Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 47
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 30. nóvember 2016 Tónlist Hvað? Góðgerðartónleikar Hvenær? 20.00 Hvar? Gym og Tonik, Kexi hosteli, Skúlagötu Rauði krossinn í Reykjavík í samstarfi við Kex hostel efnir til góðgerðartónleika á Kexi hosteli miðvikudagskvöldið 30. nóv- ember. Fram kemur einvalalið tónlistarmanna en þarna verða Cheddy Carter, Omotrack, Bernd- sen, Emmsjé Gauti og Hildur. Tekjurnar af tónleikunum renna til verkefnisins Frú Ragnheiður – skaða minnkun, sem er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra og fólks með fíknivanda. Frú Ragnheiður er sér- innréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgar- svæðisins á kvöldin, alla virka daga. Miðaverð er 1.500 krónur Hvað? Viva Hermeto! Hvenær? 21.00 Hvar? Harpan Viva Hermeto! er ný og spenn- andi tónleikadagskrá sem bassa- leikarinn Sigmar Þór Matthíasson stendur fyrir. Leikin er tónlist eftir brasilíska tónskáldið Hermeto Pascoal og aðra fylgdarmenn hans. Tilefnið er 80 ára afmæli Pascoals á þessu ári en tónlistinni má lýsa sem nútímalegum brasilískum djassi sem blandar saman akúst- ískum sólóhljóðfærum og raf- magnaðri hrynsveit. Á dagskránni má heyra ýmsar gerðir brasilískra stíla, m.a. samba, choro, baião, maracatu, marcha og frevo. Sveit- ina skipa Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Ásgeir J. Ásgeirsson, Kjartan Valdemarsson, Sigmar Þór Matthíasson, Einar Scheving og Kristófer Rodriguez Svönuson. Hvað? The Dark Hvenær? 20.00 Hvar? Edinborgarhúsið, Ísafirði Ástralsk-norska tríóið The Dark spilar á Ísafirði í kvöld. Meðlimir the Dark eru Ástralíumaðurinn Daniel Rorke á saxófóna og Norð- mennirnir Aksel Jensen á kontra- bassa og Ole Mofjell á trommur. Þeir kynntust fyrir nokkrum árum í námi við hina rómuðu djassdeild tónlistarháskólans í Þrándheimi. The Dark hefur nýlega gefið út sinn fyrsta geisladisk. Tónlistin er bæði litrík og óvænt. Hún sækir áhrif til norrænna meistara, fram- sækinnar tónlistar frá New York og fjarlægrar heimstónlistar. Aðgang- ur ókeypis. Hvað? DJ Beatmachine Aron Hvenær? 21.00 Hvar? Prikið, Bankastræti Taktavélin hann Aron verður með heitt á könnunni á Prikinu í kvöld. Vafalaust eitthvað ferskt sem fær að hljóma hjá honum. Hvað? Þorvaldur Davíð og Skafrenn- ingarnir Hvenær? 20.30 Hvar? Berg menningarhús, Dalvík Leikarinn Þorvaldur Davíð bregð- ur sér í hlutverk djasssöngvara sem tekur jólunum passlega fagnandi og með honum í för er einvalalið hljóðfæraleikara sem óhætt er að segja að séu á meðal þeirra fremstu á Íslandi. Þessi hersing verður stödd á Dalvík í kvöld þar sem platan verður spiluð ásamt öðru efni. Miðaverð 2.500 krónur. Hvað? Suð, Knife Fights og Jón Þór Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra, Naustunum Indie-rokk veisla á Húrra í tilefni útgáfu nýjustu plötu Suðs. Þarna verða einnig Knife Fights og Jón Þór. 1.000 krónur inn. Hvað? Gauks-Meistara keppnin í Beatbox Hvenær? 20.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu Siggi Bahama heldur keppni fyrir fólk sem trommar með munninum. Þarna munu helstu munn-tromm- arar landsins mæta til leiks og keppa um hver er bestur í að gera hljóð með munninum. Dómnefndina skipa Beatur, Bangsi og DJ Lucky. Til mikils er að vinna en í boði er verðlaunagripur fyrir meistarann, beinhart reiðufé, bjórkort, plötur frá Lucky og auðvitað heiðurinn. Athugið að keppendum er strang- lega bannað að vera með stæla. Hvað? Aðventukvöld með Írisi G. Hvenær? 21.00 Hvar? Café Rosenberg, Klapparstíg Íris Guðmundsdóttir ásamt hljóm- sveit flytur nokkur af helstu inn- lendu og erlendu jólaperlunum á Rosenberg. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Hvað? Heiðrik Hvenær? 21.00 Hvar? Loft, Laugavegi Tónlistamaðurinn Heiðrik spilar á Loft í kvöld ásamt hljómsveit. Frítt inn. Viðburðir Hvað? Improv Ísland Hvenær? 20.00 Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn Improv Ísland heldur sína sívin- sælu sýningu í kvöld á sínum vanalega stað. Miðaverð er 2.000 krónur. Hvað? Ferðamálaþing 2016 Hvenær? 