Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 27
á eiginfjárreglum,“ segir Jónas. Ríkisstjórnin hefur nú afturkallað yfirlýsingu um að allar innistæður séu tryggðar. Þeir benda á að um yfirlýsingu hafi verið að ræða sem í sjálfu sér hafi ekki lagalegt gildi. Eftir standi samt að innistæður séu forgangskröfur. „Í þessari skilatilskipun sem við erum að innleiða þar er verið að gera ýmislegt sem mönnum brá í brún við úti í Evrópu þegar við gerðum það í neyðarlögunum 2008. Þar má nefna innlán einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem munu njóta forgangs.“ Samkvæmt þessu hefur Evrópa valið íslensku leiðina til að tryggja hagsmuni einstaklinga og minni fyrir tækja. Ásgeir bendir á að Bandaríkjamenn hafi haft slíka lög- gjöf og regluverk til að grípa inn í bankastofnanir. Ingvi bætir við að einnig sé að finna ákvæði í Banda- ríkjunum sem setji innlenda inni- stæðueigendur fram fyrir. „Sem þýðir að ef þeir hefðu lent í Icesave- málinu þá hefðu þeir aldrei borgað neitt til Breta og Hollendinga.“ Eignir stóðu undir innistæðum Forgangur innistæðna gekk jafnt yfir alla í þrotabúum bankanna, en yfirlýsingin um ábyrgð ríkisins á innistæðum náði aðeins yfir íslensk- ar innistæður. Forgangurinn hefur tryggt að innistæðueigendur í Hol- landi og Bretlandi hafa fengið allt sitt til baka þar sem eignir búsins stóðu undir kröfunum. Í skýrslunni er farið yfir orsakir og aðdraganda fjármálakrepp- unnar 2008 og viðbrögð við henni. Skýrsluhöfundar skoða einnig þær séríslensku reglur sem gripið var til, meðal annars sérstaka skattlagn- ingu fjármálafyrirtækja. Segja má að sú sérstaka staða og óvissa ríkis- sjóðs vegna stöðu fjármálakerfisins hafi réttlætt aukalega skattheimtu á slitabú og fjármálafyrirtæki. Ríkið fengið sitt Skýrsluhöfundar benda á að ríkis- sjóður hafi fengið til baka það tjón sem hann varð fyrir við fall fjár- málafyrirtækja og gott betur. Því megi efast um slíka skattlagningu til lengri tíma. „Það er í raun þver- sagnakennt að refsa núverandi bönkum með skattlagningu fyrir syndir þeirra gömlu,“ segir Ásgeir. Hann bætir því við að bankastarf- semi sé ekkert öðruvísi en önnur starfsemi að því leyti að álögur hljóti á endanum að koma fram í verð- lagningu vöru og þjónustu. „Slita- búin og kröfuhafar gömlu bankanna eru búin að greiða hundruð millj- arða til ríkissjóðs. Ríkissjóður er kominn með allan útlagðan kostnað til baka og gott betur og þá má velta fyrir sér til hvers þessi skattlagning sé.“ Ingvi bendir á að í því ljósi sé nauðsynlegt að gera það upp við sig hvort slík skattlagning eigi að vera varanleg. „Ef hún á að vera varanleg þá mun það þýða að kerfið verður dýrara sem því nemur fyrir fyrirtæki og heimili.“ Þeir segja að um mjög háar fjárhæðir sé að ræða. „Það kemur fram í skýrslunni að þetta voru um fimmtán milljarðar í fyrra og þá erum við ekki að telja með að fjármálafyrirtækin eru að borga mjög hátt gjald til Fjármálaeftir- litsins og Umboðsmanns skuldara, auk þess sem fjármálakerfið greiðir háar fjárhæðir eða milli þrjá og fjóra milljarða í innistæðutryggingasjóð á ári.“ Þeir benda á að vaxtamunur, sem er álagning fjármálafyrirtækja, sé um 80 milljarðar á ári, þannig að fimmtán milljarðar af þeirri fjárhæð, auk annarra gjalda sé mjög hátt hlutfall. „Ef maður horfir öðruvísi á þetta, þá voru heildarskattgreiðslur bankanna um 38 milljarðar sem eru um sex prósent af skatttekjum ríkis- ins í heild.“ Greinin er með um 2,4% af mannaflanum en greiðir um sex prósent af heildinni. „Fjármálafyrir- tækin eru því að borga mjög hátt hlutfall skatta fyrirtækja í landinu.“ Skattar og samkeppnishæfni Nú kynni einhver að spyrja hvort ekki sé bara ágætt að fjármálafyrir- tækin greiði mikið til samfélagsins. „Áhyggjuþátturinn í því er banka- skatturinn sem lagður var á til að standa undir greiðslum vegna höfuð stólsleiðréttingar húsnæðis- lána, því hann er svo hár. Hann er 0,376% af öllum skuldum. Hann hækkar fjármagnskostnað banka í samkeppni við til dæmis lífeyris- sjóði um 38 punkta sem er mjög stór hluti af álaginu ofan á markaðs- vextina.“ Ingvi segir að þegar skatturinn var lagður á 2013 hafi bankarnir ákveð- ið að bíta á jaxlinn og lifa þessi þrjú ár af án þess að velta þessu út í verð- lagninguna. „Ef þetta á hins vegar að vera varanlegt, eins og kemur fram í ríkisfjármálaáætlun til næstu fimm ára, þá er óhjákvæmilegt að bank- arnir setji þetta út í verðalagningu sína og eru þá ekki samkeppnisfærir við lífeyrissjóði og aðra á húsnæðis- lánamarkaði.