Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 22
1. Eigið fé Gerðar eru kröfur um aukið eigið fé fjár málafyrirtækja, auk þess sem strangari kröfur eru gerðar til gæða eiginfjár. Þá er eftir­ litsaðilum veitt heimild til þess að mæla fyrir um aukningu/minnkun eiginfjár eftir stöðu hagsveiflunnar, fjár málastöðugleika eða kerfislegu mikilvægi einstakra fyrirtækja. Jafn­ framt hafa verið settar reglur um vogunarhlutfall til að takmarka um­ fang skuldsetningar. Með Solvency II reglu verkinu verða gerðar auknar kröfur til fjárhagslegs styrks vátrygg­ ingafélaga. 2. Laust fé Settar hafa verið alþjóð­ legar reglur og viðmið um lausa fjárstöðu og hlutfall stöðugrar fjármögn unar. 3. Áhættustýring Auknar kröfur eru gerðar til áhættu stýringar og aðkomu stjórnar að henni. Þá hafa verið settar reglur til þess að draga úr áhættu svo sem varðandi viðskipti með eigin hlutabréf, tak­ mörkun lána með veði í eigin hluta­ bréfum, sönn unarkröfur um stórar áhættuskuldbind ingar, takmark­ anir kaupaukagreiðslna og reglur um fast eignalán. Þá verða auknar kröfur gerðar til áhættustýringar vátryggingafélaga með innleiðingu á Solvency II reglum ESB. 4. Stöðugleiki Aukinn stöðugleiki fjármála­ kerfisins og lágmarksáhætta skattborgara er markmið reglna um innstæðutryggingar, greiðslufyrir­ mæli í greiðslukerfum, gerð skuld­ bindingaskrár og ákvæði neyðar laga um forgang innistæðna og inngrip eftirlitsaðila í stjórn fjármálafyrir­ tækja í nauðum. Nánari reglur í anda neyðar laganna fylgja inn leiðingu á tilskipun ESB um skilameðferð fjár­ málafyrirtækja. Þá eru fyrirhugaðar innleiðingar á til skipunum ESB um lánshæfismatsfyrir tæki og um kröfur til afleiðuviðskipta utan markaða og stofnun fjármálastöðugleika ráðs. 5. Markaðir og við skiptavinir Verulegar breytingar hafa orðið á reglu verki verðbréfamark­ aða. Þannig hafa yfirtökureglur verið skýrðar og kröfur hertar fyrir markaðs aðila og starfsmenn þeirra s.s. kröfur um upplýsingagjöf vegna skortsöluviðskipta, reglur um markaðs misnotkun og reglur um fjárfestavernd í Mifid II. Þá hefur neytendavernd og upplýsingagjöf til neytenda verið aukin. 6. Stjórnhættir Reglur um hæfi og ábyrgð stjórnenda hafa verið hertar sem og viðskipti við venslaða aðila. Auknar kröfur eru nú gerðar til innri endur skoðunar og eftirlits skyldu stjórnar. Þessu til viðbótar er mælt sérstaklega fyrir um aðkomu stjórnar við mótun áhættustefnu og áhættu­ stýringar. Jafnframt getur sama endurskoðunarstofan aðeins endur­ skoðað fjármálafyrirtæki í fimm ár samfleytt. 7. Auknar heimildir eftir- litsaðila – hert viðurlög Eftirlitsaðilar hafa fengið auknar heimildir og margar hverjar matskenndar. Þá hefur viðurlögum verið fjölgað og fjár hæðarrammi stjórn valdssekta aukinn. 8. Sérstök skattheimta á fjármálafyrirtæki Á evrópskum vett vangi hefur verið mikil umræða og marg­ háttaðar hug myndir um hvernig skattleggja eigi fjár málafyrirtæki til að mæta þeirri áhættu sem fjármálakerfið getur bakað skatt­ greiðendum. Niður staðan varð að leggja á gjald sem rennur í skila­ sjóð sem er hluti af tilskipuninni um endurreisn og skila meðferð fjármála fyrirtækja. Gjaldið er lagt á skuldir fjár málafyrirtækja að frá­ dregnu eigin fé og innansamstæðu­ skuldum. Það er í raun mjög hliðstætt hinum sérstaka skatti á fjármálafyrirtæki hér á landi. Helstu reglu- og lagabreytingar sem varða fjármálakerfið Skýrsluhöfundar