13.00 Hvar? Harpa Hið árlega ferðamálaþing verður haldið í dag. Yfirskriftin að þessu sinni er „Ferðaþjónusta – afl breytinga.“ Hvað? Jóladanssýning Hvenær? 17.00 Hvar? Salurinn, Kópavogi Danssýning fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð 1.500 krónur. Hvað? Kynning á nýrri deildaskiptingu menntavísindasviðs Hvenær? 15.00 Hvar? Bratti, Stakkahlíð Hvað? Can’t Walk Away Hvenær? 20.30 Hvar? Frystiklefinn, Sláturhúsinu menningarsetri Heimildarmyndin Can’t Walk Away fjallar um feril Herberts Guðmundssonar tónlistarmanns. Ýmislegt hefur drifið á daga Her- berts og hér verður farið yfir það allt saman. Aðeins ein sýning og miðaverðið er 2.000 krónur. Hvað? Bókakvöld Félags áhugamanna um heimspeki Hvenær? 20.00 Hvar? Café Haítí, Geirsgötu Stór þemu verða á bókakvöldi félagsins. Útópíur og dystópíur, flókinn veruleiki manneskjunnar sem oft virðist varla geta þrifist í samfélagi við aðra, en getur þó ekki annað. Björn Þorsteinsson mun kynna nýútkomna bók sína, Eitthvað annað, Eiríkur Gauti Kristjánsson mun kynna þýðingu sína á bókinni Útópíu eftir Sir Thomas More, Gísli Magnússon mun kynna nýja þýðingu sína á verki Mary Wollstonecraft, Til varnar réttindum konunnar og Sigríður Hagalín Björnsdóttir mun svo kynna nýja skáldsögu sína, Eyland, en í henni tekur Íslands- sagan óvænta stefnu. Að loknum kynningunum munum við svo sitja áfram, fá okkur kaffi og ræða efni bókanna. Námskeið Hvað? DIY námskeið: Heilnæmar og heimagerðar lausnir Hvenær? 18.30 Hvar? Gló, Fákafeni Eva Dögg og Anna Sóley eru sjálf- krýndar DIY-drottningar Íslands. Þær eru búnar að vera að malla og mastera heimagerðar fegurðar- og heimilisremedíur síðan þær áttuðu sig á að heimur versnandi fer og ekkert er betra en góðar stundir með sjálfum sér eða hver annarri. Stakt kvöld kostar 5.900 kr. en sérstakt tilboðsverð er ef þú bókar þig á öll þrjú kvöldin, 14.900 kr. Emmsjé Gauti ásamt Hildi, Cheddy Carter og fleirum spilar á góðgerðartónleikum Rauða krossins í kvöld. FRéttablaðið/Hanna Þorvaldur Davíð spilar jólalög með hljómsveitinni Skafrenningunum á Dalvík í kvöld. FRéttablaðið/anton bRink HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Nahid 18:00 Rúnturinn 18:00 Innsæi 18:00 Slack Bay 20:00 Grimmd 20:00 Baskavígin 20:00 Captain Fantastic 22:30 Gimme Danger 22:15 Eiðurinn ENG SUB 22:00 BAD SANTA 2 6, 8 FANTASTIC BEASTS 3D 6, 9 HACKSAW RIDGE 8, 10.45 TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÁLFABAKKA FANTASTIC BEASTS 3D KL. 5 - 8 - 10:45 FANTASTIC BEASTS 2D KL. 5 - 7 - 10 FANTASTIC BEASTS 2D VIP KL. 5 - 8 - 10:45 THE ACCOUNTANT KL. 8 - 10:40 SJÖUNDI DVERGURINN ÍSLTAL KL. 6 DOCTOR STRANGE 2D KL. 5:30 - 8 - 10:45 JACK REACHER 2 KL. 10:45 THE GIRL ON THE TRAIN KL. 8 STORKAR ÍSLTAL KL. 5 KEFLAVÍK FANTASTIC BEASTS 3D KL. 5:15 - 8 - 10:45 BAD SANTA 2 KL. 8 - 10:10 DOCTOR STRANGE 2D KL. 5:30 AKUREYRI FANTASTIC BEASTS 3D KL. 5:15 - 8 - 10:45 THE LIGHT BETWEEN OCEANS KL. 5:30 THE ACCOUNTANT KL. 10:00 FANTASTIC BEASTS 3D KL. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:45 THE LIGHT BETWEEN OCEANS KL. 5:20 - 8 - 10:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI EGILSHÖLL FANTASTIC BEASTS 3D KL. 8 - 10 FANTASTIC BEASTS 2D KL. 5:10 - 7 - 10:40 THE LIGHT BETWEEN OCEANS KL. 5:10 THE ACCOUNTANT KL. 8 - 10:40 DOCTOR STRANGE 2D KL. 5:30 - 8 - 10:30 Byggð á samnefndri metsölubók ENTERTAINMENT WEEKLY  OBSERVER  RACHEL WEISZ MICHAEL FASSBENDER ALICIA VIKANDER ENTERTAINMENT WEEKLY  THE WRAP “FLAT OUT COOL”  EMPIRE  TILDA SWINTON BENEDICT CUMBERBATCH CHIWETEL EJIOFOR LOS ANGELES TIMES  CHICAGO SUN TIMES  THE GUARDIAN  HOLLYWOOD REPORTER  Stórkostleg og töfrandi fjölskylduskemmtun. Frá J.K. Rowling, höfundi Harry Potter. 8.3 88% ÞRIÐ JUDA GSTIL BOÐ ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð Sýningartímar og miðasala á smarabio.is Upplýsingar um kvikmyndir og sýningartíma eru á smarabio.is M e N N i N g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19M i ð V i K U D A g U R 3 0 . N ó V e M B e R 2 0 1 6 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -E 1 A C 1 B 7 A -E 0 7 0 1 B 7 A -D F 3 4 1 B 7 A -D D F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.