Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 2
Veður Hægur vindur og stöku skúrir eða él, en þurrt á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan heiða. Norðaustan 8-15 m/s og éljagangur við norður- ströndina seint í dag. sjá síðu 22 Vatni var sprautað á Ingólfstorg í gær en þar verður opnað skautasvell sem verður svo opið fram eftir desembermánuði. Svellið mun vafalítið setja mikið mark á bæjarbraginn eins og venja er. Sennilegast veitir ekki af enda dimmasti mánuður ársins að fara í hönd. Fréttablaðið/Ernir AÐALFUNDUR Golfklúbbsins Odds 8. desember Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn í golfskálanum í Urriðavatnsdölum fimmtudaginn 8. desember kl. 20. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Félagsmenn eru hvattir til að mæta, Stjórn Golfklúbbsins Odds.  Opnun Ingólfssvells undirbúin samfélagsmál Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefna- stjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynn- ast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálf- boðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn. Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flótta- fólks hjá Rauða krossinum í Eyja- firði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboða- liðum þar sem áhugi flóttamann- anna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálf- boðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flótta- menn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdags- lega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“ sveinn@frettabladid.is Kenna flóttamönnum íslensku í frítíma sínum Sjö sjálfboðaliðar á Akureyri stunda nú það að kenna sýrlenskum flóttamönn- um íslensku í frítíma sínum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið ganga vel og ný vinasambönd hafi myndast milli Sýrlendinga og Íslendinga. Vinátta hefur tekist á milli Joumanaa og Hrannar. Kennslan hefur stundum siglt í strand vegna tungumálaörðugleika en þeim skiptum fer ört fækkandi. Fréttablaðið/auðunn stjórnmál „Við værum til í að tala við þau,“ segir Benedikt Jóhannes- son, formaður Viðreisnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kanna möguleikann á samstarfi flokk- anna tveggja í ríkisstjórn  og hafa tilkynnt forseta það. Forsetinn upplýsti um þetta á vefsíðu sinni í gær. Þau verða hins vegar að leita samstarfs við fleiri flokka. Bene- dikt segist til búinn fyrir sitt leyti til þess að kanna grundvöll fyrir því að Viðreisn og Björt framtíð taki þátt í þessum viðræðum. – jhh Bjarni og Katrín ræðast við Guðna th. Jóhannessyni, forseta Íslands umhverfismál Náttúruverndar- samtökin Landvernd og Fjöregg hafa stefnt íslenska ríkinu vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Segja samtökin að ljúka hefði átt frið- lýsingunum fyrir tæpum níu árum samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár. Fæst svæðanna hafi þó enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafi verið friðlýst séu svæði þar sem ógn stafar af ágangi ferðamanna, eins og við Hverarönd og Leirhnjúk, og svæði sem deilur um lagningu háspennulína hafa staðið um, það er Leirhnjúkshraun. – jhh Stefna ríkinu vegna vanefnda samgöngumál Flugfélagið Primera Air hefur enn ekki greitt út bætur til farþega vegna tafa á flugi frá Tener- ife til Keflavíkur þann 26. ágúst í fyrra. Samgöngustofa, sem gerði fyrirtækinu skylt að greiða þessar bætur, hefur því ákveðið að leggja dagsektir á flugfélagið. Flugferðin sem um ræðir vakti  mikla athygli fyrir gífurlega seinkun. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur, sem alla jafna tekur um það bil  fimm klukkustundir  tók rúman sólarhring. Flugfélagið hugð- ist upphaflega engar bætur greiða vegna seinkunarinnar, en farþegar voru sumir hverjir ósáttir og kvört- uðu til Samgöngustofu. – sa Leggja dagsektir á Primera Air Flugvél Primera air á reykjavíkurflug- velli. Fréttablaðið/Hörður SVEinSSon Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt. Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verk- efnastjóri um móttöku flóttafólks á Akureyri 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m i ð v i K u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -A B 5 C 1 B 7 A -A A 2 0 1 B 7 A -A 8 E 4 1 B 7 A -A 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.