Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 28
Þekking hefur ráðið Guðmund Arnar Þórðarson og tekur hann við nýju starfi sviðsstjóra rekstrarsviðs, en það er liður í nýju skipulagi hjá fyrirtækinu. Guðmundur Arnar hefur víð- tæka reynslu af upplýsingatækni, en hann starfaði áður hjá Reiknistofu bankanna, þar sem hann var vöru- stjóri fyrir hýsingu og rekstur. Áður hefur hann starfað fyrir Nýherja, Teris og Hugvit. – sg Nýtt starf á rekstrarsviði Ragnar Örn Kormáksson hefur verið ráðinn vaxtarstjóri hjá Bókun en í því hlutverki mun hann sjá um að sækja nýja notendur og gera þeim auðveldara að tileinka sér hug- búnaðinn. Ragnar er með M.Sc. í fjármál- um fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur verið fjármálastjóri Icelandic Startups síðustu fjögur árin. – sg Ráðinn vaxtarstjóri Bókunar Svipmynd anna lára sigurðardóttir „Það eru miklar breytingar í gangi og mjög mikið af spennandi verk- efnum. Það er alltaf jafn gaman og alltaf ný verkefni og tækifæri hjá Creditinfo.“ Þetta segir Anna Lára Sigurðardóttir. Hún var á dögunum ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs fyrir- tækisins. Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og viðskipta- upplýsinga auk þess að bjóða upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu. Anna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008, þá sem þjón ust u stjóri. „Ég er að halda áfram að byggja upp þetta fjármála- og rekstrar- svið fyrirtækisins. Undir þetta svið falla ýmis verkefni, til að mynda erum við með bókhald og allan rekstur innan fyrirtækisins, og jafnframt sjáum við um starfs- mannahald og innkaup,“ segir Anna. Hún er einnig að vinna í því að taka innri ferlana í gegn innan fyrir tækisins. „Við erum með LEAN-hugmyndafræðina að leiðar ljósi þar og sú vinna snýr líka að rekstrinum,“ segir Anna. Anna er með B.Sc.-gráðu í viðskipta fræði frá Há skól an um á Bif röst. Áður starfaði hún sem hóp stjóri hjá fjar skipta fé lag inu Nova og sem ráðgjafi hjá Mot us. „Ég hef yfirleitt verið í störfum sem snúa meira að sölu og þjón- ustu, en nú er ég komin hinum megin við borðið,“ segir Anna. Þrátt fyrir að hafa verið átta ár hjá fyrirtækinu segist Anna alltaf vera að læra og takast á við ný verkefni. „Það skiptir rosalega miklu máli í svona starfi að hafa gaman af því sem maður er að gera. Stór partur af því er að læra af nýjum verkefnum sem ég er að vinna daglega,“ segir Anna. „Svo vinn ég með frábæru samstarfs- fólki." Anna er í sambúð með Árna Henry Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. „Mikill tími utan vinn- unnar fer í fjölskyldu og vini, en svo hef ég mjög gaman af því að fara upp á fjöll á skíði. Ég hef alla tíð verið mikið í Bláfjöllum, en hef ferðast víða erlendis til að skíða líka. Nú er ég að koma krökkunum upp á það líka,“ segir Anna. „Utan þess förum við mikið með krakkana í ferðalög og stundum útivist saman, það er mikið í huga okkar,“ segir Anna. saeunn@frettabladid.is Gaman að læra alltaf í starfinu Anna Lára Sigurðardóttir er nýr forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo. Hún hefur starfað í átta ár hjá félaginu en segist alltaf læra eitthvað nýtt í starfinu. Utan vinnunnar er hún mikil skíðamann- eskja og er að koma börnum sínum tveimur á skíði. Fjölskyldan ferðast einnig og stundar útivist saman. Anna Lára Sigurðardóttir hefur starfað hjá Creditinfo í átta ár en var áður hjá Nova og Motus. FréttAbLAðið/GVA RagnaR ÖRn KoRmáKSSon guðmunduR aRnaR ÞóRðaRSSon Ef marka má nýja skýrslu Oxfam er Bretland á meðal þeirra vest- rænu ríkja þar sem eignaskipting er einna ójöfnust. Skýrslan sýnir að eitt ríkasta prósent íbúa Bretlands á tuttugu sinnum meira en tuttugu fátækustu prósent íbúanna. Þannig eiga 634 þúsund Bretar 20 sinnum meira en þrettán milljónir Breta. Forsvarsmenn Oxfam biðla nú til forsætisráðherra Bretlands, Ther- esu May, að vinna í því að minnka eignamuninn milli hópanna. Í skýrslunni, sem byggð er á tölum frá Credit Suisse, kemur fram að tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands, þar af á ríkasta prósentið nærri því fjórðung auðs landsins, eða 23 prósent. Á sama tíma eiga tuttugu fátækustu prósent íbúa landsins einungis 0,8 prósent auðsins. BBC greinir frá því að forsvars- menn Oxfam leggi fram eftirfarandi tillögur til að leiðrétta skiptingu auðsins: Að auka ásýnd starfs- manna fyrir stjórnum fyrirtækja, skapa hvata hjá fyrirtækjum til að auka aðgang starfsmanna að starfs- þjálfun og menntun, að innleiða reglur um að hæst launaði starfs- maður fyrirtækis geti ekki verið með hærri en tuttuguföld laun lægst launaða starfsmannsins, taka á skattsvikum fyrirtækja og notkun þeirra á skattaparadísum. – sg Auði misskipt í Bretlandi á vestrænan mælikvarða tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði bretlands. 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U D A G U r8 maRKaðuRinn 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 F -C 5 8 C 1 A 8 F -C 4 5 0 1 A 8 F -C 3 1 4 1 A 8 F -C 1 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.