Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2016, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 26.09.2016, Qupperneq 20
Eldri borgarar fá fræðslu um ör- yggi á heimilum á námskeiðinu Öryggismál aldraðra. Það er Ísa- fjarðardeild Rauða krossins sem hefur unnið að verkefninu og þróað í samstarfi við fjölmarga aðila síðan 2008. Viðtökurnar hafa verið góðar hjá eldri borgurum fyrir vestan. Öryggismál aldraðra er verkefni sem Rauði krossinn á Ísafirði hefur unnið að og þróað í samstarfi við fjölmarga aðila frá árinu 2008. Um er að ræða námskeið þar sem eldri borgarar fá fræðslu um öryggi á heimilum sínum en þar er farið yfir ýmis atriði sem mikilvægt er að huga að þegar árin færast yfir að sögn Hrefnu R. Magnúsdóttur, formanns Ísafjarðardeildar Rauða krossins. Hún segir hugmyndina að verk- efninu í sjálfu sér ekki flókna. „Ég er menntaður þroskaþjálfi og hef m.a. starfað sem ráðgjafi hjá skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðar- bæjar auk þess sem ég hef unnið að sjálfboðaliðastörfum hjá Rauða krossinum. Ég var heimsóknarvin- ur hjá eldri konu frá árinu 2001 og fannst að það mætti bæta þjónustu við eldri borgara á svæðinu og þá sérstaklega í tengslum við öryggis- mál. Einnig fannst mér vanta ýmsa fræðslu, bæði til þeirra sem eru komnir á efri ár en líka til aðstand- enda og þjónustuaðila. Því vantaði að mínu mati meira samráð og sam- starf á milli þjónustuaðila og stofn- ana og upplýsingar um hvert fólk á þessum aldri gæti leitað eftir að- stoð, ráðgjöf og fleiri þáttum.“ Meðal þeirra sem hafa komið að verkefninu eru starfsmenn á landsskrifstofu Rauða krossins, aðrar deildir á svæðinu, Félag eldri borgara í Ísafjarðarbæ, starfsfólk í heimahjúkrun og heimaþjónustu hjá Ísafjarðarbæ, slökkviliðs- og sjúkraflutninga- menn, annað fagfólk og sjálfboða- liðar. Námskeiðin eru byggð upp sem fjögur tveggja klukkustunda nám- skeið. „Á þeim er fjallað um bruna- og slysavarnir, öryggi innan sem utan heimilis, fyrstu viðbrögð, skyndihjálp, sálrænan stuðning, hjálpartæki og þá þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara á svæð- inu. Kennslan byggir á verklegum æfingum, umræðum og fyrirlestr- um. Þátttakendur mæta tvo daga í röð og síðan aðra tvo viku seinna. Þess á milli vinna þátttakendur ýmis heimaverkefni.“ Viðtökur hafa verið góðar að hennar sögn en leiðbeinendur hafa haldið námskeið á Ísafirði og í Bolungarvík auk þess sem hluti fræðsluefnisins var kynnt- ur fyrir einstaka hópum, félög- um eldri borgara á svæðinu, starfsfólki sem vinnur með öldr- uðum, aðstandendum og þátttak- endum og fleirum á landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Ísa- firði í sumar. Bætt þjónusta við eldri borgara Rúna og Dóri maðurinn hennar á harmónikuballi. Reglulega eru haldin harmóníku- böll í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Þangað koma eldri borgarar víða að af Vestfjörðum til að dansa og skemmta sér. Sigrún J.G. Sigurðar- dóttir er ein af upphafskonum ballsins. „Okkur Karen Ragnarsdótt- ur heitinni, vinkonu minni, fannst vanta ball enda höfðum við báðar sama áhugamálið, að valsa eftir harmóníku. Við ákváðum því einn daginn að redda þessu sjálfar,“ segir Sigrún, sem ávallt er köll- uð Rúna. „Karen sagði við mig: ef þú reddar harmóníkuköllum þá redda ég húsi,“ lýsir Rúna hlæj- andi. „Þetta var mjög skemmtilegt en kostaði peninga sem við vorum tilbúnar að borga úr eigin vasa. Svo frétti Rauði krossinn af þessum böllum og þar sem lítið var verið að gera fyrir eldri borgara á Ísa- firði ákvað fólkið þar að koma með okkur í þessa skipulagningu.