Fréttablaðið - 26.09.2016, Síða 42

Fréttablaðið - 26.09.2016, Síða 42
Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og sjálfboðaliðar Rauða krossins eru ávallt reiðubúnir að hlusta. Sjálfsvíg eru algengasta dánaror­ sök íslenskra karlmanna á aldr­ inum 18 til 25 ára. Á bilinu sjö til níu karlar falla fyrir eigin hendi á þessum aldri á Íslandi á hverju ári. Átak sem bar árangur Vitundarvakning Útmeð’a vakti mikla athygli og var forvarnar­ myndbandi undir merkjum þess dreift oftar en nokkru öðru fræðslumyndbandi á samfélags­ miðlum, nálægt 15.000 sinnum, á árinu 2015. Vitundarvakningin skilaði sér í 18% fjölgun erinda vegna sjálfsvíga til Hjálparsímans frá árinu 2014 til 2015. Um 20% fjölgun varð á erindum af sama tagi til Geðhjálpar haustið 2015 miðað við haustið á undan. Nýtt ár, nýr fókus Í öðrum áfanga Útmeð’a er áhersla lögð á að fá ungar konur til að tjá sig um vanlíðan sína og/ eða leita sér sérhæfðrar aðstoð­ ar til að koma í veg fyrir sjálfs­ skaða og sjálfsvíg. Alls leita á bil­ inu 500 til 600 manns með sjálfs­ skaða á slysa­ og göngudeildir á Íslandi á hverju ári. Af þeim leggj­ ast um 120 inn á sjúkrahús og eru ungar konur þar í meirihluta. Með gagnvirku forvarnarmyndbandi og heimasíðu með upplýsingaefni fyrir ungt fólk, aðstandendur og fræðara hvetja félögin ungt fólk og veita því aðstoð við að leita sér ráðgjafar áður en öll sund virðast lokuð. Umfjöllun hvetur fólk til að leita sér hjálpar Gagnvirka myndbandið og heima­ síðan voru opnuð á málþingi sam ráðs hóps um Alþjóðlegan forvarnar dag sjálfsskaða og sjálfs­ víga en fullt var út úr húsi og færri komust að en vildu. Í kjölfarið var efninu dreift til almennings í því skyni að ná til sem flestra sem eiga við vanda að stríða. Fjölmarg­ ar rannsóknir hafa sýnt fram á að umfjöllun um sjálfsskaða og sjálfs­ víg veldur því að fleiri leita sér hjálpar með þeim afleiðingum að líðan fólks batnar og sjálfsskaða og sjálfsvígum fækkar. Verkefn­ ið hefur fengið frábærar viðtök­ ur en þannig hafa þúsundir deilt nýju forvarnarmyndbandi á sam­ félagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter. Á vefnum, undir slóð­ inni utmeda.is, má finna gríðar­ lega mikið efni, sett upp á mynd­ rænan og notendavænan hátt. Á honum má finna upplýsingar fyrir þau sem standa í þessum sporum, aðstandendur þeirra og almennar upplýsingar um þennan málaflokk. Vefurinn er fyrir alla enda ítarleg­ ar upplýsingar um sjálfsvígs­ og sjálfskaðahugsanir, af hverju þær stafa, hvaða skref sé hægt að taka til leita bata og hvert hægt sé að snúa sér, ásamt svo miklu meira efni. Hjálparsíminn 1717 hvetur allt fólk sem á við vandamál að stríða til að koma Útmeð’a! Konur hvattar til að koma „Útmeð’a“ hjá Hjálparsímanum 1717 Hjálparsími Rauða krossins 1717 og Geðhjálp leiddu saman hesta sína undir merkjum Útmeð’a haustið 2015. Efnt var til vitundarvakningar til að hvetja unga karlmenn til að tjá sig um tilfinningar sínar og/eða leita sér aðstoðar til að takast á við andlega erfiðleika og draga þar með úr líkum á sjálfsvígum. Í öðrum áfanga Útmeð’a er áhersla lögð á að fá ungar konur til tjá sig um vanlíðan sína. Verkefnið hefur fengið frábærar viðtökur en þannig hafa þúsundir deilt nýju forvarnarmyndbandi á samfélagsmiðlum. Á vefnum, undir slóðinni utmeda.is, má finna gríðarlega mikið efni, sett upp á myndrænan og notendavænan hátt. HjÁlpin Fréttablað Rauða Krossins 26. september 201612 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A E -1 B 0 0 1 A A E -1 9 C 4 1 A A E -1 8 8 8 1 A A E -1 7 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.