Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 34
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Okkar ástkæra
Svala Dís
Hafnargötu 8, Siglufirði,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 17. september kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á unglingadeildina
Smástráka, Siglufirði. Reikn. 0348-26-310, kt. 551079-1209.
Þökkum auðsýndan hlýhug.
Guðný og Örvar
Guðmundur og Ásta Sóllilja
Kristinn Dagur
Aníta Maren
Haraldur Björn
Andrea Sif
og aðrir ástvinir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Ólafía Jónsdóttir
arkitekt,
Bergstaðastræti 81, Reykjavík,
sem lést 2. september sl., verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 16. september kl. 13.00.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Þingeyrakirkju njóta
þess (reiknnr. 307-13-785, kt. 710269-3439).
Hulda Sigríður Jeppesen
Anna Salka Knútsdóttir Jeppesen
Stefán Jón Knútsson Jeppesen
Páll Jakob Líndal
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
Guðmundur Sigurðsson
læknir,
Hrólfsskálavör 11, Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
5. september. Útför hans verður frá
Neskirkju, mánudaginn 19. september
klukkan 13.00. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á líknarfélög.
Guðrún Þorbjarnardóttir
Anna Guðmundsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Sigurður Guðmundsson
Jón Guðmundsson
Faðir okkar,
Stefán Ólafsson
bakari, frá Patreksfirði,
til heimilis að Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi
laugardaginn 3. september. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselja Stefánsdóttir
Ólafur Stefánsson
Oddný Stefánsdóttir
og fjölskyldur.
Móðir okkar,
Dýrleif Finnsdóttir
frá Skriðuseli í Aðaldal,
er látin. Útför hefur farið
fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir
sendum við starfsfólki á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða
umönnun og hlýju.
Hallfríður Bjarnadóttir
Finnur Valdimar Bjarnason
Tryggvi Bjarnason
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir samúð,
hlýhug og vináttu við andlát
og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
Margrétar Ásólfsdóttur
Goðalandi 17, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11G,
Landspítalanum við Hringbraut, fyrir
góða umönnun og virðingu.
Þorsteinn Hallgrímsson
Gunnar Örn Þorsteinsson Kristín Aranka Þorsteinsdóttir
Þórarna Ýr Oddsdóttir Karlo Marsden
Bergdís Gunnarsdóttir Tahlía Mist Karlosdóttir
Þorsteinn Gunnarsson Isabel Rún Karlosdóttir
Gabriel Þór Karlosson
Móðir okkar,
Vigdís Pálsdóttir
handavinnukennari,
verður jarðsett frá Neskirkju
fimmtudag 15. september kl. 15.00.
Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir
Inga Lára Baldvinsdóttir
Páll Baldvin Baldvinsson
og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir,
fyrrverandi tengdafaðir og afi,
Þorsteinn Jónsson
Þórhallsson
Dalbraut 20, Reykjavík,
áður Túngötu 2, Reyðarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólteigi, Hrafnistu í Reykjavík,
3. september. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík
föstudaginn 16. september klukkan 13. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á minningarsjóð Hrafnistu .
R. Nanna Björnsdóttir
Sigurbjörn Þorsteinsson Helga Sigurðardóttir
Þ. Unnar Þorsteinsson
Emilía Rigensborg
og barnabörn.
Eiginmaður minn,
Andrés Ásgrímsson
lést föstudaginn 2. september
á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Halldóra Jóhannsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Hjartfólginn sonur minn
og frændi okkar,
Halldór Steinn Halldórsson
starfsmaður í Ási,
Blönduhlíð 6, Reykjavík,
lést á deild B-5, Landspítala í Fossvogi,
sunnudaginn 11. september. Útförin hans
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. sept.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á styrktarsjóð bjöllukórs Tónstofu Valgerðar
reikn. 0515 14 405790, kt. 501100 3580.
Anna Björg Halldórsdóttir
Halla Sólveig Halldórsdóttir Sigurjón Högnason
Freyja Sigurjónsdóttir
Karl Sigurjónsson Ines Willerslev Jørgensen
Baldur Willerslev Karlsson
Katla Willerslev Karlsdóttir
„Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár
eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af
við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því
ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika
sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta
segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn
þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi
Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í
dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og
snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar
Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur
skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að
ræða í þeim skilningi sem við þekkjum
best heldur er BALL skammstöfun á Be
Active through Lifelong Learning eða
„Verið virk og lærið svo lengi sem þið
lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða
sem staðið hefur í þrjú ár.
Jón telur sóun að nýta ekki starfs-
krafta fólks á ofanverðum aldri. „Það
þarf að auðvelda fólki að endurskoða
líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt
sig, eins og það gerði milli fermingar og
tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur
tekið við nýtt tímabil og ekkert því til
fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“
Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá
Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára,
hefur síðan ferðast, fengist við bóka-
skrif, kennslu og fararstjórn og haft
gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar
tekjur en ágæti tímans hefur bætt það
upp,“ segir hann.
Anna Margrét Guðjónsdóttir verður
fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofn-
aði fyrirtækið Evris þegar hún stóð
á fimmtugu og það hefur leitt BALL-
verkefnið sem teygir sig til Póllands
og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu
miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur
breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja
athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“
segir Anna Margrét og tekur fram að
starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni
kynna afstöðu sína til málefnisins. – gun
Nýtt tímabil eftir fimmtugt
Ball í ráðhúsinu – Til móts við þróttmikið þriðja æviskeið, er yfirskrift ráðstefnu sem
haldin er í dag og fjallar um innihaldsríkt líf eftir miðjan aldur.
Anna Margrét og Jón standa á bak við ráðstefnuna ásamt fleirum. Þau skiptu bæði um störf
á miðjum aldri.
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U D A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
tímamót
1
4
-0
9
-2
0
1
6
0
3
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
8
F
-C
0
9
C
1
A
8
F
-B
F
6
0
1
A
8
F
-B
E
2
4
1
A
8
F
-B
C
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K