Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 44
1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r32 S p o r T ∙ F r É T T A b L A ð i ð ✿ Sögulegt heimshornaflakk hjá kylfingnum ólafíu Þórunni Kristinsdóttur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 4. október Ísland Boston 5 tímar 4. október Boston Raleigh 2 tímar 15. október Raleigh Orlando 2 tímar 24. október Orlando Sjanghaí 21 tími 25. október Sjanghaí Sanya 3 tímar 30. október Sanya Hong Kong 2 tímar 30. október Hong Kong Abú Dabí 9½ tími 6. nóvember Abú Dabí Nýja-Delí 3½ tími 15. nóvember Nýja-Delí London 9½ tími 16. nóvember London Ísland 3 tímar 21. nóvember Ísland Orlando 7 tímar Ég var svolítið að fylgjast með hver tíminn var í landinu sem ég var að ferðast til næst. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um öll ferðalögin. 70 Klukkutímar hjá Ólafíu Þórunni í loft- inu í 11 flugferðum sínum á sjö vikum. Það var svolítið mikið að fara til Kína beint eftir úrtökumótið. GoLF „Umhverfis hnöttinn á 80 dögum“ er fræg ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Íslandsmeistaranum í golfi, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, mun tak- ast það að fara kringum hnöttinn á innan við fimmtíu dögum þegar hún lendir næst í Bandaríkjunum eftir þrjá daga. „Þegar ég var að fljúga síðasta flugið til Íslands frá London þá var það nú ekki mikið mál,“ segir Ólafía Þórunn í léttum tón aðspurð um öll ferð- lögin á síðustu vikum. Frá 4. október síð- astliðnum hefur hún flogið ellefu sinnum og eytt rúmlega sjötíu klukkutímum í háloft- unum. Flugið frá London til Íslands var líka ekkert mikið í samanburði við öll hin flugin. Það lengsta var frá Orlando í Bandaríkjunum yfir til Sjanghaí í Kína. það tók hana rúma tuttugu tíma. „Það var svolít- ið mikið að fara til Kína beint eftir úrtökumótið,“ viðurkennir Ólafía Þórunn en hún fékk stuttan tíma til jafna sig eftir lengsta flugið. Hún átti líka eftir að fljúga í tíu tíma á milli Hong Kong og Abú Dabí og aðra tíu tíma frá Nýju-Delí á Indlandi til London. Ólafía þurfti að finna sér eitthvað að gera þessa endalausu klukku- tíma í flugvélum. „Ég var svo- lítið að fylgjast með hver tíminn var í landinu sem ég var að ferðast til næst. Ég var um leið að sofa á réttum tíma í flugvél- unum enda voru þetta löng flug og allt upp í 35 tíma ferðlög. Ég var alltaf með þá stefnu að reyna að koma mér inn á rétt tímabelti,“ segir Ólafía Þórunn. „Svo var líka gott afþreyingar- kerfi í flugvélinni. Ég horfði á þrjár bíómyndir og las tvær bækur. Ég reyndi bara að finna mér eitthvað að gera eins og að fara yfir bók- haldið mitt sem er reyndar ekki það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Ólafía brosandi. Ólafía Þórunn hefur skrifað íslensku golfsöguna á þessum ótrúlegu vikum sínum í „hnatt- ferðinni“ og getur haldið því áfram þegar hún keppir á lokaúr- tökumótinu fyrir LPGA atvinnu- mótaröðina. Ólafía Þórunn fékk nokkra daga hér heima á Íslandi  til að safna orku og hitta fjölskylduna sína. Það var nauðsynlegt fyrir hana að anda að sér íslenska loftinu á ný. Heimsferð Ólafíu var líka sögu- leg vegna frammistöðu hennar. Hún varð fyrsti íslenski kylf- ingurinn sem nær að tryggja sér keppnis rétt á bandarískri atvinnu- mótaröð en hún nældi í keppnis- rétt á Symetra-mótaröðinni um leið og hún komst inn á lokaúr- tökumót LPGA. Symetra-móta- röðin er næststerkasta atvinnu- mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafía hélt síðan áfram að skrifa söguna á mótinu Fatima Bint Mub- arak á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí þar sem hún var í for- ystu eftir fyrstu tvo dagana. Það er langbesti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð til þessa á sterkustu atvinnumótaröð Evr- ópu. Ólafía gaf reyndar aðeins eftir á síðustu tveimur hringunum en endaði í 26. sæti og tvöfaldaði verðlaunaféð sitt á árinu. En hverjar eru líkurnar á að hún komist inn á LPGA mótaröðina? „Þetta er fyrst og fremst andlega krefjandi og því þarf maður að vera andlega sterkur. Ég veit að ég þarf að vera stöðug og spila ótrú- lega vel. Ef ég spila nokkuð vel og held mér sterkri í hausnum þá á ég alveg góða möguleika,“ segir Ólafía. Það verður í það minnsta spenn- andi að fylgjast með Ólafíu í þessu risastóra og sögulega verkefni sem er framundan. Mótið fer fram í lok nóvember og hún fer snemma út til Bandaríkjanna til að undirbúa sig sem best. Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur hún farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum sjö vikum. Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 5 -4 8 0 4 1 B 5 5 -4 6 C 8 1 B 5 5 -4 5 8 C 1 B 5 5 -4 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.