“ Fyrstu árin voru böllin haldin tvisvar í mánuði. „En í hittiðfyrra var veðráttan svoleiðis að sjaldan var hægt að halda ball og því voru aðeins tvö böll þann veturinn. En í fyrra vorum við með nokkur böll og svo erum við að fara af stað með þau aftur núna. Við höfum enga reglu á þessu, skellum bara upp balli þegar okkur dettur í hug,“ segir hún glaðlega. Rúna segir mætinguna góða, yfir leitt mæti milli þrjátíu og fjöru- tíu manns en mest hafi mætt um sjötíu. „Við dönsum valsa, tangó, polka og tjúttum þegar okkur lang- ar,“ segir Rúna en dansarar eru allt frá fimmtugu og upp í nírætt. Tónlistarfólkið gefur allt vinnu sína við böllin. „Í nokkur ár voru það bræður á Núpi sem spiluðu mikið fyrir okkur og harmón- íkusveit á Þingeyri. Nú erum við komin með sjálfan BG, Baldur Geirmundsson, og svo Árna stór- bónda á Vöðlum.“ Fólk kemur víða að, frá Bolungar- vík, Önundarfirði, Súgandafirði, Dýrafirði, Súðavík og Ísafirði. „Duglegastir eru Bolvíkingarnir sem eru alltaf vel dansandi,“ segir Rúna og bætir við að fólk láti vond veður sjaldan stoppa sig. Harmóníkuböllin eru þekkt fyrir fínar veitingar. „Við Karen heitin vorum lengi vel með klein- ur og ástarpunga. Nú erum við með einhverjar hnallþórur,“ segir Rúna en aðgangur að ballinu er ókeypis. „Svo höfum við bara Rauðakross- baukinn á borðinu.“ Tjúttað á harmóníkuballi Verkefnið Tölum saman á Pat- reksfirði hefur gefist vel en á því er erlendum konum kennt daglegt íslenskt mál af íslenskum sjálf- boðaliðum Rauða krossins. Sjálfboðaliðar í verkefninu eru tveir, þær Ásdís Ásgeirsdótt- ir, sem hefur verið með frá upp- hafi og er verkefnastjóri, og Jón- ína Hjaltadóttir. „Þátttakendurnir eru þrjár pólskar konur sem hafa búið hér á landi í tíu til fimmtán ár. Við hittumst einu sinni í viku í hús- næði sem heitir Selið sem Vestur- byggð leggur til verkefnisins. Sitj- um bara við borðstofuborðið og höfum það huggulegt. Við ræðum um það sem er efst á baugi hér og æfum líka ákveðna þætti í ís- lenskri málfræði,“ útskýrir Ásdís. Verkefnið hefur reynst mjög vel og mikill áhugi og árangur sem hefur náðst hjá þátttakend- um. „Þessar konur eru komnar langt í íslenskunni og eru farn- ar að vera kröfuharðar á að tala rétt. Þær spyrja mikið, til dæmis um hvernig hitt og þetta er sagt og hvort eitthvert ákveðið orð sé í karlkyni eða kvenkyni. Við förum því líka töluvert út í erfiðari hluti og þær eru mjög nákvæmar, þess- ar konur,“ segir Ásdís brosandi. Verkefnið hefur verið í gangi í rúma tvo vetur og gengur fyrst og fremst út á að kenna konun- um daglegt íslenskt mál svo þær eigi auðveldara með að taka þátt í lífinu á Íslandi. „Við reynum að hjálpa þeim að samlagast okkur betur og markmiðið er að gera Miklar framfarir þátttakenda Sigrún J. G. Sigurðardóttir Aldur: 75 ára Hve lengi hefur þú starfað með Rauða krossin- um? Allt frá 1996 þegar flóttamenn- irnir frá fyrrum Júgóslavíu komu til Ísafjarðar Áhugamál: Dans og útivera Fjölskyldustaða: Vel gift Uppáhaldsmatur: Steinbítur Uppáhaldsstaður á Íslandi: Hraun í Hnífsdal Ásdís Ásgeirsdóttir Aldur: 64 ára Hve lengi hefur þú starfað með Rauða krossinum? Hef starf- að við þetta verkefni frá upphafi þess, snemma árs 2014 Áhugamál: Hef áhuga á prjóna- skap Fjölskyldustaða: Ekkja Uppáhaldsmatur: Fiskur Uppáhaldsstaður á Íslandi: Upp- sveitir Borgarfjarðar Jónína Hallfríður Hjaltadóttir Aldur: 64 ára Hve lengi hefur þú starfað með Rauða krossinum? Hef starfað við þetta verkefni síðan í septem- ber 2015 Áhugamál: Bóklestur Fjölskyldustaða: Í sambúð Uppáhaldsmatur: Sunnudagslær- ið