Fréttablaðið - 26.09.2016, Síða 37

Fréttablaðið - 26.09.2016, Síða 37
Notaleg stund í Vinahúsinu. Matarklúbbur Rauða krossins á Akranesi hefur verið starfræktur um nokkurra ára skeið. Hann er í grunninn ætlaður fólki af erlend­ um uppruna en er þó opinn öllum. Þar mætist fólk af ýmsu þjóðerni, eldar og nýtur samvista. Þær Katina Gislason sem er frá Bandaríkjunum og Tuyet Anh Thi Nguyen sem er frá Víet nam eru báðar í matarklúbbi RKA og segja það gefa sér mikið. „Við hittumst í Rauðakrosshúsinu að Skólabraut 25 einu sinni í mánuði og tekur einn þátttakandi að sér að velja uppskrift og kaupa inn. Hinir hjálpa svo til við að elda,“ útskýrir Katina. Stundum verður eitthvað þjóðlegt frá heimalandinu fyrir valinu og þá fylgir jafnvel fróð­ leikur með en svo má bara velja það sem hvern lystir. Hver veit nema við gerum einhvern tíma íslenska kjötsúpu,“ segir Katina sem hefur verið búsett á Akranesi Alltaf tilhlökkun að mæta í matarklúbb Á Grundarfirði heldur Rauði kross­ inn úti Vinahúsi og Karlakaffi. Sævör Þorvarðardóttir, formaður Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar segir vettvanginn gegna hlutverki öryggisnets og styrkja vináttubönd. „Fólk kemur tvisvar í viku í Vinahús til okkar og yfirleitt telur hópurinn í kringum 16 manns. Vinahúsið er undir handleiðslu Steinunnar Hansen. Upphaflega var þetta mikið fólk sem hafði misst vinnuna, einstæðingar og fólk sem var einhverra hluta vegna einangrað í samfélaginu. Það er það að hluta til enn þá. Nokkurri dagskrá er haldið úti og hópurinn vinnur gjarnan saman að verk­ efnum og þá eru haldnir fræðslu­ fyrirlestrar. Fólk notar einnig tím­ ann til að spjalla saman og fá sér kaffi,“ útskýrir Sævör Þorvarðar­ dóttir, formaður Rauðakrossdeild­ ar Grundarfjarðar. Hún segir vinahúsið hafa reynst afar vel og gegni ekki síður hlut­ verki öryggisnets. „Ef einhver úr hópnum mætir ekki og hefur ekki látið vita er athugað með hann.“ Hópurinn haldi þannig utan um sitt fólk og skapast hafa vina­ sambönd. „Fólk er farið að hittast utan skipulagðrar dagskrár,“ segir Sævör. „Karlakaffið okkar er annar vettvangur en undir sama hatti. Gunnar Kristjánsson heldur utan um það. Karlakaffið sækja ein­ göngu karlmenn en sá vettvang­ ur kom til þegar karlarnir voru að keyra konurnar á einhvern hitting, en voru svo sjálfir á hrakhólum á meðan. Karlakaffið er líka vel sótt, þarna hittast menn á öllum aldri tvisvar í viku og koma jafnvel úr öðrum bæjarfélögum. Það er verið að rifja upp gamla daga og segja sögur og lesa framhaldssögur. Þar er ekki haldið úti neinni áveðinni dagskrá á Karlakaffinu. Þetta er frekar frjálslegt. Menn eru ánægð­ ir með þetta og taka daginn frá.“ Hópurinn heldur utan um sitt fólk Kvennahittingur í Ólafsvík er skemmtilegt verkefni sem Rauði krossinn í Snæfellsbæ stendur fyrir ásamt Soroptimistaklúbbn­ um, kvenfélaginu í Ólafsvík og Svæðisgarðinum á Snæfellsnesi. „Við fórum af stað með þetta verk­ efni í lok febrúar en það snýst um að leyfa konum af erlendum upp­ runa að koma saman og spjalla á íslensku,“ útskýrir Guðrún Krist­ insdóttir. „Okkur í stjórn Rauða krossins langaði að finna eitthvað sem gæti gert konum af erlend­ um uppruna auðveldara að verða virkar í samfélaginu en oft eru það tungumálaörðugleikar sem koma í veg fyrir það. Við höfðum oft heyrt að þessum konum fyndist þær ekki hafa tækifæri til að æfa sig í íslenskunni og því var blásið til þessa kvennahittings.