsingum. „Þegar brotaþolar koma hingað er þeim lofað nafnleynd og trúnaði en vinna okkar gengur líka út á að útskýra að ef þeir kæra þá sé líklegt að einhver klausa verði um málið í blaðinu. Nærfærin umfjöllun er fyrsta krafan því þetta hefur áhrif til langframa.“ Með tilkomu netsins og klámsins er ofbeldið í eðli sínu alltaf að verða grófara. Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmót- tökunnar 1 8 . N ó v E m b E r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r16 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 5 -1 1 B 4 1 B 5 5 -1 0 7 8 1 B 5 5 -0 F 3 C 1 B 5 5 -0 E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.