Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.590 TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra 3.290 T38 Vinnuljós 5.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 12.830 TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.390 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra 6.990 SHA-8083 3x36W Halogen 16.990 Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa 17.990 ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Nýtt www.apotekarinn.is - lægra verð Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Strefen-5x10.indd 1 18/11/16 10:43 Reykjavíkurborg H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Húsið verður opnað kl. 8 með morgunkaffi. Gestir eru hvattir til að sækja fundinn á vistvænan hátt og ganga, hjóla eða taka strætó. Strætóleiðir nr. 1, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 stoppa beint fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur. Einnig er aðstaða til að geyma hjól við húsið. Fundurinn er opinn öllum og aðgangur er ókeypis. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnir grænar áherslur borgarinnar í loftslagsmálum. Dr. Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ, fer yfir áhrif Parísar- samkomulagsins og Marokkófundarins á stjórnvöld og fyrirtæki. Einnig mæla Finnur Sveinsson, formaður stjórnar Festu, Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Lands- bankanum og Guðmundur I. Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Ólöf Örvars- dóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, er fundarstjóri. Nýir þátttakendur í loftslags- yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu verða teknir inn í hópinn. Samhliða fundinum verður sýning á veggspjöldum til kynningar á fjölbreyttum loftslagsverkefnum fyrirtækja, félagasamtaka og borgarinnar. Margt að gerast í loftslagsmálum Loftslagsfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur 2. desember kl. 8.30–10. Spennandi fundur um loftslagsmál og grænar áherslur. Ég vil að þessu sé til skila haldið og sætti mig ekki við neinar slettur neðan af Skúlagötu enda hringdi ég í Halldór Runólfs- son þegar í morgun og fór yfir málið. Kristinn Hugason, fyrrverandi starfs- maður atvinnu- vegaráðuneytisins Við berjumst núna fyrir lífi okkar fyrirtækis og það er mjög tvísýnt í augnablikinu. Kristinn Gylfi Jónsson, einn eigenda Brúneggja 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð stjórnsýsLA Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnu- vegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudags- kvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varð- ar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnu- vegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skil- yrði vistvænnar vottunar því stofn- unin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrif- stofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfs- maður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í við- tali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kast- ljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvæla- stofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfir- maður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfir- dýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. – shá Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli LAnDbúnAÐUr Kristinn Gylfi Jóns- son, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrir- tækisins á mánudagskvöld. „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir okkur persónulega, bræðurna, vegna þess að við erum búnir að vera í landbúnaði alla ævi. Við þekkjum hvað það er að fara niður og verða gjaldþrota. Þá misstum við allar okkar eignir,“ segir Kristinn og útskýrir að þeir misstu frá sér fyrirtæki sem var umsvifamikið í kjötvinnslu, kjúklingum, eggjum og svínarækt. Úr þeim rústum hafi þeir byggt upp Brúnegg, en þeir áttu Nesbú frá 1999 til 2004 sem þá var stærsti framleiðandi landsins. Kristinn segir að á einum degi hafi allir viðskiptavinir Brúneggja sagt sig frá viðskiptum við fyrirtækið, eða svo gott sem. Hann hafi skilning á þeim viðbrögðum, en einnig hafi þeim borist bréf frá almenningi þar sem því er lýst að á almenningi hafi verið brotið og hann blekktur. „Þetta gera menn á grundvelli þeirra upplýsinga sem komu fram í þættinum – það eru frávik og gefa ekki rétta mynd af okkar rekstri í dag. En þetta eru slæm frávik og við biðjumst afsökunar,“ segir Kristinn. „Það eina sem við getum gert til að bjarga okkur frá gjaldþroti er að opna okkar hús fyrir fjölmiðlum, verslunum og öðrum til að sýna að hlutirnir eru í lagi núna,“ segir Krist- inn. – shá Búnir að missa alla kúnna Eigendurnir ætla ekki að selja vöru sína undir öðru vöruheiti. Fréttablaðið/anton 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -E 6 9 C 1 B 7 A -E 5 6 0 1 B 7 A -E 4 2 4 1 B 7 A -E 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.