Fréttablaðið - 26.09.2016, Side 40

Fréttablaðið - 26.09.2016, Side 40
Hjúkrunarkona Rauða krossins, Nicole Rähle frá Sviss, hugar að ungum skjólstæðingi. Björgunarvestum er kastað til flóttamanna. Enginn var með björgunarvesti og fæstir kunnu að synda. Þessi faðir var ánægður með að vera kominn í skjól með son sinn. Lítill drengur er færður yfir í björgunarbát. Ítalski Rauði krossinn, ásamt Alþjóðasambandi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálf­ mánans, ákvað að hefja rekstur á tveimur björgunarskipum í sam­ starfi við samtökin MOAS (Mi­ grant Off­Shore Aid Station). Hið fyrra, Phoenix, hóf störf í júlí og þann 10. ágúst síðastliðinn bætt­ ist björgunarskipið Responder í hópinn. Árangur björgunar­ starfsins hefur síðan þá verið ótrúlegur. Meiri hætta á leið til Ítalíu Allt frá því að landamærum Grikklands til Makedóníu var lokað hefur straumur flóttafólks snúist til Ítalíu. Sjóleiðin sem áður var farin um Grikklandshaf var ekki lengur fýsileg. En þrátt fyrir síendurtekinn sjó skaða setti flóttafólk sig í lífshættu með því að stíga upp í illa útbúna og of­ hlaðna báta, hvort heldur úr gúmmíi eða tré. Það sama á við um sjóleiðina frá Líbíu til Ítalíu, flóttafólk leggur sig í lífshættu með þá von í brjósti að komast á öruggar slóðir fjarri vopnuð­ um átökum. Hættan er þó tals­ vert meiri á þessum slóðum. Haf­ straumar eru þyngri og leiðin er lengri. Sjóförum er ýtt á haf út um miðja nótt, oftast með lítið annað en stjörnurnar til að vísa veginn. Engin ljós, engin neyðar­ blys. Fá, ef nokkur, björgunar­ vesti. Mikill árangur á skömmum tíma Björgunaraðgerðir Phoenix og Responder hafa borið ótrúlegan árangur. Áður en verkefnið hófst var búist við að mögulega væri hægt að bjarga um 1.100 manns­ lífum á mánuði. En verkefnið hefur gengið enn betur. Þegar þetta er skrifað hefur tekist að bjarga meira en 2.000 manns­ lífum og oftar en ekki úr bátum sem var við að hvolfa eða voru hreinlega sokknir. Þar að baki liggur gífurleg vinna sem má þakka reynslumiklu liði MOAS sem nýtir sér nýjustu tækni við björgunarstörf, þar á meðal við flygildi (dróna) sem vakta stór svæði og leita að óöruggum sjó­ förum. Neyðarsöfnun í fullum gangi Rauði krossinn á Íslandi ákvað að svara neyðarkalli ítalska Rauða krossins og Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sumar og tekur þátt í að fjármagna björg­ unaraðgerðir. Nú þegar hafa 12,3 milljónir króna verið veittar til aðgerðanna auk þess sem Rauði krossinn á Íslandi hóf neyðar­ söfnun sem er enn í fullum gangi. Björgunaraðgerðirnar standa yfir til 1. ágúst 2017 hið minnsta og enn á eftir að fjármagna hluta þeirra. Því skiptir hvert einasta framlag máli. Björgunaraðgerð­ ir Rauða krossins í Miðjarðar­ hafi bjarga mannslífum á hverj­ um einasta sólarhring. Rúmlega 2000 mannslífum hefur þegar verið bjargað Frá því í sumar hefur Rauði krossinn staðið fyrir metnaðarfullu björgunarstarfi á Miðjarðarhafi, nánar tiltekið við sjóleiðina frá Líbíu til Ítalíu. Á fyrstu sjö mánuðum ársins höfðu, þá þegar, um 3.000 flóttamenn drukknað á þessari leið. HjáLpiN Fréttablað Rauða Krossins 26. september 201610 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A E -2 E C 0 1 A A E -2 D 8 4 1 A A E -2 C 4 8 1 A A E -2 B 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.