Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 43
569 6900 08:00–16:00www.ils.is Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðis- öryggi ölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju– og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða 0g fatlaða. Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi: • Nýbyggingar og ölgun leiguíbúða • Íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir fyrir leigjendur undir tekju– og eignamörkum Auk þess verður lögð áhersla á: • Hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar í því skyni að lækka byggingarkostnað • Skapandi og hugvitsamlegar lausnir og góða hönnun • Íbúðir sem uppfyllar þarfir íbúa á hverju svæði • Íbúðir sem uppfylla mismunandi þarfir ólíkra hópa • Að stuðla að ölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun Almennar íbúðir Opið fyrir umsóknir um stofnframlög Eftirtaldir aðilar geta sótt um stofnframlög: a. Húsnæðissjálfseignarstofnanir b. Sveitarfélög og lögaðilar í eigu þeirra c. Lögaðilar sem störfuðu við gildistöku laga um almennar íbúðir og uppfylltu skilyrði til að fá lán skv. 37. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Fjárhæð til úthlutunar í stofnframlög ríkisins á árinu 2016 er að hámarki einn og hálfur milljarður kr. Stofnframlög ríkisins nema 18% af stofnvirði almennrar íbúðar. Nauðsynlegt er að sækja jafnframt um stofnframlag hjá því sveitarfélagi þar sem viðkomandi íbúð er staðsett, og er samþykki sveitarfélagsins eitt af skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags ríksins. Umsóknum skal skila á rafrænu formi á heimsíðu sjóðsins. Umsóknarferlið er tvískipt. Fyrri umsóknarfrestur er til og með 15. október 2016. Síðari fresturinn er til og með 30. nóvember 2016. Er þá til úthlutunar það sem óráðstafað er af árheimild ársins. Í báðum tilvikum er 30 daga frestur til viðbótar til að skila inn staðfestingu á samþykki sveitar- félags. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur rennur út verður ekki tekin til umöllunar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Fyrri umsóknarfrestur: 15. október 2016 Síðari umsóknarfrestur: 30. nóvember 2016 Auglýst er eftir umsóknum um stofnfram- lög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 555/2016. 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -C F 6 C 1 A 8 F -C E 3 0 1 A 8 F -C C F 4 1 A 8 F -C B B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.