Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 6
JÓLALEIKUR GEVALIA Sendu okkur tvo toppa af Gevalia kapokum fyrir 15. desember. Þú gætir unnið KitchenAid® kavél eða Rosendahl Grand Cru hitakönnu. Drögum 20. desember. Tækni SpaceX hefur sótt um að fá að senda 4.425 gervihnetti út í geim. Fyrirtækið, sem er í eigu Elon Musk, hyggst nota gervihnettina til að koma á háhraðanettengingu um gjörvalla veröld. Business Insider greinir frá því að þessi fjöldi gervihnatta myndi fimmfalda fjölda virkra gervihnatta á sporbaug um jörðu. Nú þegar eru 1.419 virkir gervihnettir á spor- baug en um 2.600 óvirkir. Því væri gervihnattafloti SpaceX mun stærri heldur en allir gervihnettir sem áður hafa verið sendir á sporbaug til samans. Samkvæmt umsókn SpaceX til yfirvalda í Bandaríkj- unum yrði hver gervihnöttur um 400 kíló og á stærð við smá- bíl. Þeir myndu vera í rúmlega þ ú su n d k í l ó - metra hæð og gætu dreift merki sínu á svæði með um þúsund k í l ó m e t r a radíus. – þea Gervihnettir til að auka hraða  Flauelsbyltingarinnar minnst Íbúar í Prag kveiktu á kertum í gær í tilefni þess að 27 ár eru liðin frá Flauelsbyltingunni, þegar friðsæl mótmæli í Tékklandi og Slóvakíu urðu til þess að kommúnistaríkisstjórnin féll. Byltingunni lauk 29. desember sama ár. Fréttablaðið/EPa nígería Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvæla- verð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safn- ast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvar- leg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna van- næringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald Reynt að bjarga tugum þúsunda barnslífa Meira en níu milljónir hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF vegna vannær- ingar í Nígeríu og nágrannalöndunum Níger, Tsjad og Kamerún. UNICEF segir frábært að finna stuðninginn frá Íslandi Hann skipti miklu máli. Konur og börn bíða aðstoðar við næringarstöð á vegum UNiCEF í Muna í útjaðri bæjarins Maiduguri í borno-héraði í Nígeríu. Þessi mynd er tekin í september en þar í búðunum er athvarf fyrir um 16 þúsund manns. NordiCPhotos/aFP stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-sam- takanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 pró- sentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. gudsteinn@frettabladid.is SlyS Skólabíll vó salt á vegkanti skammt frá brúnni yfir Leirá í Hval- fjarðarsveit í gær. Engu mátti muna að rútan ylti á hliðina og hafnaði utan vegar. Bílstjórinn var einn á ferð, á leiðinni að sækja börn í Heiðarskóla, þegar óhappið varð. Honum varð ekki meint af. Slæmar aðstæður eru á Leirár- sveitarvegi og er hann varla fær fyrir hálku. Þetta er þriðja óhappið á rúmum mánuði þar sem skapast hefur hætta á því að rúta velti á hliðina vegna aðstæðna á vegi. – þh Bílstjóri slapp með skrekkinn ViðSkipTi „Afkoma Reita á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 er í takti við væntingar stjórnenda félagsins,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Hagnaður á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 1,47 milljörðum króna en var 5,2 milljarðar á sama tíma í fyrra. Leigutekjur félagsins námu 7,4 milljörðum en voru 6,62 milljarðar í fyrra og jukust því um 12,3 prósent. – jhh Tekjur jukust um 12 prósent skólabíll vó salt á vegkanti. Fréttablaðið/aNtoN Guðjón auðunsson, forstjóri reita. Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. 1 8 . n ó V e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D a g U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 5 -1 6 A 4 1 B 5 5 -1 5 6 8 1 B 5 5 -1 4 2 C 1 B 5 5 -1 2 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.