Fréttablaðið - 18.11.2016, Side 44
1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r32 S p o r T ∙ F r É T T A b L A ð i ð
✿ Sögulegt heimshornaflakk hjá kylfingnum ólafíu Þórunni Kristinsdóttur
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
4. október
Ísland
Boston
5 tímar
4. október
Boston
Raleigh
2 tímar
15. október
Raleigh
Orlando
2 tímar
24. október
Orlando
Sjanghaí
21 tími
25. október
Sjanghaí
Sanya
3 tímar
30. október
Sanya
Hong Kong
2 tímar
30. október
Hong Kong
Abú Dabí
9½ tími
6. nóvember
Abú Dabí
Nýja-Delí
3½ tími
15. nóvember
Nýja-Delí
London
9½ tími
16. nóvember
London
Ísland
3 tímar
21. nóvember
Ísland
Orlando
7 tímar
Ég var svolítið að
fylgjast með hver
tíminn var í landinu sem ég
var að ferðast til næst.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um öll
ferðalögin.
70
Klukkutímar hjá
Ólafíu Þórunni í loft-
inu í 11 flugferðum
sínum á sjö vikum.
Það var
svolítið mikið
að fara til Kína
beint eftir
úrtökumótið.
GoLF „Umhverfis hnöttinn á 80
dögum“ er fræg ævintýrasaga eftir
franska rithöfundinn Jules Verne.
Íslandsmeistaranum í golfi, Ólafíu
Þórunni Kristinsdóttur, mun tak-
ast það að fara kringum hnöttinn
á innan við fimmtíu dögum þegar
hún lendir næst í Bandaríkjunum
eftir þrjá daga.
„Þegar ég var að fljúga síðasta
flugið til Íslands frá London þá var
það nú ekki mikið mál,“ segir
Ólafía Þórunn í léttum tón
aðspurð um öll ferð-
lögin á síðustu vikum.
Frá 4. október síð-
astliðnum hefur hún
flogið ellefu sinnum
og eytt rúmlega sjötíu
klukkutímum í háloft-
unum.
Flugið frá London til Íslands var
líka ekkert mikið í samanburði við
öll hin flugin. Það lengsta var frá
Orlando í Bandaríkjunum yfir
til Sjanghaí í Kína. það tók hana
rúma tuttugu tíma. „Það var svolít-
ið mikið að fara til Kína beint eftir
úrtökumótið,“ viðurkennir Ólafía
Þórunn en hún fékk stuttan tíma
til jafna sig eftir lengsta flugið.
Hún átti líka eftir að fljúga í tíu
tíma á milli Hong Kong og Abú
Dabí og aðra tíu tíma frá Nýju-Delí
á Indlandi til London. Ólafía
þurfti að finna sér eitthvað að
gera þessa endalausu klukku-
tíma í flugvélum. „Ég var svo-
lítið að fylgjast með hver
tíminn var í landinu sem
ég var að ferðast til
næst. Ég var um leið
að sofa á réttum
tíma í flugvél-
unum enda
voru þetta löng flug og allt upp í
35 tíma ferðlög. Ég var alltaf með
þá stefnu að reyna að koma mér
inn á rétt tímabelti,“ segir Ólafía
Þórunn.
„Svo var líka gott afþreyingar-
kerfi í flugvélinni. Ég horfði á þrjár
bíómyndir og las tvær bækur. Ég
reyndi bara að finna mér eitthvað
að gera eins og að fara yfir bók-
haldið mitt sem er reyndar ekki
það skemmtilegasta sem ég geri,“
segir Ólafía brosandi.
Ólafía Þórunn hefur skrifað
íslensku golfsöguna á þessum
ótrúlegu vikum sínum í „hnatt-
ferðinni“ og getur haldið því
áfram þegar hún keppir á lokaúr-
tökumótinu fyrir LPGA atvinnu-
mótaröðina.
Ólafía Þórunn fékk nokkra daga
hér heima á Íslandi til að safna
orku og hitta fjölskylduna sína.
Það var nauðsynlegt fyrir hana að
anda að sér íslenska loftinu á ný.
Heimsferð Ólafíu var líka sögu-
leg vegna frammistöðu hennar.
Hún varð fyrsti íslenski kylf-
ingurinn sem nær að tryggja sér
keppnis rétt á bandarískri atvinnu-
mótaröð en hún nældi í keppnis-
rétt á Symetra-mótaröðinni um
leið og hún komst inn á lokaúr-
tökumót LPGA. Symetra-móta-
röðin er næststerkasta atvinnu-
mótaröðin í Bandaríkjunum.
Ólafía hélt síðan áfram að skrifa
söguna á mótinu Fatima Bint Mub-
arak á LET Evrópumótaröðinni í
Abú Dabí þar sem hún var í for-
ystu eftir fyrstu tvo dagana. Það er
langbesti árangur sem íslenskur
kylfingur hefur náð til þessa á
sterkustu atvinnumótaröð Evr-
ópu. Ólafía gaf reyndar aðeins
eftir á síðustu tveimur hringunum
en endaði í 26. sæti og tvöfaldaði
verðlaunaféð sitt á árinu.
En hverjar eru líkurnar á að hún
komist inn á LPGA mótaröðina?
„Þetta er fyrst og fremst andlega
krefjandi og því þarf maður að
vera andlega sterkur. Ég veit að ég
þarf að vera stöðug og spila ótrú-
lega vel. Ef ég spila nokkuð vel og
held mér sterkri í hausnum þá á
ég alveg góða möguleika,“ segir
Ólafía.
Það verður í það minnsta spenn-
andi að fylgjast með Ólafíu í þessu
risastóra og sögulega verkefni sem
er framundan. Mótið fer fram í lok
nóvember og hún fer snemma út
til Bandaríkjanna til að undirbúa
sig sem best.
Umhverfis hnöttinn á 48 dögum
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í
Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur hún farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum sjö vikum.
Óskar Ófeigur
Jónsson
ooj@frettabladid.is
1
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
5
5
-4
8
0
4
1
B
5
5
-4
6
C
8
1
B
5
5
-4
5
8
C
1
B
5
5
-4
4
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K