“ Erlendir hirða bestu bitana Þeir benda á að þetta muni gilda um fleiri útlán, erlendir bankar séu nú þegar með um 30% af lána- markaðnum til stærri fyrirtækja. „Ef íslenskir bankar búa við 38 punkta aukaskatt, þá munu erlendir bankar hirða helstu fyrirtækin í útlánum og verðmæt störf flytjast úr landi,“ segir Ingvi og bætir því við að fram- tíðarsýnin yrði þá að bankarnir yrðu sparisjóðir sem tækju við inn- lánum og veittu neyslulán og sinntu greiðslumiðlun. Menn hljóti að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt út frá efnahagsöryggi og hagsæld. Við þetta bætist að ríkið er stór eigandi að bankakerfinu og þar með samsvarandi áhættu af því. Skortur á samkeppnishæfni þess myndi rýra þann eignarhlut til lengri tíma. Klassísk fasteignabóla Mat þeirra er að samhliða opnun hagkerfisins þurfi að hugsa fram- tíðarskipan fjármálakerfisins með tilliti til heildarhagsældar og sam- keppnishæfni. Nokkur umræða varð um að hverfa þyrfti frá því módeli að viðskiptabankar og fjár- festingarbankar væru í einni sæng. Þeir segja þessa umræðu hvergi ofar- lega á baugi nú. „Niðurstaða rann- sókna er sú að það er ekkert eitt rekstrarmódel banka sem kemur betur út en annað í fjármálakrepp- unni 2008,“ segir Yngvi. Þeir benda á að þegar grannt er skoðað hafi kreppan 2008 verið klassísk útlána- drifin fasteignabóla sem sprakk, enda þótt birtingarmyndirnar hafi verið mismunandi. Ásgeir Jónsson, Jónas Fr. Jónsson og Yngvi Örn Kristinsson hafa skrifað ítarlega skýrslu um reglubreytingar fjármálakerfisins sem kynnt verður á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja í dag. FRéttablaðið/ERniR Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Eitt mesta úrval landsins af fiskréttum og ferskum fiski. Veitingastaðir Stóreldhús Mötuneyti hafid@hafid.is 554 7200 Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki Rætur fjármálakreppunnar samkvæmet Larosière-nefndinni Í ársbyrjun 2009 skilaði nefnd á vegum framkvæmda stjórnar ESB skýrslu um fjármálakreppuna. Nefndin er kennd við Jacques de Larosière, fyrrverandi seðlabanka stjóra Frakklands, forstjóra IMF og yfirmanns Evrópska endur- reisnar- og þróunarbankans. Sjá nánar: The High Level Group on Financial Supervision in the EU, http://ec.europa.eu/internal_market/ finances/docs/de_Larosiere_report_en.pdf. Þjóðhagslegar ástæður Lágt vaxtastig og aðhaldslítil peningamálastefna, sérstaklega í Bandaríkjunum, leiddi til of mikils framboðs á lánsfé, hnattræns ójafn- vægis í viðskiptum með vöru og þjónustu, rangrar verðlagningar áhættu og aukinnar skuldsetningar. Áhættustýring Skortur á gegnsæi og yfirsýn fyrir- tækja, eftirlitsaðila og reglusmiða leiddi til þess að skugga-banka- kerfinu óx fiskur um hrygg í krafti viðskiptalíkans þar sem eignum er safnað og svo sundrað (e. originate to distribute model). Þetta gerði kerfið gríðarlega flókið og aðeins var á fárra valdi að hafa á því skilning. lánshæfismatsfyrirtæki brugðust við mat á áhættu af flóknum skuldabréfagerningum. Samband lánshæfismatsfyrirtækja við fjármálafyrirtæki einkenndist af meiri háttar hagsmunaárekstrum. Stjórnarhættir einkenndust af veikri stöðu hlut- hafa gagnvart framkvæmdastjórn fyrirtækja. Útfærsla á breytilegum starfskjörum skapaði ranga hvata við stjórnun fyrirtækja. Eftirlitsaðilar og reglusmiðir Frammistaða þeirra einkenndist af röngum hvötum: Stöðlunarferlið sem kennt er við Basel (e. Basel-pro- cess) og áherslan á að færa eignir til bókar á markaðsvirði (e. mark to market) magnaði upp hagvaxtar- sveifluna. Lítið var skeytt um að fylgjast með þjóðhagslegri áhættu og regluverk afleiðumarkaða var ekki nægilega sterkt. Veikleikar í alþjóðlegu samstarfi Samstarfi alþjóðastofnana var ábótavant og sá samstarfsvett- vangur, sem þó var til (IMF, FSB, G20), ekki nýttur. ÁhættuStýRing matSFYRiRtæKi EFtiRlitSaðili banKi markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 4 . s e p t e M b e R 2 0 1 6 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -C 0 9 C 1 A 8 F -B F 6 0 1 A 8 F -B E 2 4 1 A 8 F -B C E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.