Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 64
Lars Ulrich, trommari hljómsveitarinnar, þykir slá taktinn ógnarvel á þessari nýjustu afurð Metallica. Mynd/Getty Það eru fáir betri á sviði en James Hetfield söngvari. Jafn- vel þótt aldurinn sé að færast yfir þá rokkar hann enn. Mynd/Getty Ulrich með kjuðana á lofti. Hann virðist nenna að rokka að nýju eftir frekar slappa frammistöðu undanfarin ár. Mynd/Getty Metallica á sviði. Þar kunna þeir vel við sig. Mynd/Getty Bill Clinton og Lars Ulrich ræða saman í kosningabaráttu Hillary Clinton. Mynd/Getty James Hetfield er ekki lengur unglingur en hann er samt vel skreyttur flúrum. töff flúrum. Mynd/Getty P latan inniheldur 12 lög og nær rúmum 78 mínútum. Fyrsta smá-skífan, Hardwired, kom út 18. ágúst og féll aðdá-endum Metallica vel í geð. Önnur smáskífan, Moth into Flame, fékk enn betri dóma og ljóst að risarnir í rokkinu væru komnir til baka. Hljómsveitin ætlar að gera myndband við hvert einasta lag en áður fyrr var hljómsveitin treg til að gera myndbönd. Hljómsveitarmeðlimir eru allir um fimmtugt en eru samt að búa til nýtt, hrátt og hávært rokk. Á meðan er hin rokkgoðsögnin, Guns ’N Roses, að fylla leikvanga með því að spila gamalt efni og ekkert nýtt á leiðinni. Vissulega eru tónleikar Metallica enn fullir af gömlu efni en það heyrist nýtt líka. Þeir hafa alltaf verið duglegir að spila á tónleikum en nú taka þeir tveggja vikna túra. „Við eigum allir fjölskyldu og börn sem við viljum vera með. Við erum ekki þrítugir lengur og við fylgjum plötunni eftir með tónleikum um víða veröld. En svo komum við heim og njótum tímans með fjölskyldum okkar,“ sagði Hetfield í viðtali við New York Times. Platan inniheldur ekkert lag eftir Kirk Hammett gítarleikara. Ekki vegna þess að hann hafði engar hug- myndir, hann týndi þeim öllum. „Ég var með um 500 hugmyndir á síman- um mínum en hann týndist í Evrópu. Þetta er trúlega eitt það versta sem hefur komið fyrir mig síðustu fimm ár,“ sagði kappinn í sama viðtali. Hardwired … to Self-Destruct hefur verið að fá fína dóma. Þann- ig gefur Metacritic henni fjórar og hálfa stjörnu, NME gefur henni fjórar og flestir miðlar virðast vera á sömu bylgjulengd. 2016 árgerðin af Metallica virðist vera góð. benediktboas@365.is Ný plata Metallica, Hardwired … to Self- Destruct, kemur út í dag. Þetta er tíunda stúdíóplata hljómsveitarinnar en átta ár eru frá síðustu plötu. Ekkert lag er eftir Kirk Hammett, í fyrsta sinn síðan 1983. Rokkrisinn er upprisinn Diskur 1 Nr. Titill Höfundar 1. Hardwired James Hetfield, Lars Ulrich 2. Atlas, Rise! Hetfield, Ulrich 3. Now That We’re Dead Hetfield, Ulrich 4. Moth Into Flame Hetfield, Ulrich 5. Dream No More Hetfield, Ulrich 6. Halo on Fire Hetfield, Ulrich Diskur 2 Nr. Titill Höfundar 1. Confusion Hetfield, Ulrich 2. ManUNkind Hetfield, Ulrich og Robert Trujillo 3. Here Comes Revenge Hetfield, Ulrich 4. Am I Savage? Hetfield, Ulrich 5. Murder One Hetfield, Ulrich 6. Spit Out the Bone Hetfield, Ulrich Frá vinstri. Robert trujillo, Lars Ulrich, James Hetfield, og Kirk Hammett þakka fyrir sig eftir tónleika í San Francisco. Mynd/Getty 1 8 . N ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r52 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 5 -3 9 3 4 1 B 5 5 -3 7 F 8 1 B 5 5 -3 6 B C 1 B 5 5 -3 5 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.