Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 30
Mótmæla viðskiptamógúlFerða þjónusta Logi Einarsson varaformaður Sam­ fylkingarinnar, í 1. sæti á lista í Norð­ austur kjördæmi Mótmælendur komu saman fyrir utan nýja Trump International hótelið á Pennsylvania Avenue í Washington D.C. á mánudag. Hótelið var opnað á mánudag, en opnunarhátíðin verður haldin þann 24. október næstkomandi. Mótmælendur mótmæltu meðal annars útlendingahatri og kynþátta- hatri Donalds Trump, forsetaefnis Repúblíkanaflokksins. FréttabLaðið/EPa Tilvitnunin „Fólk sem kaupir borvél er ekki endilega að leita að 6 milli­ metra bor, það vantar 6 millimetra gat,“ sem tileinkuð er Theodore Levitt hagfræðingi, fjallar um mikil­ vægi þess að velta fyrir sér spurning­ unni af hverju og hvert vægi hennar er í vöruþróun, markaðssetningu og sölu. Þó þessi tilvitnun gangi ekki endilega nógu langt í að lýsa lokatakmarkinu með fjárfestingu í borvél, þá minnir hún okkur á hugs­ unarhátt sem getur verið lífseigur. Hugsunarhátt sem veldur því að við missum ítrekað sjónar á sjálfu loka­ markmiðinu. Fólk vantar nefnilega sjaldnast bara gat. Það er yfirleitt með mynd af einhverju stærra og meira í huga, eins og að sitja á nýsmíðuðum palli og slaka á, eða dást að röð og reglu í nýju hillunum í bílskúrnum. Bor­ inn og gatið hjálpa manni aðeins að komast áleiðis. Þaðan er oft óra­ vegur að framtíðarsýninni sem er myndbirting væntingar um framúr­ skarandi árangur á einhverju sviði. Við föllum endurtekið í þá gildru að gera borinn og gatið að aðal­ atriðinu í stað þess árangurs sem við í raun viljum sjá verða að veruleika. Með því að markaðssetja nýjasta og flottasta borinn höldum við að við getum leyst allar óskir og þrár viðskiptavina okkar. Við gleymum gjarnan að gera okkur grein fyrir þeirri framtíðarsýn sem viðskipta­ vinurinn er með í kollinum. Þar með takmörkum við sjóndeildar­ hringinn og tækifærin fyrir við­ skiptavininn að upplifa sig á þeim stað sem hann ætlaði að komast á. Stað þeirrar góðu tilfinningar að hafa náð að skapa virði og geta sýnt fram á árangur. Í stað þess að básúna um fjöl­ breytta virkni vörunnar, ættum við að sýna viðskiptavininum hvað hann getur gert við vöruna sem skilar honum ávinningi. Framleiðendur Evernote hafa náð þessu. Þeirra skilaboð eru einföld: „Mundu allt.“ Evernote man ekki allt fyrir þig, enda bara hugbúnaður. Sem hefur hins vegar þá virkni að geta geymt þekk­ ingu á skipulagðan hátt. Að muna allt, er það sem þú getur gert með Evernote – það er ávinningurinn. Fólk er nefnilega sjaldnast að leita að vörum og þjónustu, það er að leita að betri útgáfu af sjálfu sér. Borinn og gatið Uppbygging innviða ferðaþjónust­ unnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgi­ fiskur. Þetta á jafnt við um gistiað­ stöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðar­ lausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónust­ unnar. Við getum vaknað upp á hót­ eli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keim­ líkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðar­ legt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströnd­ inni. Útsýnispallar, stígar, salernisað­ staða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonale­ turistveger.no Að sjálfsögðu kostar vönduð upp­ bygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðli­ legast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi Aukin gæði í ferða- þjónustu Hin hliðin anna björk bjarnadóttir framkvæmdastjóri Expectus Að sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markað­ irnir aftur í febrúar eftir að Seðla­ banki Bandaríkjanna frestaði frek­ ari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verð­ bréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskil­ yrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist. Áfellist seðlabanka bandaríkjanna og Kína Hvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveld­ anna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðla­ bankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opin­ berum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikil­ vægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20­fund um að „hagræða“ ekki gengi gjald­ miðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en stað­ reyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðla­ bankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkað­ irnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármála­ mörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamála­ stefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peninga­ málastefnunni þetta. Ég er hrædd­ ur um að þeir hlusti ekki. Markaðir heimsins aftur orðnir talsvert óstöðugir Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðla- banka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðug- leika á mörkuðum heimsins 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U D A G U r10 mArkAðurinn 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 F -D 9 4 C 1 A 8 F -D 8 1 0 1 A 8 F -D 6 D 4 1 A 8 F -D 5 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.