“ Kvöldið er haldið einu sinni í mánuði. „Fyrsta kvöldið mættu átján konur frá fimm löndum og næsta kvöld mættu 25,“ segir Guð­ rún, en íslenskar konur eru líka velkomnar á hittinginn. Hún segir mikla ánægju með framtakið. „Við spurðum konurnar sjálfar hvað þær vildu og niðurstaðan varð sú að hafa enga skipulagða dagskrá heldur bjóða fremur upp á þenn­ an möguleika að koma og spjalla saman á stað þar sem þær eru ör­ uggar og ekki stressaðar þó þær finni ekki réttu orðin á íslensku.“ En um hvað er spjallað? „Um allt og ekki neitt,“ svarar Guð­ rún glaðlega en bætir við að þessi hittingur sé ekki bara mikilvæg­ ur fyrir konurnar til að læra ís­ lensku heldur sé hann einnig leið fyrir þær til að komast inn í sam­ félagið, kynnast öðrum konum, og hafa tækifæri til að spyrja um hagnýta hluti. Engir fundir voru í sumar en verkefnið fer af stað á ný nú í lok september.  Hjálpað inn í samfélagið Frá fyrsta kvennahittingnum í febrúar. Þá mættu 18 konur frá fimm löndum. BÓKAÐU UPPLÍFGANDI SKYNDIHJÁLPARNÁMSKEIÐ Hjartastopp gerir ekki boð á undan sér www.skyndihjalp.is Katina Gíslason Aldur: 43 Hve lengi hefur þú starfað með Rauða krossinum? Eitt ár Fjölskylduhagir: Er gift, á 14 ára son og 8 ára dóttur Áhugamál: Fjölskyldan mín og börnin tvö. Þá hef ég mjög gaman af prjónaskap og er auk matarklúbbs RKA meðlimur í skemmtilegum prjónaklúbbi Uppáhaldsmatur: Ég er yfirleitt til í flest en held ég verði að segja íslenskar pönnukökur Uppáhaldsstaður á Íslandi: Langisandur Tuyet Anh Thi Nguyen Aldur: 41 Hve lengi hefur þú starfað með Rauða krossinum? 5 ár Fjölskylduhagir: Bý með tveimur dætrum Áhugamál: Að elda og baka og taka ljós­ myndir Uppáhaldsstaður á Ísland: Mér finnst Ís­ land allt mjög fallegt en elska að búa á Akranesi. Ég hef mjög gaman af því að taka ljósmyndir bæði dag og nótt en er sérstaklega heilluð af norðurljósunum síðastliðin tvö ár. Henni var boðið í matarklúbbinn fyrir ári og hefur haft mjög gaman af. „Hugmynd­ in er að fólk komi saman, kynn­ ist, eigi samræður og njóti matar en allt er þetta hluti af því að að­ lagast samfélaginu. Yfirleitt eru einhverjir þátttakendur frá Ís­ landi og við fáum því tækifæri til að æfa okkur í íslensku í leiðinni.“ Katina á íslenskan mann. Þau hjónin voru búsett í Bandaríkj­ unum en ákváðu að snúa til Ís­ lands fyrir tveimur árum. „Það er á margan hátt auðveldara og öruggara að vera hér með börn. Skólarnir á Akranesi eru mjög góðir og börnin fá góðan stuðn­ ing.“ Tuyet, sem starfar hjá HB Granda, hefur verið búsett á Akranesi í fimm ár og leitaði strax í upphafi til Rauða kross­ ins. Hún hefur unun af því að elda og baka og þurfti því ekki að hugsa sig lengi um þegar kom að því að ganga til liðs við mat­ arklúbb RKA. „Það er gaman að kynnast fólki frá ólíkum menn­ ingarheimum og ég hef eignast fullt af vinum,“ segir Tuyet sem hefur boðið þátttakendum upp á ýmsar krásir frá heimalandi sínu. „Það er alltaf tilhlökkun að mæta í klúbbinn og bragða ólíkan mat.“ Tuyet sem á tvær dætur er afar ánægð á Akranesi. Hún hefur auk eldamennsku unun af ljósmynd­ un og hefur tekið margar falleg­ ar myndir af bænum. Guðrún Kristinsdóttir Aldur: 47 Hve lengi hefur þú starfað með Rauða krossinum? Í um 4 ár Áhugamál: Kórsöngur og félags­ störf Fjölskyldustaða: Gift og á fimm börn Uppáhaldsmatur: Hvítlauks­ ristaður humar Uppáhaldsstaður á Íslandi: Ólafsvík Sævör Þorvarðardóttir Aldur: 53 ára Áhugamál: Að skíða og hjóla, garðurinn minn og félagsstörf Fjölskyldustaða: Gift (og allir fluttir að heiman, nema kallinn) Uppáhaldsmatur: Nautakjöt með gráðostasósu Uppáhaldsstaður á Íslandi: Siglufjörður Fréttablað Rauða Krossins HjÁlpiN 26. september 2016 7 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A E -4 7 7 0 1 A A E -4 6 3 4 1 A A E -4 4 F 8 1 A A E -4 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.