hennar mömmu Uppáhaldsstaður á Íslandi: Kaldakinn í S-Þingeyjarsýslu Hrefna Magnúsdóttir leiðbeinir eldri borgara á námskeiðinu. MYND/JÓN AÐALSTEINN BERGSVEINSSON Rauða kross bandið er skipað söngelskum sjálfboðaliðum á Ísa- firði sem mæta alla fimmtudaga á hjúkrunarheimilið Eyri og syngja og spila. Guðrún Guðmundsdóttir segir sönginn lífsfyllingu. „Ég var að vinna í afgreiðslunni á spítalanum og í föndrinu. Við fórum tvær að fara einn dag í viku upp á öldrunardeild og syngja og spila með fólkinu. Þegar söngur- inn barst um bættist fólk í hópinn og tók undir. Okkur datt bara í hug að þetta gæti verið gott fyrir fólk- ið,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, ein meðlima Rauða kross bandsins svokallaða sem hefur undanfar- in ár sungið og spilað einu sinni í viku, fyrst á öldrunardeild Sjúkra- húss Ísafjarðar og svo á hjúkrun- arheimilinu Eyri. „Það hefur bæst í hópinn, þetta eru allt konur sem eru hættar að vinna og við erum á bilinu 6 og 7 í Rauða kross bandinu,“ bætir hún við og segir nafnið hafa orðið óvænt til. „Nafnið kom nú til þegar við vorum eitt sinn að syngja á Hlíð, sú sem kynnti okkur á svið sagði hátt og snjallt „næsti liður á dag- skrá er The Red Cross band“, það kom alveg flatt upp á okkur en nafnið festist. Við erum enn að. Þetta er alveg orðinn fastur liður,“ segir Guðrún. „Þetta eru allt lög sem fólkið hefur lært sem börn. Ég man sér- staklega eftir einni gamalli konu sem var alveg rúmföst en starfs- fólkið kom með hana fram því hún hafði alltaf verið syngjandi áður en henni versnaði. Þegar við sung- Tónlistin það síðasta sem fer þær virkari í samfélaginu. Við útskýrum íslenska siði og menn- ingu, og af hverju við gerum hitt og þetta. Það er líka okkar hlut- verk að koma inn á það sem er að gerast hér í bæjarfélaginu.“ Ásdís segir konurnar hafa tekið miklum framförum á þessum tíma sem verkefnið hefur staðið yfir. „ Það var afskaplega gaman að heyra frá túlki sem kom að sunnan sem talaði sérstaklega um það hvað þær hefðu tekið miklum framförum á milli þess sem hann kom. Þegar við kláruðum nám- skeiðið á fyrsta árinu fórum við á kaffihús og sögðum í gríni að það væri skilyrði að þær pöntuðu sér sjálfar á íslensku. Ef þær gerðu það ekki þyrftu þær að borga sjálfar. Önnur okkar neyddist hins vegar til að borga fyrir þær af því þær voru orðnar svo flink- ar,“ segir Ásdís og hlær. Hrefna R. Magnúsdóttir Aldur: 49 ára Hversu lengi hefur þú starf- að með Rauða krossinum? Síðan 2001 Helstu áhugamál: Að njóta nátt- úrunnar á ýmsan hátt, ferðast og fleira Fjölskyldustaða: Er gift og á tvö börn. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt og litrík salöt Uppáhaldsstaður á Íslandi: Hest- eyri ( í Jökulfjörðum) Guðrún Guðmundsdóttir Aldur: 73 Áhugamál: Spilar á gítar og syngur í kór Fjölskyldustaða: 4 uppkom- in börn, 13 barnabörn, 6 lang- ömmubörn Uppáhalds matur: Appelsínuönd Uppáhaldsstaður á Íslandi: Ísa- fjörðurinn um Ef væri ég söngvari runnu tárin niður kinnarnar á henni. Þeir segja að tónlistin sé það síðasta til að fara. Þetta gefur fólkinu mikið og er ákveðin fylling í okkar líf einnig. Við erum tvær með gítara og svo syngur bara hver með sínu nefi. Við erum ekkert að stressa okkur á æfingum. Við syngjum ástarlög inn á milli og stundum lög með örlítið tvíræðum texta, þá er mikið hlegið. Það syngja alltaf allir með.“ HJÁLpIN Fréttablað Rauða Krossins 26. september 20166 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A E -4 7 7 0 1 A A E -4 6 3 4 1 A A E -4 4 F 8 1 A A E -4 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.