eru hagfræðing­ arnir Ásgeir Jónsson, Ingvi Örn Kristinsson og Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur og fyrrverandi for­ stjóri Fjármálaeftirlitsins. Umræðan um að lítið hafi breyst er þeim kunn, en þeir segja mikið hafa breyst. „Í skýrslunni erum við einungis að rekja hluta af þeim breytingum sem hafa orðið á löggjöf um fjármála­ markaði,“ segir Jónas. Hann leggur áherslu á að þessar breytingar séu alþjóðlegar og ekki bundnar við Ísland. „Í raun og veru hefur allt regluverk verið tekið í gegn á mjög mikilvægum sviðum.“ Mikil breyting Ásgeir bætir því við að þegar nýir bankar hafi verið stofnaðir hafi orðið mikil breyting. „Þetta eru í raun allt aðrar stofnanir og upp­ bygging efnahagsreikningsins er gjörólík því sem var í gömlu bönk­ unum.“ Ingvi bendir á fleiri þætti fyrir utan styrkingu eiginfjár og umgjarð­ ar fyrirtækjanna. „Annar þáttur sem er í farvatninu hér, en er búið að klára í Evrópusambandinu, er neyðar kerfið.“ Hann nefnir tilskip­ un um innistæðutryggingakerfið og reglur um skilameðferð fjármála­ fyrirtækja. „Þessum breytingum er ætlað að styrkja stöðu innistæðu­ eigenda og skilameðferðarkerfinu er ætlað að koma í veg fyrir að kostn­ aður af skilameðferð eða endur­ reisn lendi á ríkinu eða opinberum sjóðum.“ Ingvi segir að þessar reglur geti leitt til hærra álags á skuldabréfa­ útgáfu banka. „Það veltur á samspili þessara þátta. Hvernig þessar nýju reglur leiða til þess að fjármálafyrir­ tækin verði öruggari og þar með áhættuminni.“ Ekki frábrugðnir Síðustu árin hefur hérlend umræða beinst að sérstöðu íslensku bank­ anna og séríslenskum ástæðum falls þeirra. Ásgeir bendir á að íslensku bankarnir hafi skorið sig úr að því leyti að þeir höfðu ekki lánveit­ anda til þrautavara. Umfang þeirra í samhengi hagkerfisins leiddi til þess að ekki var hægt að dæla inn í þá lausafé. „Annars voru þeir með sama fjármögnunarlíkan og evrópskir bankar.“ Jónas bendir á að kreppan hafi verið alþjóðleg og sameiginleg sé bæði áhættusækni og að áhætta hafi verið metin vitlaust. „Þetta er það sem menn eru að reyna að ná utan um með breyttum reglum og umgjörð. Svo má segja að í einstök­ um löndum hafi orðið mismunandi birtingarmyndir svo sem út á hvað var verið að lána, hvers konar trygg­ ingar voru undirliggjandi. Grunnur­ inn sjálfur var mjög svipaður.“ Evrópa sækir í neyðarlögin Fjármálakreppan skall á íslensku hagkerfi með fullum þunga sem neyddi okkur til að taka afgerandi ákvarðanir m.a. með setningu neyðarlaga. Þeir benda á að mörgu af því sem komið hafi fram sem endurbætur í tillögum Evrópusam­ bandsins svipi til þess sem sett var í neyðarlögin. Áhersla sé á að ef illa fari í fjármálakerfinu, þá hafi það minni áhrif á stöðugleika í hag­ kerfinu. „Slitatilskipunin er eitt af því sem á eftir að ljúka innleiðingu á hér og einnig á eftir að ljúka breytingu Miklar breytingar á regluverki banka Þegar rætt er um fjármálakreppuna 2008 heyrist oft að lítið hafi breyst á fjármálamörkuðum. Í dag halda Samtök fjármálafyrirtækja ráðstefnu undir yfirskriftinni: Hvað hefur breyst? Þar verður farið yfir nýja skýrslu sem rekur breytingar á umgjörð fjármálakerfisins. Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U D A G U r6 markaðurinn 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -C 0 9 C 1 A 8 F -B F 6 0 1 A 8 F -B E 2 4 1 A 8 F -B C E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.