Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 30
Nýjast
Domino’s-deild karla í körfu
ÍR - KR 78-94
ÍR: Matthew Hunter 19, Matthías Orri Sigurðar-
son 14, Vilhjálmur Theodór Jónsson 12, Hjalti
Friðriksson 12, Sveinbjörn Claessen 10, Hákon
Örn Hjálmarsson 9, Daði Berg Grétarsson 2.
KR: Darri Hilmarsson 22, Brynjar Þór Björnsson
19, Sigurður Á. Þorvaldsson 18/10 fráköst,
Cedrick Taylor Bowen 17, Þórir Guðmundur
Þorbjarnarson 13, Pavel Ermolinskij 3/8/6.
Snæfell - Skallagrímur 112-115
Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34, Sefton
Barrett 31/11 frá., Geir Elías Úlfur Helgason
12, Árni Elmar Hrafnsson 9, Þorbergur Helgi
Sæþórsson 9, Viktor Marínó Alexandersson 8.
Snæfell: Flenard Whitfield 42, Sigtryggur Arnar
Björnsson 27, Magnús Þór Gunnarsson 15/6
fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir,
Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni
Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3.
Efri
Stjarnan 12
KR 12
Grindav. 8
Tindast. 8
Þór Þ. 8
Njarðvík 6
Neðri
Keflavík 6
Skallagrímur 6
Þór Ak. 4
Haukar 4
ÍR 4
Snæfell 0
Olís-deild karla í handbolta
Haukar - Selfoss 40-30
Haukar - Mörk (skot): Adam Haukur Baumruk
11 (18), Daníel Þór Ingason 8 (9), Guðmundur
Árni Ólafsson 5/1 (6/2), Heimir Óli Heimisson 4
(4), Jón Þorbjörn Jóhannsson 4 (5), Þórður Rafn
Guðmundsson 3 (3), Janus Daði Smárason 3
(8/1), Elías Már Halldórsson 2 (5), Andri Heimir
Friðriksson (2).
Varin skot: Giedrius Morkunas 10 (26, 38%),
Grétar Ari Guðjónsson 9/1 (23/1, 39%),
Selfoss - Mörk (skot): Elvar Örn Jónsson 8 (16),
Sverrir Pálsson 5 (6), Einar Sverrisson 5 (10),
Guðjón Ágústsson 4 (5), Hergeir Grímsson
3 (5), Einar Ólafur Vilmundarson 1 (1), Alexand-
er Már Egan 1 (1), Árni Steinn Steinþórsson 1
(4), Magnús Öder Einarsson 1 (5), Teitur Örn
Einarsson 1 (5/1), Eyvindur Hrannar Gunn-
arsson (1),
Varin skot: Helgi Hlynsson 9/2 (24/2, 38%),
Einar Ólafur Vilmundarson 6 (31/1, 19%),
Fram - Afturelding 28-38
Fram: Arnar Birkir Hálfdánarson 9, Andri Þór
Helgason 8, Siguður Örn Þorsteinsson 4.
Afturelding: Árni Bragi Eyjólfsson 10, Gestur
Ingvarsson 7, Gunnar Þórsson 5.
FH - Grótta 26-22
FH: Einar Rafn Eiðsson 6, Arnar Freyr Ársæls-
son 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Jóhann Birgir
Ingvarsson 4, Ágúst Birgisson 3.
Grótta: Finnur Ingi Stefánsson 6, Aron Dagur
Pálsson 5, Elvar Friðriksson 4.
Efri
Afturelding 18
Haukar 14
Valur 14
FH 13
Selfoss 12
Neðri
ÍBV 11
Grótta 9
Fram 9
Stjarnan 9
Akureyri 7
Í dag
17.50 Stjarnan - Tindastóll Sport
19.40 Brighton - Aston Villa Sport2
19.50 Keflavík - Grindavík Sport
22.00 Körfuboltakvöld Sport
01.00 NBA: Celtics-Warriors Sport
18.00 Stjarnan - Tindast. Ásgarður
19.15 Þór Ak. - Þór Þ. Höllin Ak.
