Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 6
dýrahald „Af fyrirliggjandi gögnum
máls má ráða sem svo að dýrið hafi
verið á flótta frá kvalarstað og verið
að leita sér skjóls og matar,“ segir
í bréfi um rottweiler-tík sem tvær
stúlkur fundu í Kópavogi um miðjan
júní.
Ofangreind tilvitnun er úr bréfi
heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar-
og Kópavogssvæðis til atvinnu- og
nýsköpunarráðuneytisins um
aðstæður tíkurinnar og viðbrögð
annarra stofnana í málinu.
Maður á leið úr vinnu á Smiðju-
vegi ræddi við stúlkurnar sem fundu
tíkina. Þær sögðu hana veika og ekki
geta gengið.
„Stúlkurnar höfðu reynt að fá
aðstoð lögreglu við að sinna tíkinni
en munu ekki hafa fengið nein við-
brögð við þeirri bón,“ segir í bréfinu.
„Úr varð að borgarinn tók tíkina með
sér heim þar sem hann sinnti henni
næstu daga. Tíkin var í fyrstu mjög
lasburða, með blóðugar hægðir og
þvag.“
Þá segir að „borgarinn“ hafi farið
með tíkina á dýraspítala og reynt að
hafa upp á eigandanum en ekki tek-
ist. Tíkin var þó örmerkt. Að fjórum
dögum liðnum hafi hann snúið sér til
heilbrigðiseftirlitsins sem hafi komið
skepnunni fyrir í hundaathvarfi. Sér-
fræðingar Matvælastofnunar hafi
skoðað dýrið og talið það vanrækt
og ekki eiga að fara til eiganda síns.
Tíkin var grindhoruð.
Heilbrigðisnefndin segir ýmis-
legt athugavert við atburðarásina
og segist vilja koma á framfæri við
ráðuneytið athugasemdum um „við-
brögð og vinnubrögð lögreglu“ og
um þá ákvörðun Matvælstofnunar að
beita eiganda hundsins ekki vörslu-
sviptingu.
„Ungar stúlkur finna sjúkt dýrið og
reyna, að sögn, að ná sambandi við
lögreglu. Aðstoð er neitað samkvæmt
þeim upplýsingum sem fyrir liggja.
Fyrir hönd sveitarfélagsins er lýst
alvarlegum áhyggjum vegna þessa,“
segir í bréfi heilbrigðisnefndar sem
bað ráðuneytið að skoða meðferð
málsins og beita sér fyrir úrbótum.
„Verður að telja það sérstaklega
ámælisvert að tilkynning um sært
dýr sem berst lögreglu frá börnum
sem eru langt undir átján ára aldri
skuli hafa verið látin afskiptalaus.“
Þá segir að eini möguleiki sveitar-
félagsins sé að afhenda dýrið þeim
sem telji sig umráðamann og gefi sig
fram. Til þess kom þó ekki.
„Dýrið var svo sjúkt að því varð
ekki bjargað þrátt fyrir að því hefði
verið komið í fóstur,“ svarar Guð-
mundur H. Einarsson, framkvæmda-
stjóri heilbrigðiseftirlitsins, aðspurð-
ur um afdrif tíkurinnar.
Atvinnu- og nýsköpunarráðu-
neytið segist í bréfi til heilbrigðis-
nefndar ekki vilja svara um þetta
mál sérstaklega en kveður hlutverk
stofnana skýr í lögum. Lögregla eigi
að taka við tilkynningum um dýr
sem eru sjúk, særð, í sjálfheldu eða
bjargarlaus. „Lögreglu er þá skylt að
kalla til dýralækni ef ástæða er til,“
segir ráðuneytið. Matvælastofnun
eigi að hafa eftirlit og grípa til ráð-
stafana. gar@frettabladid.is
Gagnrýna sinnuleysi
gagnvart kvalinni tík
Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis er ósátt við framgöngu lög-
reglu og Matvælastofnunar í máli sjúkrar og horaðrar tíkur sem virtist hafa flúið
kvalafulla vist hjá eigandanum. Ráðuneyti segir hlutverk þeirra skýr í lögunum.
