Fréttablaðið - 26.09.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 26.09.2016, Síða 2
www.lyfja.is Heilsu­tjútt 26. sept.–3. okt. 30% AFSLÁ TTUR Allt að af heils uvörumNýttu tækifærið og hugaðu að heilsunni. Kíktu í bækling Lyfju og skoðaðu úrval tilboða á völdum heilsuvörum. Veður Norðvestan 10-15 m/s á annesjum norðanlands í dag, annars hægari vindur. Rigning eða slydda norðvestan til og einnig við norðausturströndina, en þurrt og bjart veður á Suður- og Austurlandi. sjá síðu 16 sviss Yfirvöld í Sviss fá heimild til þess að hlera síma, lesa tölvupósta og nota faldar myndavélar og annan hlerunarbúnað í kjölfar þess að lög- gjöf um slíkar heimildir var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Alls samþykktu um 65 prósent kjósenda lögin. Umræddar heimildir eru þó háðar samþykki dómstóla, varnarmálaráðuneytis og ríkis- stjórnar. Andstæðingar löggjafarinnar hafa lýst yfir áhyggjum sínum um að hún grafi undan friðhelgi einkalífsins en ríkisstjórnin fullyrðir að einungis verði sóst eftir slíkum heimildum til að fylgjast með einstaklingum sem taldir eru ógna þjóðaröryggi. Guy Parmelin, varnarmálaráðherra landsins, segir lögin ekki sambærileg föðurlandslöggjöf Bandaríkjanna. Segir Parmelin að sú löggjöf, sem heimilar víðtækar persónunjósnir, fari langt yfir strikið og brjóti á frið- helgi einkalífsins. – þea Sviss samþykkir eftirlitslöggjöf stjórnmál Gunnar Bragi Sveins- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunn- laugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokks- ins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sig- urður Ingi hafa unnið að því í sam- einingu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suður- kjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokk- uð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljós- lega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nán- ustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. Þegar allt lék í lyndi. Nú berjast þau um stjórnartaumana í flokknum. Sigurður Ingi og Eygló gegn Sigmundi Davíð og Lilju Alfreðsdóttur. Gunnar Bragi styður síðar- nefnda hópinn dyggilega. Brátt kemur í ljós hvorir hafa betur. FréttABLAðIð/VILhELm Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gunn- ar Bragi Sveinsson hafa lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð Gunn- laugsson. Eygló Harðardóttir og Karl Garðars- son hafa lýst yfir stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson. Oddvitar í tveimur fylkingum flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“ sveinn@frettabladid.is stjórnsýsla Páll Winkel fang- elsismálastjóri braut lagareglur með ummælum í fjölmiðlum um fyrrverandi stjórnendur Kaup- þings á meðan þeir afplánuðu á Kvíabryggju. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis, en frétta- stofa RÚV greindi frá henni í gær. Fangarnir kvörtuðu undan ummæl- um Páls um að þeir hafi viljað rauð- vín með matnum á Kvíabryggju og að almannatengslafyrirtæki hafi haft samband við hann í kjölfar fréttar í tengslum við málið. Í öðru lagi fullyrtu þeir að Michael Moore kvikmyndagerðarmaður hefði, með leyfi Páls, fengið aðgang að fangelsinu til að ná af þeim myndum. Í þriðja lagi kvörtuðu þeir yfir ummælum Páls sem þeir túlkuðu sem dylgjur um mútur fanga. Í fjórða lagi kvörtuðu þeir yfir fréttum þess efnis að til hafi staðið að þeir færu á reiðnámskeið á Kvíabryggju og ummælum Páls um þær fréttir. – jhh Braut á rétti bankamanna stjórnmál Almennar stjórnmála- umræður, eldhúsdagsumræður, fara fram klukkan 19.40 í kvöld og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Starfsáætlun Alþingis gerir svo ráð fyrir að síðasti þingfundur fyrir kosn- ingar fari fram á fimmtudaginn. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er ekki tilbúinn til þess að fullyrða að sú starfsáætlun standist. „Ég treysti mér nú bara ekki til þess að segja það á þessu stigi. Það er auðvitað ljóst mál að það er farið að þrengja mjög að þessu tímaplani og þess vegna mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvaða mál muni klárast áður en þingi lýkur,“ segir Einar. Vegna eldhúsdagsumræðna verða engir aðrir þingfundir á morgun. – jhh Óvíst um þinglok Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis  Athyglin á besta vini mannsins Smáhundasýning Hundaræktarfélags íslands og Garðheima fór fram um helgina. Þar var fjöldi smáhunda af ýmsum gerðum ásamt eigendum þeirra sem sýndu sig og sáu aðra. Ekki er annað að sjá en að hundarnir á þessari mynd hafi tekið athyglinni vel. FréttABLAðIð/EyÞór 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m á n u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A E -1 6 1 0 1 A A E -1 4 D 4 1 A A E -1 3 9 8 1 A A E -1 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.