20.00 Keflavík - Grindavík Keflav.
Sara Björk Sló GlódíSi út
Sara Björk Gunnarsdóttir og
félagar í þýska liðinu Wolfsburg
eru komnar áfram í átta liða úrslit
Meistaradeildar kvenna í fótbolta
eftir að þær slógu í gær út Gló-
dísi Perlu Viggósdóttur og félaga
hennar í Eskilstuna United, 8-1
samanlagt.
Körfubolti 31. júlí 2004 var sögu-
legur fyrir íslenska kvennalands-
liðið því þá lék anna María Sveins-
dóttir síðasta landsleikinn sinn.
Það er samt ekki það eina sem gerir
þennan leik í fjallaríkinu andorra
sögulegan. Þetta var einnig síðasti
keppnisleikur íslenska landsliðsins
án Helenu Sverrisdóttur eða þar til
í Slóvakíu á morgun.
íslenska kvennalandsliðið er
komið til Piestany í Slóvakíu þar
sem liðið spilar næstsíðasta leik
sinn í undankeppni EM 2017 á
morgun laugardag. lokaleikur
liðsins er síðan á móti Portúgal í
laugardalshöllinni í næstu viku.
landsliðsþjálfarinn ívar Ásgríms-
son fer ekkert í felur með hversu
mikið munar um Helenu Sverris-
dóttur sem var með 19,5 stig, 10,0
fráköst og 6,8 stoðsendingar í leik í
fyrstu fjórum leikjunum.
Hefur haldið uppi sókninni
„Við vitum það að við erum að missa
gríðarlega góðan sóknarmann í Hel-
enu. Hún hefur verið að halda uppi
okkar sóknarleik, ekki bara með því
að skora mikið heldur einnig með
því að búa mikið til,“ segir ívar.
„Það breytist mjög mikið hjá
okkur. Við erum ekki með eins
mikið af einstaklingsframtaki núna.
Við þurfum að byggja mjög upp á
liðsbolta þar sem stelpurnar eru
að fría hver aðra og vinna saman.
Stelpurnar þurfa að hreyfa sig miklu
meira en þegar við vorum með Hel-
enu,“ segir ívar.
Helena Sverrisdóttir er nú í barns-
burðarleyfi og því ekki með íslenska
liðinu. Hún spilaði alla keppnisleiki
íslands frá því að hún var sextán ára
gömul á Norðurlandamótinu 2004
þar til að hún, nú á 28 aldursári,
leiddi íslenska liðið til sigurs á móti
Ungverjalandi í febrúar síðast-
liðnum.
Ekki byrjaðar í skóla
tvær keflavíkurstelpur spila fyrsta
landsleikinn sinn á morgun en þær
eru bara átján ára gamlar. thelma
dís Ágústsdóttir og Emelía ósk
Gunnarsdóttir voru ekki byrjaðar
í skóla þennan sumardag þegar
ísland mætti lúxemborg á Promot-
ion Cup í andorra. anna María
Sveinsdóttir var stigahæst í kveðju-
leiknum en hún fékk aldrei tæki-
færi til að spila við hlið Helenu í
landsliðinu. Helena kom inn fyrir
önnu Maríu á Norðurlandamótinu
í arvika í Svíþjóð tæpum tveimur
vikum síðar.
Frá 1. ágúst 2004 hefur Helena
verið með í öllum 48 mótsleikjum
íslenska landsliðsins. Enginn leik-
manna íslenska liðsins á morgun
hefur spilað keppnisleik án þess að
hafa Helenu sér við hlið. lykilleik-
maður eins og Pálína Gunnlaugs-
dóttir hefur aldrei spilað landsleik
án þess að Helena sé í byrjunar-
liðinu.