Ekki reyndist unnt að fá mynd af hinni umtöluðu rottweiler-tík en hér má sjá
hunda af sömu tegund. Nordicphoto/GEtty
Múslimar og hindúar deila enn á ný
Tveir eru látnir og minnst þrjátíu særðir eftir átök milli múslima og hindúa í Kasmírhéraði á síðustu dögum. Útgöngubann er í gildi í héraðinu. Því
komast múslimar ekki til bæna en Eid al-Adha hátíðin stendur nú yfir. Indland og Pakistan hafa deilt um yfirráð í héraðinu frá stofnun ríkjanna og
erjur milli trúarhópa verið viðvarandi ástand allt frá lokum seinna stríðs. Fréttablaðið/Epa
Verður að telja það
sérstaklega ámælis-
vert að tilkynning um sært
dýr sem berst lögreglu frá
börnum sem eru langt undir
átján ára aldri skuli hafa
verið látin afskiptalaus.
Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og
Kópavogssvæðis
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Hljóðritasjóði.
Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í
tónlist. Veittir eru styrkir til hljóðritunar nýrrar frumsaminnar
tónlistar sem stuðla á að nýsköpun.
Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum eða vera
samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.
Umsóknarfrestur fyrir árið 2016 rennur út 10. október kl. 17.00.
Upplýsingar og umsóknargögn eru að finna á www.rannis.is.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila
á rafrænu formi.
Stjórn Hljóðritasjóðs
Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Netfang: hljodritasjodur@rannis.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Umsóknarfrestur til 10. október
Hljóðritasjóður
Ferðaþjónusta Gjaldtaka í Hall-
grímskirkjuturni er gott dæmi um
fyrirkomulag þar sem ferðamenn
greiða fyrir þá uppbyggingu sem
þeir þar njóta. Áætlað er að tekjur
Hallgrímskirkju verði um 200 millj-
ónir í ár og er fjárfreku viðhaldi
sinnt meðal annars með tekjunum
sem koma við hliðið. Fjölmargir
ferðamannastaðir á Íslandi þurfa
mikla fjármuni enda reynir hin
mikla fjölgun ferðamanna á Íslandi
mjög á marga af vinsælustu ferða-
mannastöðum Íslands.
„Vissulega er munur á kirkju-
byggingum og náttúruperlum en þó
eiga svipuð lögmál við hvað varðar
ágang og kostnað við viðhald,“ segir
Óttar Snædal hjá SA. „Við gjaldtöku
myndast fjármagn sem hægt er að
nota til viðhalds. Eins og sést í Hall-
grímskirkju þá virkar gjaldtaka vel
því hún aðgangsstýrir annars vegar
og skilar tekjum til uppbyggingar
hins vegar.“ – bb
Kirkjan er gott fordæmi
Við gjaldtöku
myndast fjármagn
sem hægt er að nota til
viðhalds.
Óttar Snædal hjá SA
samFélag Um síðustu mánaðamót
höfðu 384 hælisleitendur sótt um
vernd hér á landi. Það er rúmlega
tvöföldun frá slíkum umsóknum
samanborið við sama tíma í fyrra.
Þá höfðu 156 umsóknir borist.
Það sem af er ári hefur Útlend-
ingastofnun afgreitt 402 mál. Lauk
64 málum með vernd, viðbótar-
vernd eða mannúðarleyfi, 144 ein-
staklingum var synjað um dvalar-
leyfi og 143 hafa verið sendir úr
landi á grundvelli Dyflinnarreglu-
gerðarinnar.
Langstærstur hluti umsækjenda
um vernd er frá Albaníu eða rúm-
lega einn af hverjum fjórum. Af
106 albönskum einstaklingum eru
72 fullorðnir karlar. Næstflestir
umsækjendur eru frá Makedóníu
og Írak eða um fjörutíu frá hvoru
landi. – jóe
Hátt í þrefalt
fleiri vilja vernd
Sprenging hefur orðið í hælisum-
sóknum. Fréttablaðið/GVa
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I ð V I K u d a g u r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð
1
4
-0
9
-2
0
1
6
0
3
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
F
-C
F
6
C
1
A
8
F
-C
E
3
0
1
A
8
F
-C
C
F
4
1
A
8
F
-C
B
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K