Leiðinlegt að missa Helenu
„Það er mjög leiðinlegt að missa
Helenu og hún er frábær leikmað-
ur. Hún hefur verið stór partur af
okkar sóknarleik en engu að síður
þá opnast núna fleiri tækifæri. Við
hinar verðum að grípa þau tæki-
færi,“ sagði Pálína sem leyfði sér
aðeins að skjóta á samherja sinn til
margra ára.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin
þá fagna ég alveg pínu að fá fleiri
skot en ég vona bara að hausinn
verði rétt stillur og að ég setji þau
niður. Ég held að þetta verði bara
spennandi,“ segir Pálína. Hvort
Pálína og félagar fái núna fleiri
skot eins og hún grínaðist með
á eftir að koma í ljós. Helena var
vissulega mikið með boltann en
hún dró líka mikið í sig. Hinar
stelpurnar fengu því oft mikið
pláss til að athafna sig. Nú þurfa
aðrar að búa til vinnusvæðið
fyrir bæði sig og aðra leikmenn.
Helena spilaði nefnilega ekki aðeins
alla þessa leiki heldur var hún í
lykilhlutverki í liðinu.
Stigahæst í 38 af 48 leikjum
Helena skoraði alls 875 stig í
þessum 48 keppnisleikjum sem
gera 18,2 stig í leik og 26 prósent
allra stiga íslenska liðsins. Það má
heldur ekki líta fram hjá öllum
stoðsendingum hennar á liðs-
félagana í þessum leikjum. Hún
er með 233 stoðsendingar í leikj-
unum eða 4,9 að meðaltali í leik.
Helena hefur verið stighæst í 38 af
48 leikjum á þessum tólf árum sem
er önnur mögnuð staðreynd alveg
eins og að það þurfi að fara aftur
um sjö ár til að finna leik í keppni
þar sem Helena Sverrisdóttir var
ekki stigahæst í íslenska liðinu (26.
ágúst 2009, Birna Valgarðsdóttir á
móti írlandi).
Það var alltaf vitað að það kæmi
að þeim tímapunkti að Helena
Sverrisdóttir væri ekki staðar fyrir
landsliðið. Vonandi nýta stelpurnar
sem núna eru í liðinu tækifærið til
að vaxa og verða enn betri þegar
Helena snýr aftur eftir barnsburðar-
leyfið.
Maður kemur að sjálfsögðu í
manns stað og þrátt fyrir að Helena
hafi fengið mikla athygli og mikið
lof fyrir framgöngu sína síðustu ár
þá verður mikilvægi hennar ekki
aðeins mælt í góðri tölfræði. Nú geta
mótherjarnir einbeitt sér að því að
stöðva aðra leikmenn íslenska liðs-
ins og það er alvöru próf fyrir þær
sem eftir standa.
1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 f ö S t u D A G u r30 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
Nýliðar landsliðsins, Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir og Emelía Ósk Gunn-
arsdóttir, eru báðar fæddar árið 1998. Þær voru því sex ára gamlar þegar Ísland lék
síðast án Helenu Sverrisdóttur í keppnisleik. FRéTTABLAðið/ViLHELM
Helena Sverrisdóttir hefur verið frábær með íslenska landsliðinu undanfarin ár og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið spjarar sig án hennar. FRéTTABLAðið/ERNiR
Lenti í árekstri á vellinum en verður með
Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, er í
hópnum sem ferðaðist til Slóvakíu og ætlar að spila leik-
inn þrátt fyrir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. Hún
lenti í svakalegu samstuði við Sigrúnu Sjöfn Ámunda-
dóttur í leik Snæfells og Skallagríms fyrir níu dögum.
„Ég er með áverka á hálsi eins og eftir bílslys. Þetta
var bara árekstur í rauninni. Ég hef skánað helling
síðustu vikuna og er bjartsýn,“ segir hún.
Síðasti keppnisleikur
íslenska kvennalandsliðsins
þar sem Helena var ekki
stigahæst íslensku stelpn-
anna var 26. ágúst 2009.
Fyrsti leikur
án Helenu
í tólf ár
Kvennalandsliðið í körfubolta er mætt til Slóvakíu
fyrir leik í undankeppni EM. Tveir leikmenn liðsins
voru aðeins sex ára að aldri þegar íslenska lands-
liðið lék síðast án Helenu Sverrisdóttur í mótsleik.
Óskar Ófeigur
Jónsson
ooj@frettabladid.is
Sport
1
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
5
5
-4
3
1
4
1
B
5
5
-4
1
D
8
1
B
5
5
-4
0
9
C
1
B
5
5
-3
F
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K